Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.03.1965, Blaðsíða 15

Heimilisblaðið - 01.03.1965, Blaðsíða 15
ELDUR í DSKUNNI LEYNIST Smásaqu eStir Marcel tlenoit. Fernand Dalbret gekk inn í lyftuna og skyggndist um leið með athygli í dagblaðið, Seni hann var nýbúinn að kaupa. Án frek- ari umhugsunar þrýsti hann á hnappinn a® þriðju hæð.... og annars hugar var ann svo sannarlega, því að í rauninni erýsti hann á hnappinn að fjórðu hæð, þótt ar>n ætlaði sér það ekki. Lyftan leið hljóðlaust upp á við og nam taðar næstum án þess hann finndi fyrir j • Lalbret braut dagblaðið hirðuleysis- e§a saman og opnaði lyftudyrnar, stanz- 01 síðan snögglega, undrandi á svip. Út úr fjttbýlisibúð hans gekk ókunnug stúlka. ^er í ósköpunum getur hún verið? hugs- a 1 Fernand. Ég sem hef þó vonað, að ég -,8eri sá eini sem hefði lykil að minni eigin tbúö! Stúlkan sneri sér við til að ganga inn í yftuna, en hafði næstum rokið beint í íang hans. »Fernand!“ »Marie-Louise! “ sem höfðu slitið samvistum fyrir ex arum og ekki sézt síðan, stóðu nú fyrir- aralaust augliti til auglitis. ”^æJa,“ mælti nú Marie-Louise snögg PP á lagið. ,,Svo að þú hefur þá sem sagt 1 ttúg hingað!“ bér’Hér er ekkert sem heitir að elta. En , 1 er kannski sama þótt ég spyrji þig, vað þú sért að gera í minni eigin íbúð?“ , ”r þinni íbúð? Ég för þangað til að af- enda tvö handrit." iún benti á dyrnar, sem lokazt höfðu á eftlr henni. Hann leit þangað. Á nafnplötunni stóð N, og hann varð að viðurkenna, ^r hefði skjátlazt. á heima hérna,“ svaraði hann, „það hef5^5 SeSJa á hæðinni fyrir neðan. Ég : . af misgáningi farið einni hæð of langt ^tunni.” „Það var merkileg tilviijun." „Já, svo sannarlega. Ættum við ekki að koma niður til mín í stað þess að standa svona úti á gangi?“ Marie-Louise var skemmt, og hún hló við; svo fóru þau niður. íbúðin var lítil, meira að segja mjög iítil. Þetta var ein þessara einsherbergis-íbúða, þar sem hægt er að öðlast fullkomnustu þægindi innan þrengstu veggja. „Hér er allt, sem einbýlingur hefur þörf fyrir,“ sagði Marie-Louise og gægðist inn í fallegt og hvítmálað baðherbergið. Það tók ekki langan tíma að virða fyrir sér íbúðina. Fernand notaði tækifærið á meðan fyrrverandi eiginkona hans sneri í hann bakinu, til að hvolfa ljósmynd einni, sem stóð á arinhillunni, og setja dagblað yfir. Hún sá þetta reyndar í spegli á veggn- um, sem lét sem ekkert væri. Þau settust í stofurmi, bæði nokkuð óró- leg vegna hinna óvæntu endurfunda, en fengu ekkert við það ráðið. Eftir stutta þögn sagði hann: „Þú hefur ekkert breytzt á sex árum.“ Hún hló við: „Kannski hefðirðu kosið að sjá mig ellilega af sorg og söknuði?" „Nei, vissulega ekki. Hvernig líður þér annars? Ertu hamingjusöm — ánægð?“ Hún svaraði ekki af bragði, heldur varð hugsað um það, að hann hafði heldur -tekk- ert breytzt. Og skyndilega langaði hána til að hlaupa upp um hálsinn á honum, en hún stillti sig og svaraði yfirborðsiega: „Mér líður alveg ljómandi vel.“ Auðséð var, að hann hafði búizt við öðru svari . . . einhverju í áttina við eftirsjá vegna skilnaðarins. En úr því að hún lét ekkert slíkt á sér sjá, þá skyldi hann held- ur ekki. . . Þau höfðu slitið samvistum, bitur og vonsvikin, en þó í fullri vinsemd, án þess að bítast og slást. Sannleikurinn var sá, ■^ílisblaðið 59

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.