Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.03.1965, Blaðsíða 16

Heimilisblaðið - 01.03.1965, Blaðsíða 16
að það var Marie-Louise, sem bar höfuð- sökina. Hún var haldin einhverri áráttu til að vera frjáls, þörf til að reyna sína eigin krafta og ráða yfir sér sjálf. Þau áttu engin börn; og svo gekk hún til móts við nýtt og að líkindum skemmtilegra líf, sem beið hennar. Aftur á móti fór það svo, að það frelsi, sem hún hafði bundið svo miklar vonir við, olli henni sárum vonbrigðum. Eftir fyrstu gleðitilfinninguna veittist henni örðugt að fá nokkuð út úr því „frelsi“, sem hún hafði svo mikið þráð. Einmanaleg kvöldin voru bæði löng og leiðigjörn. Það var enginn, sem tók á móti henni þegar hún kom heim; enginn sem lét sig nokkru skipta hvernig henni vegnaði, hvort hún var lifandi eða dauð. Þá kastaði hún sér út í hringiðu skemmt- analífsins, fór í leikhús, daðraði við menn; en ef til alvörunnar kom, dró hún sig í hlé í tæka tíð. Hún líkti þessum ungu mönnum saman við Fernand, og þeir græddu aldrei á þeim samanburði. Og þeg- ar frá leið, kveið hún fyrir hverjum nýj- um — og óendanlega löngum — degi. Úr því hann virtist hins vegar ekki hafa fund- ið fyrir neinu slíku, ætlaði hún sér ekki að láta hann fagna sigri yfir því að finna hvað hana langaði.... langaði.... „En hvernig líður þér?“ spurði hún, til þess að hætta þessum bollaleggingum sín- um. „Eins og þú sérð, alveg ágætlega. Ég hef búið um mig eins og nútíma pipar- sveinn og orðinn bundinn mínum vana og venjum.“ „Sem sagt, þú ert hamingjusamari eins og þú hefur það nú?“ Hana dauðlangaði til, eins og hann, að spyrja hvort nokkur önnur ást hefði komizt í spilið. „Ekki segi ég það nú kannski. En ég get auðvitað ekki neitað því, að lif hins ókvænta manns hefur sína kosti. Maður getur kom- ið og farið, borðað, sofið og unnið, allt eftir því sem manni þóknast." „Þarna sérðu, þegar á allt er litið máttu vera mér þakklátur fyrir að ég fór.“ „Eða fyrir að hafa eyðilagt líf mitt.“ „Komdu nú ekki með slíka heimsku. Ég 60 er viss um, að þú hefur ekki verið lengi að fá þér einhverja aðra í staðinn." „Bæði já og nei! Við skulum vera heiðar- leg. Hvers vegna skyldi ég ekki hafa náð mér í aðra, úr því þú vildir ekki vera kvrr hjá mér?“ En allt í einu breytti hann uni tóntegund: „Nei, kæra Marie-Louie, þetta er ekki satt. Það hefur aldrei verið nein önnur. Ég elskaði þig eina.“ „Þú segir það Lþátíð ? Hvernig lítur hún út? Svaraðu mér nú hreinskilnislega!“ „Ég svara hreinskilnislega þegar ég segi> að það er engin.“ Hún stóð á fætur, greip dagblaðið og ,,uppgötvaði“ eins og af tilviljun myndina undir því. Þegar hún sá myndina, hnykkti henni við, og hún fékk tár í augun. Þetta var mynd af henni sjálfri. Hún gekk til hans með myndina í hönd- unum og spurði með skjálfandi röddu: „Én hvað um þetta?“ Áður en hún vissi, hélt hann henni 1 faðmi sér og kyssti hana, aftur og aftur. „Hvað gengur eiginlega að okkur?“ hvísl* aði hún. „Ég ímyndaði mér, að ailt værl búið á milli okkar.“ „Það hélt ég líka. En ég býst við, að þegar fólk hefur átt saman yndisstundu’, daga og jafnvel ár, eins og við höfum átt, þá sé það hin eina sanna ást og ekkei’t þýði að kæfa hana. Það leynist alltst eldur í öskunni. — Sá eldur getur ekki slokknað!" Hún leit á hann, undrandi og ljómand1 af gleði. ?(< „En hvað um íbúðina mína eftir þetta- sagði Fernand hlæjandi. „Því skyldi hún ekki vera nógu stór fýr^ okkur tvö? Það er miklu verra að eiga V1 piparsveinsvenjur þínar!“ „Æ, stríðna stelpan þín! Ég fórna ÞellTl með gleði á altari þínu. Ef ég á að vel a fullkomlega heiðarlegur, þá hafa þær aldi'el hentað mér. Ég var allt of frjáls til a geta notið þeirra. Mig hryllir við að hugsa um það, að það var aðeins hugsunarley51 — einskær tilviljun — sem ég má þakka það, að ég hef nú glatað þessu fre^1’ Hugsaðu þér bara, ef ég hefði farið úr ly1 unni hér á þriðju hæð. .. . “ HEIMILISBlA®11’

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.