Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.03.1965, Blaðsíða 34

Heimilisblaðið - 01.03.1965, Blaðsíða 34
ar. Hún svaraði honum með þeim virðu- leika, sem ótti hennar og kvíði gerði þó eilítið gagnsæjan: ,,Ég ætla ekki að fara í heimsókn til prestsins. Að minnsta kosti ekki fyrr en þá á eftir — svo ég gæti sagt ég hafi verið þar“. „Því er nauðsynlegt að segja það?“ spurði hann vingjarnlega. ,,Ég þarf að fara og tala við. . . . “ Hvern- ig átti hún að koma orðum að því? — „tvo menn, sem hafa elt mig hingað suður eft- ir.“ Síðan herti hún upp hugann: „Það eru tveir menn, sem ég verð að losna við.“ Hann sagði með örlitlum sigurhreim: „Látið mig gera út um það mál fyrir yður.“ „Nei, nei. Þér megið alls ekki blanda yður í það — takið eftir því.“ „Gott og vel,“ svaraði hann rólega. „En segið mér, um hvað er að ræða, væna mín.“ „Ég er hrædd um, að ég þarfnist pen- inga.“ ,,Ó,“ sagði hann, og var enn nokkuð sig- urstranglegur. „Fjárþvingun — en ég get séð um það.“ „Ekki án þess. .. .“ „Án þess að maðurinn yðar þurfi að vita það? Nei, að vísu ekki. Fjárkúgarar hafa hneykslið alltaf að vopni.“ „Ég er ekki farin að segja, að um fjár- kúgun sé að ræða. Þetta eru bara tveir menn, sem.... sem geta gert vissa kröfu á mig. Auk þess er um dálitið að ræða, sem ég vil gjarnan kaupa af þeim.“ „Hversu mikið fé óskið þér að fá?“ spurði Jan Huyn. Nú voru þau komin að kjarna málsins. „Mjög mikið, býst ég við. Ég get borg- að yður fjárupphæðina með afborgunum, þegar maðurinn minn lætur mig fá mánað- aðarpeningana mína, eða — þegar hjú- skaparsáttmálinn eða hvað það kallast — gengur í gildi.“ Hvernig var hún eiginlega orðin — að geta talað svona rólega um hjúskaparsátt- mála, — hún, sem aldrei hafði verið gift! „Við tölum um það betur; ekkert ligg- ur á því,“ svaraði Jan Huyn kæruleysis- lega. „Ég hef undir höndum ógrynni fJal’ næstum óhugnanlega mikla peninga." „Ég hef heyrt þér væruð auðugur.“ Hann brosti ertnislega: „Og þá geroU þér boð fyrir mig.“ Hún flýtti sér að svara: „Mér fannst 1 fyrsta skipti sem ég sá yður, að þér myua uð vera fús til að hjálpa mér, ef ég Þyrl' nokkru sinni á slíku að halda. Þér buðu mér það sjálfur. „Ég veit hvað þér hélduð, væna min, og þér skilduð vist fullkomlega hvað ég hugs aði þarna um kvöldið.“ * ,,Já,“ svaraði hún, þótt henni væri Þa í rauninni þvert um geð. ., „Það sakar ekki, að við séum hreinsk1 in hvort við anr.að.“ „Maðurinn minn er vinur yðar,“ sa& hún. Og rétt eins og Martin hafði gert, sval_ aði Jan Huyn: „Nei. Við erum nági’aIirl ar-“ hér „Er það ekki eitt og hið sama 11 syðra?“ j „Nei, kæra frú,“ svaraði hann. ,Á Þ er munur — með tilliti til samvizkubits ' þess háttar.“ _ 3 „Ég þarf kannski á hundrað ÞúsUI1g krónum að halda,“ fékk hún sig til a seg.ia- . jf Hún gat ekki ímyndað sér, að mennu biðu eftir henni, myndu fal tveir, sem fram á meira. „Þær getið þér fengið strax,“ sva Jan Huyn án umhugsunar. „Það er auðveldur hlutur.“ Hún sagði: „Við skulum þá leggla stað.“ rað1 mé1’ af IV. PENINGAR — UU- Tía sat í farþegarými flugvélar Ja^ .g, ys og naut hinnar hressandi hafgolu a . inni yfir sólgullinn flötinn. Hún hafði s ^ honum frá einbýlishúsinu í grennd Mahó' . . pvkti „Já, gott og vel,“ sagði hann. „Ég P lA® 78 HEIMILISB

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.