Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.05.1965, Blaðsíða 8

Heimilisblaðið - 01.05.1965, Blaðsíða 8
það var ég vissulega í þessu efni, það við- urkenni ég hreinskilnislega. Fyrst fór ég í lestrarsal þjóðminjasafns- ins og fékk lánaða alfræðiorðabók, bindið með stafnum F. Ég leitaði í miklu óða- goti að orðinu „festa á“. Ég andmæli þeirri skoðun vegna eigin reynslu, að alfræðiorðabók okkar sé full- komin. 1 bindinu með stafnum „F“ stendur ekki ein einasta setning um að festa á tölu. Já, orðin „festa á tölu“ vantar yfirleitt. f bindinu með bókstafnum „T“ fann ég að vísu uppsláttarorðið „Tala“, en þar stóð: „Talan er hluti af fatnaði, sem tveir hlutar eru festir saman með. Tölurnar eru festar á með því að sauma þær á. Tölurnar eru þekktar þegar í Egyptalandi hinu forna, hins vegar voru tölur enn óþekktar hjá Grikkjum og Rómverjum. I Bæheimi komu fyrstu tölurnar fram, þegar kristin- dómurinn, ruddi sér til rúms.“ Ég leitaði einnig undir uppsláttarorðinu „Kristindómur“ að einhverri athugasemd um tölur, en árangurslaust. Ef til vill væri unnt að komast að, hvern- ig Forn-Egyptar festu tölur sínar á! Þá var það uppsláttarorðið „Egyptaland“! Þar las ég: „í Egyptalandi létu hofgyðjur guðsins Rho gullhnappa í lófa látinna fursta og greftruðu þá síðan.“ En þar stóð ekkert orð um það, hvernig ætti að festa á tölur. Ég varð því að treysta á mína eigin ályktunarhæfileika. Ég komst að þeirri niðurstöðu eftir djúpviturlega íhugun, að bezt væri að ganga að málinu á kerfis- bundinn hátt. Þess vegna hóf ég rækilega rannsókn á tölunum. Við það tók ég eftir, að fjögur göt eru á hverri tölu. Fyrst var mér það ráðgáta, til hvers götin voru, en þegar ég rannsakaði nánar, hvaða áhrif þessi göt kynnu að hafa á allt þetta mál, ályktaði ég, að allt útlit væri fyrir, að tvinninn væri dreginn í gegnum þessi göt og meira að segja með hjálp verkfæris, saumnálarinn- ar. Saumnálin er þó, eins og ég hafði lesið í alfræðiorðabókinni, ekkert annað en á- kveðin gerð lyftistangarinnar. Það er sá munur á henni og svíninu, að hún hefur aðeins eitt lítið auga. Ég hef tvö. Tvinn- inn er dreginn gegnum opin á nálinni, eins 96 og ég uppgötvaði, og svo er talan, að þvl er virðist, þrædd upp á tvinnann með hreyf- ingu, eins og maður ætli að reka eitthvað í gegn; einhvern veginn er því svo loks komið í kring, að stungið er gegnum bux- urnar. Imyndunarafl mitt starfaði með æ meir1 ákafa. Þar sem ég hafði heyrt, að stál væ1'1 mjög stökkt í sér, keypti ég þegar í stað eitt gross af saumnálum. Auk þess eina tylft af tvinnakeflum með mislitum tvinna, fyrst og fremst svörtum. En ég útvegap1 mér einnig hvítan tvinna, til þess að eg gæti gripið til hans, ef sá svarti reyndist ekki vel. Ég hafði einnig brúnan tvinna við höndina, en hann ætlaði ég aðeins að nota, ef í nauðirnar ræki og bæði svai’t1 og hvíti tvinninn brygðist. Ég var spurður um það í verzluninni, Þal sem ég gerði þessi stórinnkaup, hvoi’t eg vildi líka fá fingurbjörg. Ég fann, að þetta hlaut að vera eitthvað mjög mikilvægt, og keypti þegar í stað tíu stykki. Ég dró nefn1' lega þá ályktun af nafni þessa hlutar, að fingurbjargirnar væru settar á fingurna- Mér var ráðgáta hvers vegna og af hverlUi En ég varð að kaupa tiu stykki í einu, eina á hvern fingur, til þess að gera ekki nen glappaskot. Þegar ég lagði af stað heimleiðis me hlutina, sem ég hafði keypt, fannst mér vera eins og töframaður. Þegar heim kom, lét ég fyrst kynda ofn- inn rækilega og færa mér þrjár flöskur a góðu víni. Eftir að ég hafði styrkt mig a kjarngóðum kvöldverði og góðum sopa a víni, tók ég fram óhappabuxurnar og t° til starfa með eldlegum áhuga. Ég niaU það enn, eins og það hefði gerzt í gær: I33 var grimmileg, ofsaleg barátta! Næsta morgun fannst ég, klæddur sky1. unni og nærbuxunum einum saman, liS^ andi á gólfinu, flæktur í fjórtán ÞusUn,a metra af mislitum tvinna. Ég svaf á mel1 en hundrað nálum og buxurnar vo1 saumaðar fastar við legubekkinn. Ég v með fingurbjargir á öllum tíu fingrum, kálfinn á mér var fjötraður niður við tePr ið með mörgum nálsporum. Hvað átti ég að gera? Ég keypti mér nýjar buxur. HEIMILISBLAðI£)

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.