Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.05.1965, Blaðsíða 9

Heimilisblaðið - 01.05.1965, Blaðsíða 9
Fórn eða hefnd? Smásaga eftir Jaques Constant. Juste komst í reglulega slæmt skap við Jhugsunina um, að það var föstudagur. ann og Súsanna höfðu hitzt á hverjum ostudegi síðastliðið hálft ár, en hann akkaði alls ekki til þess að sjá hana í dag, P° að hann hefði hennar vegna afþakkað feimboð um helgina frá frænda sínum og ®nku, sem bjuggu í yndislegu einbýlis- hsi í Biarritz. til vill var það ekki svo mjög hið ’>yndislega“ einbýlishús, sem honum fannst £ aðandi, heldur yndisleg frænka hans, olette, sem hann fengi tækifæri til þess I Vera með. Hún var hrifandi fögur, tæp- j6ga ára, og þar við bættist ekki óveru- § atriði, að hún átti stóran heiman- mund í vændum. g. ,ann ætti að slíta öllu sambandi við usönrm^ en hvernig átti hann að koma Urn að því? Hlekkirnir urðu þungbær- 1 tpeð hverjum deginum, og hann átti oe ^ hættu, að Georges, bezti vinur hans S unnusti Súsönnu, kæmist að einhverju • °g þá kæmist hann í laglega JPu! Þau hittust alltaf hjá Súsönnu, sem arði snotra, litla íbúð. tv US^° hafði forðazt eftir megni síðustu tiIf vikurnar að vera með Georges; sóma- ej !nning hans komst í uppnám við hans 4* fhraunir til þess að taka frá vini sín- v % stúlkuna, sem hann elskaði. Georges skal *^a fuiiur trúnaðartrausts. Það tilt"i sa^t, að þessar tilfinningar voru Just U^e®a nýtilkomnar. I fyrstu, þegar Va e Var yfir sig ástfanginn af Súsönnu, hann þeirra ekki var. hj2lMlLlSBLAÐIÐ Þegar Juste kom síðast þennan dag, hafði Súsanna þegar beðið hálftíma. „Jæja, kemurðu loksins? Það er ekki beinlínis kurteisislegt að láta mig bíða svona lengi. Ef þú hefðir komið aðeins tíu mínútum seinna, hefðir þú alls ekki hitt mig.“ Þar sem hann svaraði engu, hélt hún áfram og bar fram margar ávítur, svo sem þær, að hann tæki alls ekki eftir nýja kjóln- um, sem hún klæddist nú í fyrsta skipti, aðeins hans vegna. Hann liti yfirleitt ekki á hana lengur, ef til vill væri það vegna þess, að hann kærði sig ekki lengur um hana? I fyrstu hefði hann tekið eftir hverju smáatriði í sambandi við klæðnað hennar. Hann hafði gengið út að glugganum og starað niður á götuna, á meðan reiðin ólg- aði hægt en örugglega upp í honum. Nú skyldi þessu vera lokið! Þetta skyldi verða síðasta stefnumótið, það allra síðasta, hversu mjög sem hún gréti og kveinaði, hugsaði Juste og leið alls ekki vel inn- anbrjósts. Það leiðinlega var, að Súsanna tók öllu allt of þunglega, með allt of mik- illi alvöru. Þetta var bara daður frá hans hálfu, en það var auðsjáanlega fullkomin alvara frá hennar hálfu. Æ, þessar stelpur voru líka svo leiðinlegar! Og upphátt spurði hann reiðilega, hvort Súsanna héldi, að ástin væri eilíf, aðeins vegna þess að nokkur sjúklega viðkvæm skáld hefðu skrifað, að svo væri. Hann við- urkenndi, að það væri rétt hjá henni, að ástandið væri orðið óþolandi. Það var gott, að hún hafði ekki slitið trúlofuninni við Georges, eins og hún hafði hótað marg- oft. Já, hún væri ekki í vanda stödd, hún hefði Georges, hann væri ágætur náungi og mundi gefa henni indælt heimili, en sjálfur, Juste, stæði alveg einn. Hann gæti reyndar líka hugsað sér að eignast konu og heimili. En hann vildi ekki lengur taka þátt í því að blekkja Georges, sem væri bezti vinur hans og sem sagt ágætur náungi. Juste sagði þetta allt án þess að snúa sér við, en hann fylgdist með svipbrigðum Súsönnu í spegli, sem hékk rétt við hliðina á glugganum. ,,Já, þú hefur rétt fyrir þér í því, sem 97

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.