Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.05.1965, Blaðsíða 10

Heimilisblaðið - 01.05.1965, Blaðsíða 10
þú segir um Georges, hann hefði að minnsta kosti slitið sambandi við mig á þokkalegri hátt. Oh, þú mótmælir ekki einu sinni! Gott, þá skrifum við í dag síðustu blað- síðuna í litlu ástarsögunni okkar,“ sagði Súsanna föl af geðshræringu. Hún stóð þegjandi andartak og beið þess, að Juste svaraði, en þar sem þess sáust engin merki, þurrkaði hún tárin, sem runnu niður kinn- ar hennar með litlum knipplingavasaklút og hélt hægt áfram: „Heyrðu nú, Juste, ég álasa þér ekki neitt. Við skulum vera ásátt um, að þetta sé síðasta stefnumótið okkar, en við skul- um þá gleyma bitru orðunum, sem við höfum sagt hvort við annað. Og við skul- um einnig reyna að gleyma því, að við ætl- um að skilja eftir klukkustund og hittast svo síðar eins og tvær ókunnugar mann- eskjur. ... ef til vill jafnvel sem óvinir. Við skulum reyna að gera síðasta daginn að fagui’ri minningu.“ Juste sneri sér við, ánægður yfir óvæntri skynsemi hennar, og hann kyssti hana blíð- lega, í hrifningu sinni yfir því að sleppa svona auðveldlega. Einmitt í þeirri andrá var dyrabjöllunni hringt. Þau stóðu grafkyrr og biðu eftir því, að sá, sem hringdi, færi burt. I stað þess var hringt af meiri krafti, og þar sem hvorki Juste né Súsanna brugðust við, var barið ofsalega á dyrnar. Juste ákvað hikandi að fara fram í for- stofuna. Hann spurði gegnum lokaðar dyrn- ar, hver það væri. Djúp og byrst rödd svaraði: „Það er götulögreglan. Opnið í nafni laganna!“ 1 nafni laganna, hugsaði Juste. Hver skollinn! Hvað gat verið að? Flafði þessi heimska stelpa gert eitthvað rangt? Þar sem hann hikaði, var lamið á hurð- ina og ógnandi röddin hrópaði: „Opnið, og gerið það fljótt. Ef ekki, verður hurðin sprengd upp.“ Það dugði. Dyrnar opnuðust, og þrír menn ruddust inn með því að hrinda upp hurðinni, sem stóð í hálfa gátt, svo að Juste, sem stóð og hélt við hana, hrökkl- aðist aftur á bak. Áður en Juste gat almennilega áttað sig, sá hann Georges ryðjast með skammbyssu 98 í hendinni, inn í stofuna, þar sem Súsanna reyndi árangurslaust að fela sig. Föru- nautar hans tveir fylgdu á eftir honum. „Var þetta ekki vel til fundið?“ sagði Georges og hló beiskjulega. „Skipunin: / nafni laganna! opnar allar dyr.“ „Þetta er óskammfeilni,“ stamaði Juste, „ég skil ekki, að maður með einhverja sómatilfinningu. .. . “ „......skuli renna augum til unnustu bezta vinar síns,“ lauk Georges við setn- inguna. „Af hverju ert þú annars að kvarta? Ég dreg mig í hlé í góðri röð og reglu og læt þér Súsönnu eftir, því að mér skilst, að henni þyki í raun og veru vænt um þig. Annars hefði hún aldrei gert þetta. Þú ættir heldur að þakka mér en að standa þarna og vera eins og auli á svipinn. Nú, þú ert ef til vill hræddur við skammbyss- una, láttu huggast, vinur minn, hún er ekki hlaðin. Þú getur verið alveg rólegur og gefið gleði þinni lausan tauminn. Mér hefur lengi verið þetta ljóst, og ég lét Súsönnu af hendi við þig, en ég ætla að ráðleggja þér að vera góður við hana.“ Georges og förunautar hans hurfu a brott og mæltu um leið all-hæðnisleg kveðjuorð. „Þetta var hræðilegt, Juste!“ sagði Súsanna, þegar þeir voru farnir. „Veslings Georges, mér þykir svo leitt hans vegna. og samt, kæri, kæri Juste, nú gætum vjð aftur horfzt í augu við hann. Ó, Juste, eg er svo hamingjusöm, af því að nú get eg tekið þátt í því að stofna það heimili, sem þú þráðir svo mjög.“ Vesalings Juste! Hann gerði sér ljóst, að það var ókleift að slíta sambandinu við Súsönnu núna. . . . hann þorði það ekM heldur vegna Georges. Hann tók Þv' Súsönnu aftur í faðm sinn, en augnai’aö hans var fjarrænt eins og hjá manni, sem sér fagran draum verða að engu. Hann strauk blíðlega um ljóshærða hói' uðið, sem lá við öxl hans, en augnai’á hans varð aftur hörkulegt og vökult, ÞeS' ar hann hugsaði um Georges.... Baim að hann vissi, hvort þetta veglyndisbrag af hálfu vinar hans væri fórn eða. • • • hefnd. heimilisblaði5

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.