Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.05.1965, Blaðsíða 11

Heimilisblaðið - 01.05.1965, Blaðsíða 11
Þcið var skrýtilegt, sem ég sá, suður í fjörðum hérna’ um daginn, snemma morguns, eg sat við sœinn; glaður læJcur í grænni lá; hann hafði klofið klett í sundur, og keppzt svo við, að aldrei blundur hefur uppruna heimsins frá honum sigið á Ijósa brá. Það var fyrst undir þessum klett, þegar hann kom frá bröttum tindi, ha.nn heyrði það mesta hjartans yndi, eins og hlátur, og skvett á skevtt, og söng og þyt og gleði’ og ga.man, svo glaðlega þar var leikið saman, hoppoð og kysst og hvíslazt á, hlaupið og dansað til og frá. Þetta voru þá öldur ált, sem ekkert vissu’ af lœkjum neinum, léku sér þar og stukku’ á steinum, °9 þótti gaman þá grjótið valt; Þarna langaði lækinn unga lœðast i gegnum, þar var sprunga, on kletturinn undir, harður, hár, °g hann svo lítill og kraftasmár. oóáuin Svo þarf nú ekki sagan þér að segja, hvað það var lcingvinn glíma, en á honum vann hann einhvern tima, varð nú að foss, og flýtti sér að féla sig þar i fjörugrjóti, fór svo þegjandi o’n á móti; svona komst hann um siðir nær, þœr sáu’hann um leið, hann kyssti þær. öldurnar stukku út á sjó, allar reiðar við litla fossinn, allar kafrjóðar eftir kossinn; eins og kvöldroða á þær sló; en lœkurinn tók að kveða’ um kossinn, þœr kölluðu í land, og spurðu fossinn: „Hvað heitir þú?“ „Eg heiti foss“. „Hvað vildir þú?“ „Að fá mér koss“. „Koss, sögðu þær og kipptust við!“ kom þá strax fjöruborð á sæinn en þegar litið leið á daginn höfðu öldurnar engan frið: fjörugt lagið og fögur hljóðin, fossinn hvitur og ástarljóðin, og þessi koss, sem hann kyssti þær, kom þeim til þess, að lœðast nær. Sú hefur orðið sœttin á, þær séu hjá honum öllum dögum að skiptast á kvæðum, kossum, sögum, og láta’ ekki koma blund á brá. Hann væri sœll, er svona gæti til sinna gengið kvikum fæti, og létt sér þar hverja lífsins þraut, sem lækur fálli’ % unnar skaut. Páll Ólafsson. H E1M I LI s B L A Ð IÐ 99

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.