Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.05.1965, Blaðsíða 14

Heimilisblaðið - 01.05.1965, Blaðsíða 14
XV. RINNA KEMUR Á VETTVANG Huyn skipstjóri hugleiddi lítið, hvort heyrast myndi heim í kofann, ef hann setti flugvélina í gang, um leið og hann lagði af stað yfir á eyju Martins Groves. En brátt komst hann að raun um, að hann var ekki sá eini sem var á flugi á þessum slóðum þennan bjarta dag. önnur tveggja sæta vél flaug í sömu átt og hann sjálfur. Hann vissi, hver átti þessa vél, og hann veifaði í kveðjuskyni. En kveðju hans var ekki svarað, og af því dró hann þá álykt- un, að franski flugmaðurinn, sem áður var bílstjóri hins ríka plantekrueiganda, er átti flugvélina, væri með einhvern farþega í vélinni í þetta skipti. Tæpum tíu mínútum síðar sá hann hvar vélin lenti á iöngu strandræmunni þar sem hann og Martin voru vanir að spretta úr spori á morgnana á gæðingum sínum. Sjálfur lenti hann skammt frá og ók upp að hinni vélinni. Hann sá unga stúlku ganga inn í garð Martins og í áttina að húsinu. „Þessi stúlka kom með Bombay-skipinu í gær, herra,“ mælti flugmaðurinn. „Vitið þér, hvort herra Grove er heima?“ „Það er einmitt það, sem stúlkan er að athuga. Hún fékk vélina okkar lánaða, af því að það var eina vélin, sem var fáan- leg. Þetta er mjög falleg ung stúlka.“ „Einmitt,“ sagði Jan Huyn hugsi og gekk á eftir stúlkunni inn í garðinn. Hann kom að henni í evrópska hlutan- um, þar sem hún stóð og svipaðist um. „Góðan dag,“ sagði hann. Hún var björt og þrýstin, en hafði stingandi augnaráð. Honum fannst hún mjög fögur. Hún leit á hann bláum augum sínum. „Góðan dag,“ svaraði Rinna í spurnar- tón. Hann sagði: „Ég er nágranni Martins Groves." „Og ég er kunningi hans, sem er komin í heimsókn frá Evrópu.“ „Ég býst ekki við, að hann sé heima þessa stundina. Hann er víst yfir frá í syk- urverksmiðjunni sinni,“ sagði Jan Huyn. „En ég skal gæta að því.“ 102 „Ég kem inn með yður.“ „En ef hann er nú ekki heima?“ „Já, ef hann er ekki heima —?“ „Ég gæti tekið einn bílinn hans og sótt hann yfir í sykurverksmiðjuna,“ sagði Jan Huyn. „Ég kem þá með,“ sagði Rinna Gard. „Mín væri ánægjan.“ Sava kom nú út til þeirra. „Já, herra. Já> madame. Herra Grove verður að heiman 1 allan dag, en hann hefur samt nýlega sím- að og tílkynnt, að hann komi heim í kvöld- mat.“! „Fyrirtak,“ sagði Jan Huyn. „Eigum við að ganga inn fyrir, ungfrú?“ „Nafn mitt er Gard.“ „Sælar, ungfrú Gard. Sava verður svo væn að skenkja okkur glas af sínum ágæta púns, sem hægt er að drekka um miðjan daginn án þess að hafa verra af í þessu loftslagi. Nafn mitt er Jan Huyn.“ Þau gengu inn í stóru stofuna, þar sera tjöldin voru dregin fyrir gluggana drógu úr blindandi sólarbirtunni. „Er fi’u Grove heima?“ spurði Rinna hvasst. „Nei, madame." Sava fór út. „Ég flaug með frú Grove yfir til megin' landsins núna i morgun,“ bætti Jan Huyn við svar Sava. Það var furðulegt, hversu stirður svipm kom á hina ungu stúlku við þessar upplýs' ingar. Það mátti jafnvel sjá hana spei’rn eyrun. En áður en henni gæfist tóm til a segja nokkuð, var bíl ekið að húsinu, Mai' tin Grove stökk út úr honum og kallað1- „Halló, Sava!“ Hann var enn ekki búinn að sjá gestina tvo í stofunni. Húsþjónninn kom hlaup' andi. „Er konan mín heima?“ „Nei, herra, frúin. .. .“ _ Jan Huyn spratt á fætur. „Ég flaug me konuna yðar til Hobbs. Hún er stödd Þal nú sem stendur." „Hva —, eruð þér hér, Huyn! Og ég hélt hún ætlaði að eyða deginum í garðinum sínum.“ HEIMILISBLAP10

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.