Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.05.1965, Blaðsíða 17

Heimilisblaðið - 01.05.1965, Blaðsíða 17
fera fram á smávegis upphæð til viðbótar. Það er svo ágætt að vita, hvert maður get- hr snúið sér.“ Richard Kampe sagði: „Það var einhver auðug ungfrú samskipa á leiðinni. Hún bjó 1 einkaíbúð á efsta þilfari og hét ungfrú Canberra.Hún lét aldrei sjá sig. Mig langaði sannarlega til að komast í kynni við hana, bví ég býst við, að það myndi borga sig, en kvenpersónan lokaði sig inni eins og ^unkur — eða öllu heldur nunna. Ef hún hefði ekki gert það, hefði ég kannski aldrei farið lengra en til Bombay — maður veit hað aldrei. En, eins og þér sjáið, Tía, þá Var ég nauðbeygður. Æjá, það er margt hularfullt undir sólinni, það má nú segja. Rn það var þetta með peningana, Tía. Við arum nú búin að rabba nóg — og nú er ^zt að heyra, hversu mikið þér getið lagt R'am við fyrstu útborgun; við getum svo ahtaf talazt við síðar. Ævin er löng.“ Rinna þokaði sér til um eitt skref, og Jan Huyn lagði höndina á öxl hennar til að hefta för hennar, en leit um leið á Mar- ^n- „Farið inn fyrir,“ sagði hann og kink- a®i kolli til stofudyranna um leið og hann retti Martin aðra svipuna. „Þér verðið hyrrar hér,“ hvíslaði hann að Rinnu. „Við Sendum frú Grove út til yðar.“ »Nei,“ svaraði Rinna. „Ég vil verða rneð.“ Og hún gekk inn í stofuna í fylgd ^annanna tveggja. t>au þrjú, sem inni voru, störðu stein- negjandi á þau. Andartak ríkti alger þögn. »Farðu út fyrir, Tía,“ sagði Martin jhynduglega, og hún flýtti sér út eins og hn aetti frelsi að fagna, hljóp burt frá asinu, en hrasaði um koll í illgresið með ar>dlit fólgið í höndum sér. Rinna var kyrr þar sem hún var komin. °'eg og köld stóð hún uppi við veginn ng sá mennina fjóra kútveltast í stofunni. nrjáleg húsgögnin veltust um koll og r°tnuðu i spón, en Róbert og Richard ampe fengu verri útreið að leikslokum an nokkur kvenmaður hafði áður orðið ^tJii að. Rinna var hins vegar vitni að þessu öllu, § hún sneri sér ekki undan. 1 jvr I LI s B L A Ð I Ð Hún sá hvernig þunnur klæðnaður þeirra flagnaði utan af þeim undan svipuhöggun- um, hún heyrði óp þeirra og formælingar, hún sá þá að lokum liggjandi vælandi og grátandi og biðjast vægðar. Og svipur hennar breyttist ekki vitundarögn. „Jæja, við skulum hætta, Grove!“ hróp- aði Jan Huyn að lokum. Martin þerraði blóðið af svipunni sinni og minntist þess allt í einu, að kvenmaður var viðstaddur. Rinna steig fram undan veggnum, hin rólegasta, enda þótt henni væri óglatt af viðbjóði. Hún snerti við Richard Kampe með tábroddinum á skónum sínum. „Ég hef engan áhuga á þessu,“ sagði hún. „En við Róbert förum aftur í fyrramálið til Durban með sama skipi. Þess vegna kom ég hingað. Og þá er það búið og gert.“ Hún snerti á sama hátt við Róbert og sagði: „Stattu upp!“ Hann leit upp á hana varfærnislega og tautaði: „Hve — hver er þetta?“ „Ungfrú Canberra," svaraði Rinna þurr- lega. „Er það nokkuð, sem ég get gert fyrir þig, Rinna?“ spurði Martin. „Nei, þú ert þegar búinn að því, og fyrir það er ég þér þakklát," svaraði hún. „Jæja, vertu þá sæl,“ sagði hann. „Vertu sæll,“ sagði hún. „Verið þér sælar,“ sagði Jan Huyn og hneigði sig fyrir henni. Þau gengu út í blindandi sólskinið, út úr rökkri hússins. „Hún — hún elskar hann,“ tautaði Jan Huyn við Martin. „Það hefur hún víst alltaf gert.“ „Hann má hrósa happi,“ sagði Jan Hu- yn. „En ekki verður það víst neinn dans á rósum fyrir hann. Þetta er hörkukven- maður.“ Tía lá með hendurnar fyrir augum á ill- gresisbreiðunni. „Jæja, Grove?“ sagði Jan Huyn. Martin kinkaði kolli. „Þér hafið gert mér mikinn greiða í dag,“ sagði hann, „Ég bíð hjá flugvélinni," sagði Jan Hu- 105

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.