Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.05.1965, Blaðsíða 20

Heimilisblaðið - 01.05.1965, Blaðsíða 20
fjórum árum — það vitið þið áreiðanlega mjög vel — ollu þær fréttir miklu uppnámi hjá okkur, að bókhaldarinn í sykurverk- smiðjunni, herra Stecl, væri ungur og ókvæntur!“ „Og herra Stecl kom oft í sama veit- ingahús og þú,“ sagði frú St’astna í ásök- unarrómi, ,,og þú hafðir ekkert meir áríð- andi að gera en að taka hann einu sinni með til miðdegisverðar um hvítasunnuna!“ ,,Þú varst stöðugt að argast í mér“, sagði herra St’astný dapur, „og segja, að stúlkan væri komin á giftingaraldur, herra Stecl væri gott mannsefni, við yrðum að halda honum fyrir okkur og annað þvað- ur. Og hvað gerir herra Stecl? Hann etur og drekkur sig saddan og fer svo ánægður heim til þess að hvíla búk sinn. Þá hef ég ekki annars úrkosti en að binda sjálfur endi á málið. Hann verður nú að bera fram bónorðið! Það yrði hlegið, ef hann vildi það ekki!“ „Ef hann vildi það ekki, ef hann vildi það ekki,“ hermdi kona hans eftir hon- um, „hvers vegna segir þú ekki heldur, að hann verði að vilja það?!“ „Látið mig í friði!“ sagði herra St’astný æstur. „Næst þegar hann kemur til okkar, skal ég taka hann til bæna. Ég fer í svo- litla gönguferð með honum; loks er ég orðinn góður ræðumaður. .. .“ Stöðvarstjórafrúin hló fyrirlitlega við orðin „góður ræðumaður". Stöðvarstjórinn fór í gönguferð um borgina með herra Stecl fyrir miðdegis- verðinn á sunnudeginum. Herra St’astný beið aðeins eftir tæki- færi til þess að benda fórnardýri sínu á kosti hjúskapar. Allt í einu óku brúðhjón fram hjá í vagni, og brúðkaupsgestirnir komu á eftir í öðrum vögnum. Þá þreif stöðvarstjórinn í ermi bókhald- arans í sykurverksmiðjunni og sagði: „Sjáið þér bara, allir hafa hugsað: Hann Hradecky tekur alls ekki hana Emmu“, sagði hann og benti á brúðgumann í vagn- inum, „og samt sem áður hefur hann alltaf farið til Zemans-f jölskyldunnar í miðdegis- mat, vitið þér það ? Allur bærinn hefur tal- að um það. Almenningur sagði, að hann 108 Hradecky færi bara vegna miðdegismatar- ins góða, en nú hefur fólkinu skjátlazt! Já, já, sá sem er manndómsmaður veit, hvað hann á að gera. Hann leiðir svona mál til lykta á heiðarlegan hátt. Er það þá annars ekki gott að vera kvæntur? Þér sjáið það þó á mér, hve hamingjusömu lífi ég lifí indælu og ánægjulegu. Ég fæ góðan mat: fatnaður og þvottur er alltaf í lagi; ég þarf ekki annað en hósta, þá stendur teið strax tilbúið; og ef ég fæ kuldahroll, hitar konan mín strax múrstein handa mér í rúmið, skal ég segja yður, fyrir fæturna! Um- önnun og ástaatlot — allt þetta fær mað- ur, ef maður kvænist. Ef ég má ráðleggja yður: Þér skuluð kvænast, herra Setcl, þér munuð sjá, að þér verðið ekki fyi''1’ vonbrigðum! Treystið bara hjónabandinu. Það er ekkert líf að standa svona aleinn eins og girðingarstaur. . . . Það er ekki gott, að maðurinn sé einn. . . . Ókvæntm’ maður — það er svo, hvernig á ég að koma orðum að því, nú alveg eins og girðingai’- staur. ... Ég segi yður meira í vínveit- ingastofunni. Þér eruð gestur minn. . ■ • I vínveitingastofunni tróð stöðvarstjoý' inn tveim fjórðungum af víni, hvorum a eftir öðrum, upp á starfsmann sykurverk- smiðjunnar og hélt á meðan áfram að veg- sama hjónabandið: „Svona fíngerð vera, svona ung kona — gerir manni aðeins glatt í geði! Já, já, það er vissulega eins og e^ segi: Yndisleg vera! Ef hún rennir til yðal ástaraugum.... félagi, þá skuluð Þel kvænast! Lofið mér, að þér skulið kv*11' ast! Hæ, vinur, réttið mér hönd yðar ÞV1 til staðfestingar, að þér skulið kvænas bráðlega; ég get blátt áfram ekki hoi’í lengur á yður ókvæntan!“ „Herra St’astný, ég lofa yður þá, að e£ skuli kvænast. Hér er hönd mín því 11 staðfestingar!" „Að þér ætlið að kvænast bráðlega? „Já, herra St’astný, eins fljótt og unn er u * •* Karlmennirnir réttu hvor öðrum hon ina, og herra Stecl furðaði sig á, hvel^ vegna stöðvarstjórinn þrýsti hönd hans s fast. Skömmu síðar fór herra St’astný ham HEIMILISBL

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.