Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.05.1965, Blaðsíða 24

Heimilisblaðið - 01.05.1965, Blaðsíða 24
AF HEILUM HUG Eftir JENNYFER GRAYSON I. SÖGUUPPHAF Norman læknir brosti til dóttur sinnar á sama hógláta hátt og gert hafði hann hvað vinsælastan meðal sjúklinga hans. „Ég er anzi hræddur um, að við séum að verða um of tepruleg, Margie, svo ég held það sé bezt við tölum um eitthvað annað.“ „Jæja, pabbi, en ég mun áreiðanlega sakna þín geysimikið," svaraði hún óbug- uð. „Þetta er í fyrsta skipti sem ég fer að heiman, síðan.... “ „Síðan móðir þín lézt, já,“ botnaði hann setninguna fyrir hana. Næstum því mót vilja sínum varð honum litið upp á stóra málverkið, sem hékk yfir skrifborðinu hans. Það var mynd af Ruth, móðir Mar- giear, eins og hún hafði litið út fyrir tutt- ugu árum. Sama blásvarta liðaða hárið og Margie hafði, sama hnarreista stellingin, sami fagri munnurinn og sömu stóru blá- gráu augun. Bæði mynd hinnar látnu og unga stúlkan sem stóð fyrir neðan hana báru með sér svip hinnar linnulausu eftir- væntingar, rétt eins og þeim kæmi lífið fyrir sjónir sem áhyggjulaus för um undur- fagurt landslag þar sem ný og skemmtileg atvik biðu manns við sérhvert leiti. Norman læknir stundi. „Dan hlýtur að koma á hverri stundu og sækja þig,“ sagði hann. Hún kinkaði kolli. „Já, það er tæp klukkustund þangað til lestin leggur af stað.“ „Einnig hann mun sakna þín.“ Norman læknir brosti, en bætti síðan við alvarlegur í bragði: „Næstum því eins mikið og ég.“ Fyrirvaralaust tók Margie tilhlaup og féll á hnén við fætur hans. „Þú veizt vel, að ég myndi aldrei hafa tekið boði Kitten, ef þú hefðir ekki hvatt mig til þess, pabbi.“ „Þú hefur ekki annað en gott af því að komast út á meðal ókunnugs fólks í stutt- tíma,“ sagði hann án viðkvæmni. „Auk þess er svo allur útbúnaðurinn, sem Þu hefðir ella þurft að kaupa.“ Hún lagði vangann að knjám hans. ,A pabbi,“ sagði hún eftir stutta þögn. má næstum ekki hugsa til þess, hve ein- manalegt það verður fyrir þig, þegar ég el farin — ég á við, þegar ég verð farin fy1’11 fullt og allt.“ „Kjánaskapur‘“ svaraði hann. „Ég held miklu fremur, að ég muni njóta þess verða minn eiginn herra.“ Hann brosti, en honum var þungt um hjartað er hann sagð1 þetta. Eftir stutta stund yrði þarna englU Margie lengur, engin Margie sem taeki a móti honum, þegar hann kæmi heim; en^' in sem sæti lengur handan við borðið og hlustaði á það sem hann hefði frá að segía úr starfi sínu yfir daginn; engin seUI stríddi honum eða hlægi að honum og ger . lífið létt fyrir hann með áhyggjulaus11 æsku sinni. Margie sagði blíðlega: „Þú ert sannkaÞ aður skrökkarl. Þú veizt ofur vel, uð P munt sakna min. Og ég þín. Enginn h>a ur gæti fengið mig til að fara frá Þel’ nema hann Dan. Þú kannt vel við Éan. er það ekki, pabbi? Hvílik kjánaspuru111 annars — auðvitað kanntu vel við DaU> það gera allir.“ „Já, ég kann ágætlega við hann. Ha er áreiðanlega bezti piltur,“ svaraði ha> eilítið hikandi. . * „En þú ert ekkert mikið gefinn fyi’11 viðurkenna það,“ sagði hún og hló V1 HEIMILISELAP1 112

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.