Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.05.1965, Blaðsíða 28

Heimilisblaðið - 01.05.1965, Blaðsíða 28
skilning er að ræða, er það bezta sem ég get gert að fara rakleitt heim til þeirra.“ Það var sömuleiðis ískalt í bílnum, sem véltist með hana um endalausar götur Lundúnaborgar. Hún reyndi hvað hún gat til þess að fá áhuga á því götulífi, sem hún sá hvarvetna umhverfis, en óttinn vildi ekki yfirgefa hana, heldur jókst jafnt og þétt því nær sem hún komst heimili Clives og Kittenar. Tilgangslaus ótti, sem settist að hjarta hennar, ískaldur eins og vetrar- veðrið úti fyrir. Bíliinn nam staðar fyrir utan stóra sam- byggingu í Karls Court, þar sem þau Clive og Kitten bjuggu. Dyravörður kom og tók við töskunum hennar. „Ég er komin til að heimsækja hr. og frú Roland,“ sagði hún við hann. „Þau áttu reyndar að taka á móti mér á braut- arstöðinni, en einhverra hluta vegna voru þau þar ekki. Ekki vænti ég þér vitið, hvort þau muni vera heima?“ Maðurinn lagði töskurnar frá sér aftur og klóraði sér í kollinum. „Ég sá hana fara út einhvern tíma í morgun/' svaraði maðurinn. „En hann hef ég ekki séð í allan dag.“ „Hvað í ósköpunum á ég að gera?“ spurði Margie vonsvikin. „Eg gæti auðvitað hleypt yður þangað inn með neyðarlykli,“ sagði hann eftir nokkra umhugsun. „Það er að vísu á móti reglunum, en úr því þér eigið á annað borð að búa hjá þeim, getur það varla gert mikið til. — Þau fara varla að reiðast út af því, haldið þér það?“ „Nei, áreiðanlega ekki!“ svaraði hún. „Það virðist svo sem enginn sé heima,“ sagði maðurinn, þegar þau voru k'omin upp. „En nú skal ég hleypa yður inn.“ „Þakka yður fjarska vel fyrir,“ sagði hún. Húsvörðurinn fór leiðar sinnar, en Margie gekk inn í dagstofuna eins og ekk- ert væri og kveikti ljós. Hún varð mjög miður sín við að sjá, hvílík óreiða var þar á öllum hlutum. Eldurinn var dauður á arninum og hafði ekki verið endurlífgaður. Ef þau hefðu búizt við henni, hefðu þau ekki farið að heiman án þess að setja allt í sæmilegt stand áður. Húsvörðurinn hafði líka sagt, að Kitten hefði farið að heiman strax fyrir hádegi. Sem sagt, þau gátu ekki hafa búizt við henni — og þó. Uppi við silfurvasa á arinhillunni stóð bréfið, sem hún sjálf hafði skrifað til þess að boða komu sína. Hún leit frá einum dyrunum til annarra af þeim tveim, sem þarna voru, og velti því fyrir sér til hvorrar handar henni vseri ætlað að búa. Hún opnaði aðrar þeirra og kveikti ljós. Óðara en hún sá inn í her- bergið greip hún andann á lofti og stóð grafkyrr sem steini lostin. Þarna inni var allt á ringulreið. Skúffur og skápar stóð opið, bréfarusl og fatnaður var út um allt> en stólar höfðu velzt um koll og glermunir brotnað. Þetta var þó ekki neitt í saman- burði við það, sem fyrir henni varð, er hún renndi augum í áttina að rúminu. Þar lá Clive, að því er virtist í djúpum svefni. Hár hans var í óreiðu og andliti® náfölt. Hann var ífærður náttbuxur og innislopp. Ótti sá, sem hafði gripið hana á brautarpallinum, settist nú að henni á ny í auknum mæli. Hún hljóp að rúminm snerti við öxlum hans og hristi hann dug- lega, eins fast og hún gat. ít „Clive!“ hrópaði hún. „Clive — Clive! Á borði við rúmstokkinn stóð viský' flaska við hliðina á hálftæmdu glasi me hvítum töflum, sem litu út eins og asperm- Hún hristi hann aftur og kallaði nafn hans- Að lokum bærði hann höfuðið og umla 1 eitthvað. Hún sleppti ekki tökum sínuu1 fyrr en hann var risinn upp við dogg búinn að opna augun. Augnaráðið sem mætti henni var tjáningarlaust með öl > rétt eins og hann gerði sér enga grein fy11 því, hver hún var. .. „Hvar er Kitten?“ umlaði hann, en 0® ^ óðara við: „Eins og þú vitir það ekki, a hún er stokkin burtu.“ . ? „Um hvað ertu eiginlega að tala, Clive- Ó, Clive, elsku vinur, hvað er að?“ j Hún strauk hendinni rólega um en hans, og þegar hún fann hversu óeðlueg heitt honum var, sótti hún glas af va og rétti honum. . g „Þú ert veikur,“ sagði hún. „Ég ^1 a hringja á lækni.“ - - » p I u 116 HEIMILISBLA

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.