Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.05.1965, Blaðsíða 36

Heimilisblaðið - 01.05.1965, Blaðsíða 36
enar á því, sem skeð hafði. „Hún er farin frá Clive.“ „Eigið þér við — fyrir fullt og allt?“ Hún kinkaði kolli. — „Hún fluttist inn á hótel í gær.“ Hann blístraði. „Þetta er fróðlegt að heyra, verð ég að segja. Ég hafði ekki minnstu hugmynd um, að annað eins væri í bígerð.“ „Ekki það?“ sagði hún snöggt. „Ég hefði þó haldið, að þér vissuð það öðrum frem- ur.“ „Þér eigið þó ekki við, að það sé mér að kenna?“ „Ég veit ekki, hvort það er yður að kenna,“ svaraði hún stutt í spuna, „en þér hafið ærið oft farið út með henni að und- anförnu, er ekki svo?“ „Jú, það hef ég gert!“ viðurkenndi hann. „En ef hver einasta ung kona, sem ég hef boðið út, ætti að hlaupa frá eiginmannin- um, myndi það fyrr eða síðar leiða til þjóðar-voða!“ „Hvemig getið þér fengið yður til að taka þessu eins og gríni!“ sagði hún æf af gremju. Hann varð samstundis alvar- legur á svip. „Afsakið," sagði hann. „En ég fullvissa yður um, að ég hafði enga hugmynd um þetta. Það er líklega eðli mitt að slá upp á grín, ef ég heyri alvarleg tíðindi." Hann greip hattinn, sem hann hafði lagt frá sér á smáborð, og tók að ganga í átt til dyra. „Mér skilst, að ég hafi komið á alveg sérlega óheppilegum tíma. En ef það er nokkuð, sem ég get gert, þá. . . . “ Hún sneri sér frá honum. „Það er ekk- ert, sem þér getið gert.“ Hún var að gráti komin. Allt það, sem gerzt hafði þennan morgun, var of mikið fyrir hana. IV. ÉGER SVO HRÆDD. . . . Alek stanzaði skamma stund í dyrun- um, kom síðan alveg að henni, lagði hönd- ina á handlegg henni og sagði blíðri, lágri röddu: „Ef það er eitthvað, sem ég get gert fyr' ir yður, þá látið mig vita, viljið þér gera það? Ég sé, að þér eruð mjög hnuggin’ og ég skil það vel. Mér þykir leitt, að eg skyldi ana hingað inn á þennan hátt sem ég gerði. Verið þér sælar.“ „Sælir,“ svaraði hún, en hún leit ekki a hann. Hún varð að bita sig í vörina til ÞesS að falla ekki í grát. Hún heyrði útidyi’a' hurðina skella í lás, og um leið streymd11 tárin niður kinnar hennar. Hún gat ekki haldið aftur af þeim lengur, heldur ga| þeim lausan taum. Taugar hennar stóðus raunina ekki lengur. Hún kastaði sér á sot* ann og grét upphátt. Clive var ekki ýkja bjartsýnn, þegar hann kom heim. „Maður veit aldrei hvar maður hefu1 þessa lögfræðinga,“ sagði hann afundin11- „Þeir sitja bara eins og múmíur og hlusta á það, sem maður segir, síðan tauta Þeir eitthvað sem alls ekkert kemur málinU við.“ „Áttu þeir sem sagt við það, að Kitten gæti hafið skilnaðarmál?" spurði hún ni urbeygð. „Það lítur helzt út fyrir það. Hinsveg3 álitu þeir, að margt gæti gerzt áður e hún næði svo langt. Kannski gætum fengið einhvern til þess að fá hana ofan því.“ Hann laut fram og tók í hönd henn ar. „Sjáðu til, Margie, þetta er andstyS^ legt allt saman, bæði fyrir mig og þi£- þú mátt ekki missa kjarkinn. Það hlý1 að vera einhver leið til þess að koma vitjn fyrir Kitten. Að sjálfsögðu reyni ég a^.j sem ég get. Hringi til hennar, þangað hún fellst á að tala við mig og hitta m^ Og þú — þú verður strax að hafa ta Dan. Hann getur ekki látið þig inn í mál eins og þetta.“ „Ég er viss um, að hann grípur til e hvers ráðs,“ svaraði hún. „Hann lie mikil áhrif á Kitten.“ eJíl Hún sendi föður sínum skeyti, Þar hún sagði með hvaða lest hún kæmi- an sendi hún Dan annað skeyti. jgU Það voru ekki margir farþegar sem s ,^n út úr lestinni í Sturton. Hún sá föður ^ hraða sér út eftir brautarpallinum t1 ^ taka á móti henni, og hún sá þegar 1 s HEIMILISBLAP 124

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.