Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.05.1965, Blaðsíða 38

Heimilisblaðið - 01.05.1965, Blaðsíða 38
126 Þetta litla rafmagnsáhald er lygamælir. Eins og þið sjáið, er klemmunum komið fyrir á tveim fingrum, og þá sýnir mælirinn, hvort sagt er satt eða ekki. Hinn japanski fram- leiðandi mælir sérstaklega með áhaldinu fyrir unga elsk- endur. <r- Myndin er tekin þegar verið var að hreinsa og lita eft.ir skrúfum hafskipsins „Queen Mary“. Fjórar slikar skrúfur knýja skipið áfram og hver íyrir sig vegur 35 tonn. Þjóðverjinn Albert May í Reck- linghausen hefur gert þessa eftirlíkingu af dómkirkjunni í Köln úr smá plaströrum. -— Stærðarhlutföllin eru 1:100, og 821 klukkustund var hann að smíða eftirlíkinguna. 1 baráttunni við illgresi og bakteríur notar garðyrkju- stjóri Ðiisseldorfborgar í Þýzkalandi 100 stiga heita gufu, sem hann blæs í jarð- veginn og með því drepur hann illgresið og bakteríurn- ar, áður en hann setur niður vorgróðurinn. 1 vor ætlaði Þjóðverjinn Franz Cords frá Hamborg að fara yfir Ermarsund á þessu sjávar- mótorhjóli, sem hann hefur smíðað sjálfur. í samkeppni brezkra skóla- telpna í listdansi varð þessi 11 ára telpna, Susan Philipps, hlutskörpust, og hlaut 5 ára fría kennslu í listdansi (ball- ett). Hún er þarna með verð- launagripi, sem hún hefur unnið i danskeppnum. —^

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.