Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.07.1965, Blaðsíða 3

Heimilisblaðið - 01.07.1965, Blaðsíða 3
^SWí eimi tióbiaoio 54. aigangur Reykjavík júlí - ágúst 1965 7 - 8 tölublað MAÐURINN SEM GEKK I SNÚRU Eftir WILLIAM ELLIS Það er tekin ábyrgð á sannleiksgildi sögunnar. Það er aðeins eitt atriði, sem ég P°ri ekki að segja neitt um með algjöru °fyggi: Vissi hundurinn í raun og veru sjálfur, hvað hann gerði fyrir Charles ^ooper? Flestir þeirra, sem sáu þá báða ^ þetta leyti, álíta eindregið, að hann hafi gengið hvert skref á þessari löngu, erfiðu leið að fullkomlega fyrirhuguðu raði. Og það sama álít ég, sem fylgdist ^eð hundinum og húsbónda hans í því n3er f jögur ár. Duke var talsverður æringi af dober- ^ann-stúfhundi að vera. Hann var á "gelgjuskeiðinu" — fjögurra ára — og v°g að minnsta kosti 23 kíló. En hann var ^Ueg skepna, með dökkbrúnan feld og 3osa gulbrúna bletti á bringu, afturhluta § löppum. Hooper var í fyrstu hálfhik- ^di við að kaupa hann, því að kona hans, ^arcy, var ekki neinn sérstakur hunda- v»iur. Hún var sjálf lítil vexti, ljóshærð °g fíngerð, svo að það var ef til vill ekki £eitt athugavert við það, þó að hún hefði j.fldur viljað fá pomeran-hund. Hann hefði llca hæft betur litla húsinu þeirra með ^ágarðinum. Hooper gat líka séð það ^lfur, að stór og kröftug skepna eins og Uke varð að fá mikla hreyfingu og al- ennilegan leikvöll. Hann gat samt ekki .dið sig frá hundahúsinu, og eftir þrjá j^anuði var honum orðið það Ijóst, að ann varð blátt áfram að eiga þennan glæsilega dobermann-hund, sem ljómaði beinlínis af krafti og lífsgleði. En langur tími leið, áður en Marcy Hooper gat feng- ið sig til þess að sýna skepnunni ánnað en kuldalega kurteisi. Þetta síðastnefnda er mikilvægt fyrir sögu mína, því að í dag gengur Marcy á undan öðrum í því að þakka Duke árang- urinn af baráttu eiginmannsins, sem virt- ist vera vonlaus. Árið 1953 var Hooper hraustur, ungur maður, sem allt lék í lyndi fyrir. Djarf- mannleg og heillandi framkoma mildaði hina miklu metnaðargirni hans. Hann var mjög íþróttamannslegur útlits, hár og kraftalegur, fyrrverandi áhugahnefaleik- ari og ágætur knattspyrnumaður. Hann gaf sig allan við starfi sínu sem héraðs- eftirlitsmaður í söludeild stórrar efnagerð- ar. Framtíðin virtist blasa björt og fögur við Charles Hooper. En þegar hann var að aka heim til sín á haustkvöldi einu í rökkrinu, brunaði annar bíll skyndilega í veg fyrir hann. Hooper var fluttur í sjúkrahúsið. Hann hafði skaddazt á heila, svo að öll vinstri hlið líkamans var lömuð. Einn af samstarfsmönnum Hoopers ók Marcy út til sjúkrahússins. Maður hennar gat hvorki hreyft sig né talað. Hooper var milli heims og helju í heil- an mánuð. Þegar hann hafði legið í sjúkra- húsinu í fimm vikur, komu nokkrir sam-

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.