Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.07.1965, Blaðsíða 4

Heimilisblaðið - 01.07.1965, Blaðsíða 4
starfsmenn hans í heimsókn og sögðu hon- um, að fyrirtækið hefði ákveðið að veita honum árs orlof, og eftir það ætti hann að fá skrifborðsstöðu í aðalskrifstofunni. Um það bil sex vikum eftir slysið var hann látinn sitja í hjólastól. Sjúkraþjálf- ararnir meðhöndluðu á hverjum degi lam- aða handlegginn og fótlegginn á honum, og seinna var honum fyrirskipað að fara í böð, leikfimi og göngugrind. En Hooper tók svo að segja engum framförum. Hann var útskrifaður í marz. Þegar dregið hafði úr gleðinni yfir því að vera kominn heim, varð hann gagntekinn miklu þunglyndi. I sjúkrahúsinu hafði hann ver- ið umkringdur þjáningarbræðrum. En þeg- ar Marcy lokaði nú dyrunum hægt á eftir sér á hverjum morgni til þess að fara til skrifstofunnar, var eins og hlið sjálfs lífs- ins lokuðust fyrir framan hann. Duke var komið fyrir í hundamatvist, og Hooper var alveg einn með eigin hugsanir. Hann lá aðeins mestallan tímann og starði út í loftið. Loks kom Hooper og konu hans saman um að láta Duke koma heim. Hooper heimtaði að fá að taka á móti hundinum standandi, svo að honum var komið á fæt- urna með miklum erfiðismunum. Klær Dukes höfðu lengzt í hinni fjögurra mán- aða innilokun. Þegar hann kom auga á Hooper, nam hann staðar og titraði eins og hann væri hlaðinn að minnsta kosti 5000 volta straumi. Svo rak hann upp fagn- aðarýlfur, tók undir sig stökk með öllum hörðu klónum sínum og þaut í loftinu þessa 4Vs metra eins og 23 kílóa fagnaðareld- flaug. Hann hitti Hooper í bringuna og velti honum um koll. Þeir sem viðstaddir voru, sögðu, að hundurinn hefði þegar í stað áttað sig á, hvernig í öllu lá. Hann stökk aldrei fram- ar upp um Hooper, og frá þessari stundu var fastur staður hans við hliðina á rúmi húsbónda síns allan sólarhringinn. En jafnvel félagsskapur Dukes gat ekki uppörvað Hooper. Marcy grét sig í svefn á hverju kvöldi við tilhugsunina um hinn sterka, vöðvastælta mann, sem varð æ þróttminni og slappari með hverjum degi, og beiskjugrettuna, sem var komin í stað- 136 inn fyrir glaðlega brosið, sem áður hafðí verið. Djúpar hrukkur skárust eins og rák- ir í grárri steinsteypu inn í andlit Hoopers, er hann lá og starði klukkustundum saman upp í loftið, út um gluggann eða niður a Duke. Þegar tvær lifandi\verur stara hvor á aðra allan liðlangan daginn, og önnur get- ur ekki hreyft sig og hin getur ekki tal- að, fer ekki hjá því, að leiðindin verða að lokum yfirþyrmandi. Og dag nokkurn gat Duke ekki þolað þetta lengur. Hann lá samanhnipraður á gólfinu og starði um stund í tómlát augu Hoopers; svo stökk hann allt í einu á fætur og titraði um allan skrokkinn af óþolinmæði. „Vo-off!" „Leggstu niður, Duke!" Duke læddist að rúminu, stakk fram- mjórri snoppunni inn undir olnboga Hoop^ ers og lyfti handlegg hans upp; svo hnipPtx hann og stjakaði og fnæsti. „Hlauptu eina ferð kringum húsið, Duke." En Duke vildi það ekki. Hann lagðis* niður og horfði ásakandi á Hooper. Stundu síðar kom hann aftur alveg að rúminu og gelti og ýtti. Hann vildi ekki fara fra húsbónda sínum, og hann vildi ekki held' ur þegja. Kvöld eitt batt Hooper snúruna þreytu- lega í hálsband Dukes með heiibrigðu hendinni sinni, í von um að fá hundinn með því til þess að vera rólegur. En í staö' inn verkaði það, eins og hann hefði kvei* í „kínverja". Duke setti upp kryppuna a einskærri eftirvæntingu. Hooper &e. sjálfur ekki útskýrt næsta viðbragð sit • Hann bað Marcy um að hjálpa sér til ÞeSS að rísa upp. Duke dansaði af hrifningu, e Hopper streittist við að halda jafnvsegi11^ Hann kom snúrunni með heilbrigðu hen inni fyrir í þeirri vinstri og læsti lömU fingrunum utan um hana. Svo hallaði ha sér fram á við. Marcy hélt um olnbog hans, en hann færði hægri fót áfram, um leið og hann lagði allan líkarnsþung^ sinn á heilbrigða fótinn, þvingaði ha . vinstri fótinn fram á við upp að hhði ^ á þeim hægri. Það mátti vel kalla P skref með góðum vilja. Þegar Duke fann, að skyndilega sla* heimilisblað1

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.