Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.07.1965, Blaðsíða 4

Heimilisblaðið - 01.07.1965, Blaðsíða 4
starfsmenn hans í heimsókn og sögðu hon- um, að fyrirtækið hefði ákveðið að veita honum árs orlof, og eftir það ætti hann að fá skrifborðsstöðu í aðalskrifstofunni. Um það bil sex vikum eftir slysið var hann látinn sitja í hjólastól. Sjúkraþjálf- ararnir meðhöndluðu á hverjum degi lam- aða handlegginn og fótlegginn á honum, og seinna var honum fyrirskipað að fara í böð, leikfimi og göngugrind. En Hooper tók svo að segja engum framförum. Hann var útskrifaður í marz. Þegar dregið hafði úr gleðinni yfir því að vera kominn heim, varð hann gagntekinn miklu þunglyndi. 1 sjúkrahúsinu hafði hann ver- ið umkringdur þjáningarbræðrum. En þeg- ar Marcy lokaði nú dyrunum hægt á eftir sér á hverjum morgni til þess að fara til skrifstofunnar, var eins og hlið sjálfs lífs- ins lokuðust fyrir framan hann. Duke var komið fyrir í hundamatvist, og Hooper var alveg einn með eigin hugsanir. Hann lá aðeins mestallan tímann og starði út í loftið. Loks kom Hooper og konu hans saman um að láta Duke koma heim. Hooper heimtaði að fá að taka á móti hundinum standandi, svo að honum var komið á fæt- urna með miklum erfiðismunum. Klær Dukes höfðu lengzt í hinni fjögurra mán- aða innilokun. Þegar hann kom auga á Hooper, nam hann staðar og titraði eins og hann væri hlaðinn að minnsta kosti 5000 volta straumi. Svo rak hann upp fagn- aðarýlfur, tók undir sig stökk með öllum hörðu klónum sínum og þaut í loftinu þessa 4V2 metra eins og 23 kílóa fagnaðareld- flaug. Hann hitti Hooper í bringuna og velti honum um koil. Þeir sem viðstaddir voru, sögðu, að hundurinn hefði þegar í stað áttað sig á, hvernig í öllu lá. Hann stökk aldrei fram- ar upp um Hooper, og frá þessari stundu var fastur staður hans við hliðina á rúmi húsbónda síns allan sólarhringinn. En jafnvel félagsskapur Dukes gat ekki uppörvað Hooper. Marcy grét sig í svefn á hverju kvöldi við tilhugsunina um hinn sterka, vöðvastælta mann, sem varð æ þróttminni og slappari með hverjum degi, og beiskjugrettuna, sem var komin í stað- inn fyrir glaðlega brosið, sem áður hafði verið. Djúpar hrukkur skárust eins og rák- ir í grárri steinsteypu inn í andlit Hoopers, er hann lá og starði klukkustundum saman upp í loftið, út um gluggann eða niður a Duke. Þegar tvær lifandi verur stara hvor á aðra allan liðlangan daginn, og önnur get- ur ekki hreyft sig og hin getur ekki tal- að, fer ekki hjá því, að leiðindin verða að lokum yfirþyrmandi. Og dag nokkurn gat Duke ekki þolað þetta lengur. Hann lá samanhnipraður á gólfinu og starði um stund í tómlát augu Hoopers; svo stökk hann allt í einu á fætur og titraði um allan skrokkinn af óþolinmæði. „Vo-off!“ „Leggstu niður, Duke!“ Duke læddist að rúminu, stakk frarn- mjórri snoppunni inn undir olnboga Hoop- ers og lyfti handlegg hans upp; svo hnipPtJ hann og stjakaði og fnæsti. „Hlauptu eina ferð kringum húsið, Duke.“ En Duke vildi það ekki. Hann lagðist niður og horfði ásakandi á Hooper. Stundu síðar kom hann aftur alveg að rúminu og gelti og ýtti. Hann vildi ekki fara ú_a húsbónda sínum, og hann viidi ekki held' ur þegja. Kvöld eitt batt Hooper snúruna þreytu- lega í hálsband Dukes með heilbrigðu hendinni sinni, í von um að fá hundinn með því til þess að vera rólegur. En í staö- inn verkaði það, eins og hann hefði kveik í „kínverja“. Duke setti upp kryppuna a einskærri eftirvæntingu. Hooper getu1 sjálfur ekki útskýrt næsta viðbragð si Hann bað Marcy um að hjálpa sér til ÞeS® að rísa upp. Duke dansaði af hrifningu, e Hopper streittist við að halda jafnvægi11^' Hann kom snúrunni með heilbrigðu hen inni fyrir í þeirri vinstri og læsti lömu fingrunum utan um hana. Svo hallaði ha sér fram á við. Marcy hélt um olnbog hans, en hann færði hægri fót áfram. 0 um leið og hann lagði allan líkamsþuns^ sinn á heilbrigða fótinn, þvingaði baU vinstri fótinn fram á við upp að hliði ^ á þeim hægri. Það mátti vel kalla P skref með góðum vilja. . Þegar Duke fann, að skyndilega sla HEIMILISBLAP10 136

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.