Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.07.1965, Blaðsíða 6

Heimilisblaðið - 01.07.1965, Blaðsíða 6
irnar í stofunni, en nú var hann algerlega háður Duke, sem dró hann áfram á dag- legum gönguferðum þeirra, hraðar og hraðar — og æ lengri vegalengdir. Kraftar og þol Hoopers jukust að sama skapi. Þeg- ar þeir fóru í gönguferðir eftir að dimmt var orðið, kom það fyrir við og við, að Hooper hrasaði og datt. Hundurinn stanz- aði á sömu sekúndu og stóð grafkyrr eins og varðmaður, á meðan húsbóndi hans streittist við að draga sig upp aftur. Það var eins og hundurinn vissi, að það væri hlutverk hans að koma honum af stað aftur. Þrettán mánuðum eftir að Charles Hooper hafði tekið upp störf sín að fullu, var honum veitt betri staða sem ferða- eftirlitsmaður á miklu stærra sölusvæði en áður. Það hafði það í för með sér, að Hooper, Marcy og Duke urðu að flytjast til annars bæjar í marz 1956. Nýjustu nágrannar þeirra í útborginni, þar sem Hooper keypti hús, þekktu ekki söguna um manninn og hundinn. Þeir vissu aðeins, að nýi eigandi einbýlishússins gekk eins og geisistór, vél- geng brúða, dreginn áfram af ólmum og óstýrilátum hundi, sem hagaði sér eins og hann ætti manninn. Þessir einkennilegu félagar gengu í regni og sólskini, eins og þeir ættu lífið að leysa með þessum göngu- ferðum sínum. Hrukkótt andlit mannsins var hörkulegt og lokað, en ef einhver stanz- aði til þess að segja eitthvað um hundinn hans, kom Ijómandi bros á það. „Já, Duke er ágætur," sagði hann hvert sinn. Ná- grannarnir heyrðu auðvitað smám saman alla söguna, og Duke varð hetja íbúða- hverfisins — stuttan tíma. Þann 12. október höfðu Hooperhjónin gesti til miðdegisverðar. Hooper heyrði allt í einu gegnum kiiðinn af hinum mörgu röddum hljóðið af ískrandi hemlum úti á veginum. Fyrsta hugsun hans var ósjálf- rátt: Hvar er Duke? Þeir báru stóra hundinn inn í húsið. Marcy sá þegar, hvernig komið var, er hún leit á Duke og sá, hve hann átti erfitt með andardrátt og hve brúnu augun hans voru dauf. „Hringið til dýralæknisins og segið honum, að ég komi nú með Duke,"' 138 hvíslaði hún. Margir hlupu að til þess að lyfta hundinum upp. „Ég vil helzt gera það sjálf," sagði hún. Svo lyfti hún þung- um hundinum upp á granna arma sína, bar hann varlega út í vagninn og ók honuni til dýrasjúkrahússins. Duke var seigur og barðist til klukkan 11 næsta morgun, en meiðsli hans voru svo alvarleg, að hann gat ekki lifað. Allir, sem vissu, hve langt Hooper og Duke höfðu gengið saman — skref fyrir skref — sáu nú stóra manninn ganga ein- an dag eftir dag. Og þeir hugsuðu allir: Hve lengi getur hann haldið áfram? Hve langt kemst hann í dag? Getur hann gert þetta einn? Fyrir nokkrum vikum kom símskeyti frá aðalstöðvum hins stóra fyrirtækis. Efm þess var eins og verið væri að hylla Duke: „------------og til þess að nálgast markið skref fyrir skref tilnefnum við Charles Hooper hér með sem sölustjóra söludeildar okkar." Bandaríski söngvarinn og gít- arleikarinn Boby Smith var ný- lega á ferð á grísku eyjunni Mykonos, og varð vinsæll af ferðamönnum fyrir söng sinn og gítarleik, en þó varð hann vinsælastur af pelekanfugli, sem nefndur var Pendro, en hann elti Boby og tók undir með honum. HEIMILISBLAÐ15

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.