Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.07.1965, Blaðsíða 9

Heimilisblaðið - 01.07.1965, Blaðsíða 9
Geimferðir og trú Eftir Jolin Glenn Geimfarinn John Glenn er mjög trúaður inctður. Geimferðábúningur hans var vörn hans gegn líkamlegum hœttum, sem vofðu Vfir honum — hin einfalda, sterka trú hans verndaði hann gegn óþekktum ö/Z- Uln geimsins. Hér lýsir hann með eigin °rðum lífsviðhorfi sínu. Eitt af því fyrsta, sem ég fékk, þegar eS var tilnefndur sem einn af verðandi Seimförum Bandaríkjanna, var lítil bók með fjölda upplýsinga um geiminn. Það Voru sérstaklega tveir kaflar um hina teikilegu stærð alheimsins, sem höfðu mikil 9-hrif á mig. Menn verða að vita, hvað |jósár er til þess að skilja þessa kafla. Ljósið berst með 300,000 km hraða á sek- Undu — það er að segja um það bil sjö ^nnum kringum jörðina á hverri sekúndu. ^f ljósgeisli er sendur beint út í geiminn °S látinn halda áfram eitt ár, hefur hann famanlagt farið þá vegalengd, sem við ^öllum ljósár — hér um bil 9,5 billjón kílómetra! Eg íes áfram i bókinni: „Geri maður Ser Ijóst, að vetrarbraut vor er 100,000 3osár að þvermáli og að sólin er smá og "tilfjörieg stjarna, um það bil 30.000 Ijós- r frá miðju vetrarbrautarinnar, sem hún . rmgsólar kringum einu sinni á 200 milljón arum — þá verður ljóst, hve erfitt er að §era sér í hugarlUnd hið mikla víðerni al- eimsins, þegar vér förum út fyrir hið lltJa sólkerfi vort. En vetrarbrautin er ekki yztu mörkin, bví að úti í geimnum eru milljonir vetrar- , - ~»^ í £,1- 11111 ILLlll CiU 11IJ11J\_»1111 VULiai- ^autakerfa, sem virðast öll þjóta hvert ra öðru með ofsahraða. Nú á dögum get- m vér með sterkustu stjörnusjónaukum, Heimilisblaðið sem vér eigum, athugað þessi fjarlægu, flýjandi stjörnukerfi allt út til tveggja milljarða ljósára vegalengdar í kringum oss í allar áttir." Allt þetta gefur oss óljósan grun um, hve stórfelldur alheimurinn er. Og nú skul- um vér líta andartak á minnstu agnirnar, sem vér þekkjum — frumparta atómsins. Atómið líkist að ýmsu leyti sólkerfi voru og geimnum, því að það er byggt upp af rafeindum, sem hringsóla kringum kjarna eftir reglulegum brautum. Og hver er ætlun mín með öllu þessu? Jú, ég furða mig á því skipulagi, sem ríkir í öllum alheiminum umhverfis oss — frá minnsta atómi til þess stórfelldasta, sem vér getum yfirleitt gert oss í hugarlund: vetrarbrautarkerfi, sem eru milljónir ljós- ára að þvermáli, sem hreyfast öll um geim- inn eftir ákveðnum brautum í afstöðu hvert til annars. Hefur allt þetta aðeins verið skapað fyrir tilviljun? Var það tilviljun, að mökk- ur af stjörnuryki fór allt í einu að hring- sóla í geimnum eftir reglulegum brautum? Því get ég ekki trúað. Hér er nokkuð, sem gefur til kynna alveg ákveðið form — fullkomið skipulag, sem sannfærir mig um, að til er Guð, skapandi máttur, sem hefur komið himintunglunum inn í hringrásir sínar og heldur þeim á brautum sínum. Vér skulum reyna að bera saman þann árangur, sem vér höfum náð á sviði geim- rannsókna, við eitthvað af öllu því, sem vér erum hér að tala um. Oss hættir sjálf- um til þess að finnast, að vér höfum kom- izt talsvert langt. Vér höfum komizt upp í um það bil 29.000 km hraða á klukku- stund á ferðum vorum umhverfis jörðina — það er að segja, rúmlega reiknað, átta kílómetrar á sekúndu. það er allgóður hraði frá voru sjónarmiði, og það er líka allmikilfenglegt, að vér höfum komið geimförunum upp í meira en 160 km hæð. En árangur vor er hlægilega lítill, ef vér mælum hann með mælikvarða alheims- ins. Vér getum ekki lýst mikilleika Guðs með vísindalegum orðum. Það er ekki unnt að sjá eða þreifa á hinum trúarlega mætti. Það er ekki unnt að mæla hann eða vega. 141

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.