Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.07.1965, Blaðsíða 10

Heimilisblaðið - 01.07.1965, Blaðsíða 10
Flugvél getur haft sterkasta hreyfil í heimi og beztu flugaflfræðilegu byggingu, en það allt væri gagnslaust, ef ekki kæmi til viss óskiljanlegur kraftur. Ef flugvél á að ná tilgangi sínum, verður að stjórna henni og stýra. Það gerum vér með hjálp átta- vita. Vér getum yfirieitt ekki skilið með skilningarvitum vorum það afl, sem hefur áhrif á áttavita. Vér getum ekki séð, heyrt, fundið, smakkað eða fundið lykt af því. En vér vitum, að það er til, af því að vér getum séð áhrif þess. Vér getum horft á tæki í stjórnklefanum, og vér getum séð, að áttavitinn bendir í ákveðna átt. Og vér erum sannfærðir um, að þetta dularfulla afl muni halda áfram að hafa áhrif á nál áttavitans á sama, óumbreytilega hátt. — Vér flugmenn höfum allir hætt lífi voru í trausti til þess, að áttavitinn vísaði rétt og leiddi oss að takmarki voru. Og það sama má segja um kristnu trúna, sem stjórnar lífi voru. Ef vér látum hana benda oss á áttina, þurfum vér ekki að brjóta heilann um, hvers vegna vér get- um ekki skilið hana með skilningarvitum vorum. Vér sjáum, hvaða árangri hinn trúarlegi máttur kemur til leiðar í voru eigin iífi og annarra manna. Og þess vegna vitum vér, að hann er til. 142 Fíllinn Birka í Hagenbeck- dýragarðinum í Hamborg vinn- ur fyrir mat sínum, því að hann er látinn bera það sem þungt er qg þarf að fjarlægja, t. d. tré, sem hafa verið felld o. fl. Sennilega reynir róðraríþrótt- in jafnast á allan líkamann, enda er hún erfið og krefst mikillar þjálfunar. Stúlkan var stýrimaður Oxfordstúdenta i keppni við Cambridgestúdenta nú í vor. Drottning Persíu Farah Diba heimsótti Lundúnaborg í vor. Hér sést hún meðal enskra skólabarna, sem voru að koma úr fimleikatírna. Hin fagra Ratna Sari Dervi, sem er fædd i Japen, er nr. 3 í röðinni af fjórum konum Su- karno forseta Indónesíu. Ný- lega var hún á ferð í Lund- únum til að heimsækja vin- konu, sem var að gifta sig.

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.