Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.07.1965, Síða 11

Heimilisblaðið - 01.07.1965, Síða 11
Stormur á Matterhorn Eftir Edwin Micller. Hermann horfði á dansfólkið frá borði S1nu í horni salsins. Hann renndi leitandi augum yfir hópinn og endaði með því að stara hugsandi á autt sætið andspænis sér við borðið. Það hlaut að vera minnst hálf- timi síðan Pála hafði staðið á fætur til t^ss að dansa við þennan Claudel, og hann gat hvergi séð hana. Hann skimaði aftur um, og nú sá hann bana koma inn um dyrnar utan frá skemmtigarðinum ásamt Frakkanum. — t’egar hún kom inn í birtuna, nam hún andartak staðar eins og í óvissu og leit snöggvast brosandi til dansherra síns. Það ;G1t út í augurn Hermanns, sem horfði á ^au, eins og þau væru sér þess varla með- vitandi, að aðrir væru viðstaddir í saln- Um. ^Ojómsveitin lék vals, og hún leið inn í apna Claudels. Þau dönsuðu, hún með . álflokuð augun og höfuðið svolítið aftur a bak, hann með handlegginn fast utan urh ana. Hvorugt þeirra mælti orð. . Hljómsveitin þagnaði, og Hermann stóð a fætur, þegar þau komu bæði að borði ans. Honum veittist örðugt að brosa eðli- lega. »Þér dansið, svo að halda mætti, að þér seruð atvinnudansari, herra minn,“ sagði hann. . Claudel brosti með lítillæti. „Það er frú- 0 yðar, sem þér verðið að slá gullhamra. , adame dansar guðdómiega." — Hann neigði sig hátíðlega og hvarf á brott. j> au sátu þögui stundarkorn, svo sagði eimann: „Finnst þér ekki, að það sé bráð- jJ11 kominn háttatími? Við ætlum upp til a^terhorn-skálans á morgun.“ ala leit óþolinmóðlega á hann. „Her- ann minn góður, þú verður víst bráðum er rara að setjast að á elliheimili. Þetta v sicerrimtilegasti dansleikur, sem hefur llð hér á hótelinu." 11E1MIL I S B L A Ð I Ð „Þú hefur ekki séð mikið af honum, er það?“ Hún setti upp móðgunarsvip. „Þú átt við, af því að ég var stundarkorn úti í skemmtigarðinum með Henri? Segðu mér, eigum við nú að fara að ræða það mál aftur?“ Þrjózkusvipur kom í augu hans. „Já, við neyðumst víst til þess, en mér finnst ekki, að þetta sé rétti staðurinn til þess.“ Hún vafði loðfeldinum að sér, afundin á svip, og stóð á fætur. „Nei, við skulum ekki fara að vekja hneyksli.“ Þegar þau komu upp í einkaherbergi sitt, sneri hún sér að honum. „Jæja?“ Hann lét fallast þreytulega niður á stól og hikaði andartak, áður en hann tók til máls: „Heyrðu, Pála, þurfum við í raun og veru að rífast á þennan hátt? Stund- um hef ég það blátt áfram á tilfinning- unni, að þú sért að erta mig af ásettu ráði.“ Hún stóð kyrr og horfði á hann með þrjózkulegu augnaráði. „Mér skildist á þér, að þú ætlaðir að segja eitthvað um Henri Claudel?" „Ég ætla ekki að tala eins mikið um hann eins og um þig,“ sagði hann. „Finnst þér þú fara að eins og heiðarleg og sið- söm kona —?“ Hún greip fram í fyrir honum með stutt- um, angurværum hlátri. Heiðarleg og sið- söm kona! Þetta lætur í eyrum eins og grafskrift. Tilveran verður að vera svo- lítið litríkari, svolítil rómantík og svolítil hrifning: nei, nei — hún var heiöarleg og siðsö?n kona. Hún gekk út að glugganum, dró gluggatjöldin til hliðar og horfði nið- ur yfir dalinn, sem var baðaður í tungls- Ijósi fyrir neðan hvíta fjallsegg Breithorns, sem virtist svífa hátt uppi undir himnin- um. 143

x

Heimilisblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.