Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.07.1965, Blaðsíða 12

Heimilisblaðið - 01.07.1965, Blaðsíða 12
Hermann stóð á fætur og tók að ganga fram og aftur. „Það er gott, að þessu or- lofi er brátt lokið. Nú förum við í þetta ferðalag upp til Matterhorn og svo förum við heim." Hann gat séð það á naktri öxl hennar, að svolítill hrollur fór um hana. Hún sneri sér að honum með skyndilegri einbeittni. „Hermann," sagði hún. „Henri fer með okkur á morgun. Ég bað hann um það í kvöld." Hann leit undrandi á hana, svo kom roð- inn upp í kinnar hans, og rödd hans titraði, er hann sagði: „Nei, fjandinn hafi það, ef hann gerir það. Ég vil ekki hafa neinn franskan gleiðgosa með í þeirri ferð." Hann gat séð, hve hún fölnaði. Hún stillti sig með erfiðismunum, er hún sagði: „Þú ræður auðvitað, hvað þú vilt, en ég fer upp á Matterhorn á morgun ásamt Henri Claudel." Hann tók svo föstu taki um úlnlið henn- ar, að hún kveinkaði sér, en hann hélt aftur orðunum, sem voru komin fram á varir hans, og sleppti henni, gekk inn í svefnherbergið og skellti hurðinni á eftir sér. Hann fór snemma á fætur næsta morg- un og fór í gönguferð fyrir morgunmat- inn. Þegar hann kom aftur, sat Pála uppi í rúminu og var rétt að ljúka við morgun- mat sinn. Hún var yndisleg ásýndum með úfna, dökka hárlokkana í hvirfingu í kring- um höfuðið. Þau höfðu verið gift í fjögur ár, en stundum stóð hann sjálfan sig að því að horfa á hana, eins og hann hefði aldrei séð hana áður, eins og hún væri ókunn, yndisleg stúlka, sem hann yrði að sýna ástleitni í fyrsta sinn. Hún horfði á hann með eftirvæntingarfullu brosi, eins og hún vonaðist eftir, að hann segði eitt- hvað, sem gæti auðveldað henni að nema brott beiskjuna frá kvöldinu áður. „Kæra Pála," tók hann skyndilega til máls, „við skulum nú fá einhvern botn í þetta. Ég varð svolítið æstur í gærkvöldi, það viðurkenni ég. En þegar þú ert tvo þriðju hluta af tíma þínum með þessum bannsetta Frakka...." „Svona, Hermann," sagði hún í viðvör- unartón, og rödd hennar varð hörkuleg. 144 Hann hnykkti til höfðinu óþolinmóð- lega. „Auðvitað, ég efast ekki um, að hann er mikið kvennagull, en ég kæri mig ekki um að ganga upp á Matterhorn með hon- um, og ég skírskota alvarlega til þín, að þú farir ekki með honum ein." Hún sagði stutt í spuna og ákveðin: „Við leggjum af stað eftir tvær klukku- stundir. Þér er velkomið að verða okkur samferða, ef þú vilt." Hann gekk hvatlega út úr herberginu, hann var hræddur við að segja eða gera eitthvað, sem hann sæi eftir síðar. Tveim tímum seinna sá hann úr glugganum i lestrarherbergi hótelsins Pálu og Claudel ganga niður eftir þorpinu með íshaka sína undir handleggjunum, og hann heyrði glymja í járnslegnum gönguskóm þeirra a steinlagningunni. Hermann eyddi tímanum fyrri hluta dagsins aðallega í nágrenni hótelsins og reyndi að sannfæra sjálfan sig um, að hann væri glaður yfir því, að slitnað hefSi fullkomlega upp úr milli þeirra, og aS hann væri frjáls maður aftur. En hann varð hvað eftir annað að renna huganum til Pálu gegn vilja sínum. Hann hafði áhyggjur af henni. Ef 'til vill vaí engin ástæða til þess, því að hún var góð f jallgöngukona, og það var sagt, að ClaU' del væri afburða Alpagöngugarpur, ef ^1 vill svolítið grobbinn. Þau gætu áreiSan- lega komizt upp á Matterhorn í góðu veðn- En hvernig var það með veðrið? Undan- farið höfðu verið margir kyrrir og bjarti dagar í röð, en það var ýmislegt, sem benti til þess, að veðrið mundi breytast- Hann vissi af reynslu, að fárviðri gat sko ið á, svo að segja fyrirvaralaust. Hann fékk áfall, þegar hann kom aS inngangi hótelsins. Loftvogin, sem hafSi staðið mjög vel í margar vikur, hafði fa ið mjög mikið. Hann hljóp út á götuna og gáði til veðurs. Ekkert ský sást á himnin- um, en honum var nú Ijóst, að grunur ha um veðrabrigði stafaði ekki eingongu a1 taugaóstyrk hans. , ,. Hann tók skjóta ákvörðun. Tíu mínu ' um síðar hafði hann látið niður í bakpo*. sinn og var lagður af stað, skálman heimilisblAÐ1

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.