Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.07.1965, Blaðsíða 15

Heimilisblaðið - 01.07.1965, Blaðsíða 15
Það er ekki sennilegt. Hinn verður að gæta Pess að grípa ekki í þann fyrri." Claudel dró andann ótt og títt nokkrum Slnnum, svo tók hann ákvörðun. .,Gott," sagði hann stuttur í spuna, ,,ég skal fara á undan." Og hann lagði af stað niður án þess að bíða eftir svari. _ Hermann horfði á eftir honum með svo- ntið háðsbros á vörum. Það var í rauninni °ezt, að Claudel færi á undan. Ef hann nefði farið á eftir, var ekki unnt að reiða f*S á, að hann gripi ekki í Hermann á hættustundinni. Andartaki síðar var Claudel orðinn laus y*ð klettinn, og Hermann renndi honum nratt niður. Brátt slaknaði á reipinu, og Hermann gægðist niður og sá, að Claudel stóð föstum fótum á stallinum. Hann dró reipið upp, gerði það upp og hengdi á öxl sér. Hermann var byrjaður að feta sig niður °S Þreifaði eftir góðu taki í klettasprung- nr>ni, en honum hnykkti við, þegar hann neyrði undarlegt hljóð, eins og hálfkæft nróp að neðan. Claudel var óhultur, á því gat enginn vafi leikið, en hann var náföl- ^r og titrandi. Hann reyndi að segja eitt- vað, en tungan vildi ekki hlýða honum. ^o hraut út úr honum með hvellri röddu: "^g vil ekki standa hérna og láta draga jjjjg niður í hyldýpið. Bjargið yður sjálf- r>' Hann sneri sér undan og tók að feta Jg til hliðar eftir stallinum. Hermann starði þögull niður til hans. erkasta tilfinningin hjá honum ver með- Umkun, eins og maður ber í brjósti til Jnhvers, sem bíður siðferðilegan ósigur á ^ttustund. Svo fór hrollur um hann, og a_nn starði stjörfum augum. Claudel hafði J^sst stjórn á sér. 1 stað þess að halda ró- Sa iafnvægi á stallinum, þrýsti hann sér } krampakenndum hætti upp að hamr- efr ' er nann fetaði sig áfram þumlung j_lr þumlung. Skyndilega greip hann ndunum fyrir augun og riðaði við. Her- anni virtist sem Claudell svifi andartak í lailsu lofti íin- Claudel hélt sér dauðahaldi með tíu . grum sínum j klettabrúnina og hékk inu nͧ með Deinum handleggjum frá stall- a ^- Hermann leit þangað niður og mætti angist; araugnaráði hans. 5eiMilisblaðið Hermann fetaði sig niður sentimetra ef tir sentímetra. Hver smáspölur var kraf ta- verk ofurmannlegrar áreynslu. Hann var við því búinn hverja sekúndu, að hann missti takið og hrapaði niður í hyldýpið. Loks var hann kominn niður að neðri enda klettasprungunnar. Hann leit niður á stallinn fjórum metrum fyrir neðan, og hann þorði ekki að líta niður aftur. Hann lét sig falla án þess að hika eina sekúndu. Fætur hans hittu stallinn. Hann sundl- aði andartak og riðaði út fyrir, svo náði hann aftur jafnvæginu og náði föstu taki á ójöfnu í hamraveggnum. Hann varð gagntekinn gleði, þegar honum skildist, að honum væri borgið. Þegar hann sneri sér við til þess að feta sig áfram til hliðar eftir stallinum, heyrði hann kallað hásum rómi, og hann sá um fimmtíu metrum neðar hinn stóra og sterk- lega leiðsögumann, Hans Sturmer, sem kleif hratt upp til stallsins. Hermann flýtti sér, án þess að bíða eftir honum, að staðn- um, þar sem Claudel hékk. Hann tók reip- ið í flýti niður af öxl sér, batt það fast um klettasnös, kraup niður og batt það í lykkju inn undir handleggi Frakkans. Svo beið hann, þangað til Hans kom, og þeir gátu dregið hann upp á stallinn með sameinuð- um kröftum. Á meðan Claudel lá eins og tuska í snjón- um á stallinum, mætti Hermann augnráði Hans Sturmers. Nokkrar djúpar hrukkur mörkuðu veðurbarið andlit gamla leið- sögumannsins. „Var hann þess virði að bjarga honum, herra?" tautaði hann. „Sáuð þér....?" spurði Hermann og kinkaði kolli upp til klettasprungunnar. Sturmer kinkaði kolli. „Gleymið þá því, sem þér sáuð," sagði Hermann stuttaralega. Þeir komu Paulu heilli á húfi til kofans, rétt áður en síðasti bjarminn af dags- birtu hvarf af f jallinu. Hún lá undir mörg- um teppum og brosti upp til manns síns. Svo leit hún í kringurn sig með spyrjandi augnaráði. „Hvar er Henri?" spurði hún. „Beið hann ekki eftir okkur?" „Nei," sagði Hermann. „Honum lá eitt- Framháld á bls. 111. 147

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.