Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.07.1965, Blaðsíða 16

Heimilisblaðið - 01.07.1965, Blaðsíða 16
Álfhildur litla Saga eftir M. C. Hansen. Á fögrum sumarmorgni gekk lítill hóp- ur barna fagnandi eftir götunni. öll voru þau í sunnudagsfötunum sínum, með gljá- andi húfur og stráhatta, og héldu á smá- körfum í höndunum. Egill gekk fremstur, en síðan Svanhildur og Þóra, sem báðar voru mjög glaðværar stúlkur, — þar næst Hákon, alvörugefinn drengur, Finnur ærslabelgur, og loks leiddust þær hönd í hönd hin blíðlynda Ragna og Álfhildur litla, sem lék á als oddi. Reyndar var Álfhildur drottning dags- ins. Hún var búin að lifa fjögur sumur, þessi litla glaðlynda hnáta; og þar sem hún nú valhoppaði á veginum um grænt engið í hvítum kjól með bláum mittislinda, rósrauðum skóm og sæl með sig, þá var hún óneitanlega lík sjálfum englum guðs, sem gægjast fram undan skýjunum á hin- um fögru málverkum Rafaels. „Og ég ætla líka að tína fjarska, fjarska mikið af blá- berjum, Ragna mín, og mörg blóm til að setja í kransa, — einn handa þér, annan handa Agli, þann þriðja handa Hákoni og þann fjórða handa Þóru; en svo líka handa Svanhildi, — en ekki handa honum Finni, því að hann slítur þá bara í sundur. Jú, annars, Finnur á líka að fá dálítinn krans. Og tvo kransa á mamma að fá, sem situr heima hjá Ástríði, en Ástríður engan, því að hún ar allt of lítil. Loks ætla ég að vefja stóran krans handa pabba. Já, þetta ætla ég að gera!“ En þegar þau voru komin inn í skóg, nam Egill staðar og benti á stóran, flatan stein. Þau settust nú öll, og Ragna leysti sundur pinkil sinn og tók fram hveitibrauð og sætar kökur, sem hún útbýtti jafnt á milli allra. Smærri kökurnar ætlaði hún sjálfri sér, en þær vænstu lét hún Álfhildi litlu fá. Egill var með mjólk í flösku, og hellti nú úr henni í lítið tinstaup. Flaskan var í strápoka, sem hékk um háls honurn. Hákon, sem var þeirra gætnastur, lagði til að geyma skyldi gosdrykkinn; dagurinn var óðum að verða mjög heitur. ,,Má ég?“ spurði Finnur óþolinmóður> Egill kinkaði kolli, og Finnur bar málm- trompetinn að vörum sér og blés ákaft svo ákaft að Ragna greip fyrir eyrun, og litlir spörvar flugu hræddir upp úr runn- unum. „Nei, sjáið þarna! Sjáið hvað allt e1 blátt!“ „Eða þarna burtu, Egill! Ég sé mörg hundruð milljónir af bláberjum.“ „Og hérna finn ég jarðarber; þau ei’U miklu sætari.“ „Nei, komið hingað!“ „Ég fer með þér.“ „Og ég með þér.“ „En ég verð kyrr hjá þér, Ragna,“ sag° Álfhildur litla. „Samt ekki allan tímann- Ég ætla líka að vera hjá Svanhildi og þóru“. „Ég skal tína blóm í kransana.“ „Þessa stóru og þungu tínu skulum VJ geyma undir grenitrénu; svo getum V1 tæmt krukkurnar okkar í hana.“ Síðan lögðu þau af stað. Og litlar hen urnar urðu ekki þreyttar á því að tína, ofc heldur ekki ung bökin að beygja sig — e litlu munnarnir að masa um allt Þa® s° þeim fannst svo skemmtilegt. —■ steig æ hærra upp á himininn, og skugS arnir styttust. Þá settust litlu stúlkui’11^ allar í hvirfingu og Ragna tók Pr upp úr vasa sínum, og síðan tóku^hP1 hendur að vefja marga kransa, stóra smáa, úr mjúku lyngi, bláfjólum, mæðrum, gleymméreyum og öðru blo skrúði, og hver kransinn varð öðrum urri. t En nú tók Álfhildur litla að Þre^s’. lagðist til hvíldar hjá berjunum og Pl0ag unum, lét aftur augun og bað Rögnu ‘ syngja fyrir sig, svo að hún gæti sér smáblund. Og Ragna söng fyi’ir n það, sem hún bað um. Hinar stúlkur þustu á fætur til þess að ná strákun ^ sem voru komnir hátt upp á hæð ^ þar sem heyra mátti greinilega í tromP^ Finns, var enginn vandi að finna Þa- H E I M I L I s B L A 01 148

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.