Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.07.1965, Síða 17

Heimilisblaðið - 01.07.1965, Síða 17
En Ragna læddist líka á brott, er hún hafði sungið síðasta versið fyrir Álfhildi htlu, en ætlaði að tína blóm í einn krans 1 viðbót. Sá krans átti að verða fegurri en ahir hinir, og hann ætlaði hún að setja háls Álfhildi litlu þar sem hún svaf. Er hún var komin skamman spöl í áttina að hæðinni, sá hún fagurgrænt og slétt rjóður, þar sem rann lítill og tær lækur, eu umhverfis lækinn spruttu þau fegurstu hlóm, er hún hafði nokkru sinni augum htið. Ragna klappaði saman lófunum og hrópaði upp af gleði, síðan tók hún þegar 1 stað að tína; og þegar hún var búin að tína svuntuna fulla, sá hún enn fjölmörg hlóm, sem hún gat ekki stillt sig um að taka með í safnið. Álfhildur litla vaknaði og heyrði eitt- hvert undarlegt hljóð. Hún spratt á fætur °g kallaði á systkini sín. En þau voru nú langt burtu og gátu ekki heyrt til hennar. varð hún dálitið hrædd, en ekki grét ^ún. — „Þau koma sjálfsagt bráðum aft- Ur.“ hugsaði hún, tók sér í hönd litlu körf- Uua sina og tók að borða bláber. En þá heyrði hún braka í runnunum, °g stór, dökkbrúnn skógarbjörn kom ark- andi í áttina þangað sem Álfhildur litla sat. Hún var skelfilega hrædd. Fyrst ætl- aði hún að æpa upp; en hún kom ekki upp uokkru hljóði. Skær tárin stóðu kyrr í nvörmunum, en litla hjartað bærðist ótt af hræðslu og kvíða. >.Þú gerir mér ekki neitt, björn!“ sagði hún a5 i0kum hugrökk; „því að ég er bara hil stúlka. Ég kannast við þig úr mynda- °kinni minni. Hér eru bláber, björn, líttu a;<< — Svo rétti hún fram litlu körfuna s|na, og björninn leit á hana, rumdi lítið eitt og slæmdi hramminum í körfuna, svo að öil berin ultu úr henni. Hann át þau eins og þau lögðu sig, og tók síðan að snuðra af fötum Álfhildar. ..Kæri, góði björn! Þú mátt ekki gera neitt illt, því að ég er bara lítil og §uð stúlka!“ sagði Álfhildur litla hrædd. “ .arna er önnur karfa með b!áberjum.“ lórninn leit á hana, velti körfunni um °11 og át. Nú var Álfhildur ekki lengur eins hrædd. En hún flýtti sér að láta björn- nn fá fleiri ber, og hann rumdi ánægju- n E1 M I LI s B L A Ð I Ð lega og lagði hraminn ofurlaust á öxl Álf- hildar. En nú kom hann auga á stóru tín- una, sem var barmafull af bláberjum og jarðarberjum; en jarðcU’ber þótti honum bezt af öllu. Hann rambaði að tínunni og tók til að éta í mestu makindum. „Nei, nei, björn!“ sagði þá Álfhildur. „Þú mátt ekki fá öll berin. Þetta eru ekki mín ber, og þess vegna get ég ekki gefið þér þau, og svo geturðu líka fengið illt í magann af öllum þessum berjum, björn!“ Hún gekk að birninum og lagði litlu höndina sína djarft á loðinn háls hans og þokaði honum burt. En hann kærði sig ekki um þetta, og hún skildi vel, að það var þýðingarlaust að banna honum. „Jæja, biddu bara þangað til hann Egill kemur; þá verður hann reiður og rekur þig burtu með prikinu sínu.“ Stórt dýrið leit vingjarnlegum augum á litlu stúlkuna og strauk henni aftur hlýlega með þungum hramminum. „Nú ætla ég að punta þig, björn!“ sagði Álfhildur litla, „en þá verðurðu líka að láta berin systkina minna í friði.“ Síðan tók hún krans og lagði hann um háls birn- inum, og annan lítinn sveig setti hún á höfuð honum. Hátt uppi á hæðinni hljómaði trompet Finns, og allar stúlkui’nar og drengirnir komu hlaupandi. Þá skimaði björninn í kring um sig, lagði hramminn enn einu sinni vingjarnlega á öxl Álfhildar litlu og gekk síðan rólegur inn í dimman skóg- inn. — Þegar böi’nin voru öll saman kom- in, sýndi hún þeim döpur hina tómu bei’ja- tínu, afsakaði sig og sagði sem greinileg- ast hún gat frá öllu varðandi bjöi’ninn. Þau urðu öll náföl af hræðslu, og sum tóku á rás. En Ragna brast i þungan grát og þrýsti litlu systur sinni fast að sér og bað hana með heitum tárum að fyrirgefa sér það að hafa skilið hana eina eftir. Að lokum tók Egill þær báðar sitt í hvora hönd og lagði af stað. I ótta sínum skildu þau eftir bæði blómkransana, tínuna, körf- ui'nar og nestispokana. Þau komust heilu og höldnu heim til pabba og mömmu og sögðu frá því, sem gerzt hafði. Móðirin greip Álfhildi litlu skjálfandi í faðm sinn og klappaði henni 149

x

Heimilisblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.