Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.07.1965, Blaðsíða 25

Heimilisblaðið - 01.07.1965, Blaðsíða 25
Pú hefur ekkert heyrt frá honum?" hálf- hrópaði hann undrandi. „En góða bezta, Pað hljómar þó ótrúlega." „Já — það hljómar ótrúlega, en samt sem áður er ég hrædd um, að það sé satt, Pabbi," svaraði hún miður sín. „Sú sem hann býr hjá sagði, að hann væri kominn heim aftur. Svo hringdi ég til frænku hans, °S ég er viss um að hann var þar — hún vildi bara ekki leyfa mér að ná tali af honum." Hann leit undrandi á hana. „Hvað í ósköpunum kemur henni það við?" Hún hló við beisklega. „Frú Swaything heldur, að sér komi hvaðeina við, sem fyrir kemur." „Ég veit það," mælti hann. „Samt hljóta a°" vera til einhver takmörk. Þær stundir hafa vissulega komið, að mig hefur langað W að kyrkja þann kvenmann." Margie brosti. „Ég er vissulega sammála Per> faðir minn, en ég er anzi hrædd um, að það stoðaði lítið eins og sakir standa. Sjáðu til —" Hún greip andann á lofti. „Ef ef Dan treystir mér ekki —" .,Bull og þvættingur," tók hann fram 1 fyrir henni hneykslaður. „Sú gamla hef- Ur einfaldlega sagt ósatt. Ég geri ráð fyrir, að Dan hafi verið staddur hjá henni. Hún hefur örugglega heyrt söguna af vörum f^ittenar, og nú reynir hún að hella olíu 1 eldinn eftir því sem hún getur." „Það er enginn eins huggunarríkur og Pú, faðir minn," stundi Margie. „Ég vildi °ska, að ég gæti trúað og treyst á þetta, Sern þú segir." Hann lagði handlegginn yfir herðar ^enni og þrýsti henni innilega að sér. „Vertu nú ekki óstyrk," sagði hann. "^etta jafnar sig allt saman." ^etta varð langdregið kvöld, fullt eftir- . ^tingar, vonbrigða og djúprar örvænt- ngar. Að lokum gaf dr. Norman dóttur lrmi svefnskammt, sem hún tók auðsveip móti. En þrátt fyrir nætursvefn, leit hún Kki öllu betur út morguninn eftir. Faðir ennar fann sárt til, er hann virti fyrir er óeðlilegt rólyndi hennar, náfölt and htið °g baugana undir augunum; og enn arar snerti það hann, er hann sá hana ^MILISBLAÐIÐ gera tilraun til að brosa og hlæja og láta eins og ekkert amaði að. Þegar líða tók á morgun, hringdi hún til skrifstofu Dans. Hún ól enga von í brjósti, en vildi aðeins vita með vissu, hvar hún stóð. Hvað sem hann kunni að halda, bar honum skylda til að gefa henni einhverja skýringu. Um leið og hún valdi númerið hans, komst hún ekki hjá því að minnast þess, hve oft hún hafði gert þetta áður, og ætíð með hjartslætti af hamingju og eftirvæntingu. Hún var nánast sjúk við tilhugsunina um það, sem nú hafði gerzt. „Mig langar til að fá að tala við hr. Lester," sagði hún. „Já, þetta er Les|er sem talar." Hafði hann ekki þekkt rödd hennar? Jú, það hlaut hann að hafa gert. . . . allt ann- að var harla ósennilegt. „Þetta er Margie, Dan." „Sæl vertu." „Vissirðu ekki, að ég var komin heim aftur?" „Ég vissi það ekki með vissu, Margie." „En þú hlýtur að hafa vitað það. Ég hringdi í þig strax og ég kom heim, og húsmóðir þín sagði að þú værir farinn til borgarinnar." „Já. Kitten hringdi til mín og bað mig um að heimsækja sig þegar í stað." „Þú ert þá búinn að heyra, hvað hún hefur að segja — en, Dan —" „Ég get ekki talað um það núna, Mar- gie." „Geturðu ekki talað um það___?" „Ekki hér á skrifstofunni," sagði hann. „Ef þú kærir þig um, þá get ég litið inn og talað um það við þig." Ef þú kærir þig um.... Hún fann fyrir þeim ónotalega grun, að hann væri ekki lengur eins og hann ætti að sér. Var það Dan og hún sjálf, sem voru að tala hér saman — var það virkilega rödd Dans, þessi kalda og ókunna rödd í símanum? Þau elskuðu hvort annað, hún og Dan. Þau voru trúlofuð og ætluðu sér að gift- ast einn góðan veðurdag. „Já, það er bezt þú komir," svaraði hún hálfkæfðri röddu. „Sem sagt, ef þér finnst það endilega," 157

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.