Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.07.1965, Blaðsíða 26

Heimilisblaðið - 01.07.1965, Blaðsíða 26
sagði hann. „En annars sé ég enga raun- verulega ástæðu til þess.“ „Sérðu enga ástæðu til þess!“ Hún hróp- aði næstum orðin. „Hvað í ósköpunum ertu að fara, Dan? Þú heldur þó ekki —“ „Við verðum að tala heldur um þetta, þegar ég kem,“ greip hann fram í fyrir henni. „Ég skal vera kominn um sex- leytið.“ Það var samkoma í saumaklúbbnum þennan sama eftirmiðdag, og í fyrsta skipti komst Margie að raun um hvernig það var að hafa gefið slaðurdrósum bæj- arins tækifæri til að smjatta á einhverju. Meðan á samkomunni stóð, ríkti kuldaleg þögn í návist hennar. Hún var jafn ein- angruð og nokkur mannvera gat verið, en jafnframt var henni sent forvitið augna- ráð úr öllum áttum. Hún fann, hvernig þær hvísluðust á um hana og veittu henni ekkert tækifæri til að bera hönd fyrir höfuð sér. Það var með þungum áhyggj- um varðandi framtíðina, að hún fór heim aftur--------. Dan var kominn, þegar hún gekk inn úr dyrunum. Hún sá, að vagninn hans stóð fyrir utan, og hjarta hennar tók þegar að slá örar, eins og ætíð þegar hún kom auga á hann. En hún hljóp ekki inn í húsið, eins og endranær; hinsvegar stanzaði hún andartak og átti í baráttu við sig að snúa ekki burt og hlaupa leiðar sinnar. Þegar hún gekk inn i dagstofuna, sá hún hvar hann stóð við arininn með hendurnar djúpt í buxnavösunum. „Dan!“ Rödd hennar brást henni nán- ast, er hún nefndi nafn hans. Svo snéri hann sér að henni. „Margie.“ Brot úr sekúndu kom henni til hugar, að hann myndi ganga að henni og taka hana í faðm sinn og binda endi á allt hug- arangur hennar. En hendurnar, sem andartaksstund höfðu lyfzt í áttina til hennar, féllu jafn- skjótt máttlausar niður með hliðum hans. Hann leit á hana, hrukkaði ennið og beit sig óstyrkur í vörina. Sú ijúfa von, sem tendrazt hafði í brjósti hennar, slokknaði á augabragði. „Margie — ég — ég beinlínis skil ekki, hvernig þú gazt gert þetta,“ sagði hann í ástríðuofsa. „Og það á jafn undirförulan hátt. Ég er ekki sammála Kitten um það, hvernig hún vill notfæra sér þetta, en ég get skilið hennar sjónarmið og af- stöðu.“ „Þú trúir semsagt því, sem Kitten segir? Þú trúir því sem sagt, að ég — ég hafi getað — ó, Dan —“ Hún reyndi að fá hann til að horfast 1 augu við sig, en hann leit undan. Hann sneri höfðinu í aðra átt og mælti í senn lágt og ásakandi: „Hvers annars ætlastu til, að ég trúi, Margie? Clive er svo sem enginn ókunn- ugur maður í þínum augum. Það er ekki langt síðan þú viðurkenndir það, að þið hefðuð einu sinni verið ástfangin hvort 1 öðru. Kitten sver og sárt við leggur, að hann hafi allan tímann verið ástfanginn i þér — og þú í honum. Hún segir, að þið hafið skrifazt á, og að það sé ekki í fyrsta skipti sem þið hafið-------“ „Það er lýgi!“ hrópaði hún í ákefð. En hann hélt áfram, rétt eins og hann hefði alls ekki heyrt hvað hún sagði: „Ég hef eiginlega aldrei getað fellt mig við þennan mann. Kitten segir þar að auki, að þú hafir verið ástfangin í honum Þe&' ar þú trúlofaðist mér. Hún sver þess dýran eið, að þið hafið hitzt á laun. Hún segist hafa grátbeðið þig að koma heim á hótelið til hennar þarna um kvöldið, en að Þu hafir ekkert kært þig um það. Þú sagðh Kitten eitthvað í afsökunarskyni, -— u hann væri mjög veikur. En þegar hun kom heim í íbúðina næsta morgun val hann frískur eins og folald. Þið sátuð sarn- an að tedrykkju í herberginu þar sem Þu svafst, og ykkur virtist líða alveg prýðlS' veL“ . ,« „Hættu! I guðanna bænum, hættu- hrópaði hún reið. „Mér er sama, hvað Þu heldur úr því sem komið er, en ég ul. þig um að segja ekki meira! — Það g® fengið mig til að hata þig meira en ég Se afborið.“ . j( „En hvert orð er þó satt, sem ég segt HEIMILISBLAÐi£) 158

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.