Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.07.1965, Side 28

Heimilisblaðið - 01.07.1965, Side 28
„Já, ég er hræddur um, að ég hafi hag- að mér kjánalega stundum. En ég hafði miklar mætur á Clive,“ svarði hann virðu- lega. „Næstum því eins og væri hann minn eiginn sonur.“ Nei. Hann hélt ekki, að hana langaði til að giftast Clive, hvað svo sem sumir kunnu að halda. Hún var mjög sjálfstæður per- sónuleiki og hún myndi aldrei giftast öðr- um en þeim, sem hjarta hennar segði henni að giftast. Og hún hafði elskað Dan. En hún var ung enn. Annar maður gat komið, sem væri hennar verður. En jafnvel þetta þorði hann varla að leyfa sér að vona — viðurstyggilegt skilnaðarhneykslið gæti gert meira en nóg til að eyðileggja nafn hennar og æru. Honum kólnaði í hjarta- stað við tilhugsunina um það, hvað hún átti eftir að gegnumgangast. Hann gekk að arninum, settist andspænis dóttur sinni og sló öskuna úr pípunni. ,,Ég hef frétt, að frú Denver hafi fengið enn eitt kastið,“ mælti hann. Hún réttist skyndilega í sætinu og starði, á hann. „Hefurðu frétt? En — en hefur hún þá ekki sent eftir þér?“ Andartak sat hann þögull og starði í eldinn, svo hristi hann höfuðið rólega. — „Nei, væna mín, það hefur ekki verið sent eftir mér í þetta sinn. Hún.... e....,“ Hann var önnum kafinn við að troða aftur í pípuna sína og fá hana til að draga. „Hún. . . . hefur sem sagt kosið að sækja heldur dr. Martin frá Birmingham.“ Hún starði á hann undrandi. „Eg kemst reyndar ekki hjá því að finnast það svolítið skrýtið," sagði hann og hóstaði lágt. „Ef hún hefði viijað heyra álit einhvers annars, hefði hún einfaldlega getað sagt það; ég myndi með ánægju hafa sett mig í samband við dr. Martin. En að sækja hann þannig á bak við mig — sem sagt, það lítur nokkuð einkennilega út.“ Það var ekki fyrr en síðar, að Margie minntist þess allt í einu, að frú Denver var náin vinkona frú Svvaything, en samt gat hún ekki komið sér til að trúa því, að nokkurt samband væri þarna á milli. Hvað svo sem þær kynnu að halda um hana sjálfa, var óhugsandi, að þær létu föður hennar gjalda þess. Það var með öllu ósennilegt. Þetta var ekki annað en þreytu- merki og taugaveiklun hennar sjálfrar, — að hún tók að hugsa um hluti sem ekki voru til í raunveruleikanum. En ekki liðu margir dagar þangað til hún neyddist til að horfast í augu við hvað var sjálfur raunveruleikinn. Allar vinkon- ur frú Swaythings, sem voru mikill hluti af sjúklingum föður hennar, tóku skyndi- iega að forðast hann og leita til læknis frá Birmingham. Ýmis önnur smærri atvik sannfærðu hana auk þess, að frú Swaything hafði út- breitt orðróminn ötullega. Miðdegisverð- um, sem þau höfðu verið boðin til, vai skyndilega aflýst án frekari skýringa. Vin- ir og kunningjar frú Swaything litu í allt aðra átt, þegar þeir hittu Marige á götu- Frú Winthers var önnum kafin við að undirbúa góðgerðahátíð, en engum kom til hugar að biðja Margie um að taka sseti í undirbúningsnefndinni. Hún var látm þoka til hliðar. „Mér væri kannski sama sjálfrar min vegna,“ hugsaði hún. „En hvernig getui fólkið fengið sig til þess að hefnast á hon um föður mínum!“ Meðferð þess á föður hennar gerði haiA æfa. Henni kom ekki til hugar að segJa orð sjálfri sér til varnar, en til varnar hon- um bæði gat hún og vildi hefjast handa- Hann hafði alltaf gert allt sem hann bez gat fyrir aðra, verið þolinmóður og vih' gjarnlegur við þær konur sem nú leyf®u sér að snúa við honum baki í hofmóði og fyrirlitningu. Hann hafði meðhöndlað siua' kvilla þeirra af umhyggju og aldrei sviki köllun sína sem læknir, hversu mikið seu1 hann hafði einatt verið misnotaður. E*1 nú sveik þetta fólk sína eigin skyldu seh1 manneskjur, aðeins sökum þess að það he að dóttir hans hefði gert eitthvað raug • Það virtist keppast um að snúa við houuU! baki. Því var sama, þótt það eyðileg starf hans og afkomu; sama þótt það gel hann að beisku gamalmenni löngu fy1 aldur fram. Þær lygar, sem það hafði a sinn þátt í að útbreiða, varð hún að stööva hvernig sem henni átti reyndar að tak það. a£>iP 160 HEIMILISBL

x

Heimilisblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.