Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.07.1965, Blaðsíða 29

Heimilisblaðið - 01.07.1965, Blaðsíða 29
Hún tók bréf Clives upp úr skrifborðs- skúffunni sinni og las það yfir: „ ■ .. . Ég er sannfœrður um, að það er Alek Wyman, sem stendur á bak við þetta allt. Kitten hefði aldrei getað látið sér detta i hug að útvega sér skilnaðarástœðu weð annarri eins brellu. .. .“ Hún minntist þess glögglega, er hún hitti hann í íbúð Rolands. Kaldhæðni hans hafði henni ekki fundizt skemmtileg. Henni hafði komið hann fyrir sjónir sem eigin- Sjarn og sjálfumglaður. Þennan morgun hafði hann borið á móti því að vita nokk- uð um málið. Hafði hann verið að leika? Hún gat í rauninni ekki fengið sjálfa sig til að trúa því, þrátt fyrir allt. Enda þótt henni félli ekki vel við hann, hafði henni fundizt undrun hans vera nægilega ein- i^g til að geta verið sönn. Gat það orðið að nokkru liði að snúa sér til hans? Ef hann hafði einhver áhrif á Kitten, gat hann kannski eitthvað gert — spurningin var hara sú, hvort hann kærði sig um það. Fyrir fram fannst henni það með öllu vonlaust að skírskota til þessa ókunna uianns. Endalokin á samtali milli þeirra yrðu sennilega auðmýkjandi fyrir hana sjálfa; en reyndar var það ekki hún sjálf, sem hún átti að hugsa um fyrst og fremst, heldur faðir hennar og þar næst Clive. Nokkrum dögum síðar gat hún komið Því svo í kring, að hún gat dvalizt í borg- ínni í einn eða tvo daga. Hún ætlaði sér að búa hjá gömlum skólafélaga, ungfrú Mavis Fenn, sem hafði vinnustofu í London °g lifði af því að teikna myndir fyrir viku- hlöðin. Margie kom til London um eftirmiðdags- leytið og fór þegar í stað heim til Mavisar mnð töskuna sína. Hún leitaði að heimilis- ^ungi Alek Wymans í símaskránni, en hringdi ekki til hans. Það hefði verið °gerningur að útskýra fyrir honum í síma, hvað það var sem hún þurfti að ræða við hann um. Alek Wyman bjó í Hill Street, Mayfair, fn hann var ekki heima, þegar þangað kom. >,Viljið þér ekki bíða eftir honum, ung- fnú?“ mælti þjónninn sem lauk upp fyrir HEIMILISBLAÐIÐ henni. „Ég býst við því, að hr. Wyman komi heim um sexleytið.“ „Þakka yður fyrir, ég bíð þá,“ svaraði hún. Hann vísaði henni inn í herbergi búið fallegum húsgögnum. Meðfrarp veggjun- um stóðu lágar bókahillur, en þægilegir hægindastólar og legubekkur fyrir fram- an arininn. Parketgólfið var að nokkru leyti hulið þykkum teppum. Andrúms- loftið þarna inni bar sterkan keim af ríki- dæmi og góðum smekk. Á litlu borði til hliðar við stólinn þar sem hún sat lá stafli myndablaða, en hún var alltof yfirspennt til að geta lesið. Hvað átti hún eiginlega að segja, þegar hann kæmi? Hvernig gat hún vonazt til þess að geta fengið hann til að telja Kitten á að hætta við skilnað- inn? — ef hann var nú ástfanginn í henni og það var beinlínis í hans eigin þágu, að hún fengi skilnað við eiginmanninn? Hún heyrði forstofudyrnar opnaðar og raddir frammi á ganginum. önnur var rödd þjónsins, en hina röddina þekkti hún aftur sem rödd Alek Wymans. Andartaki síðar gekk hann inn. „Hvað sé ég!“ Hann rétti fram höndina í átt til hennar. „Þetta var þó óvænt undr- un — þægilega óvænt.“ „Sælir,“ sagði hún stríðnislega. „Elsku barn, hvað amar eiginlega að?“ hálfhrópaði hann. „Þér eruð föl sem nár. Er yður illt?“ „Nei, takk fyrir, mér líður ágætlega," svaraði hún. „Áður en þér segið mér, hvað amar að, mælist ég til þess, að þér þiggið glas af sérríi.“ Á litlu borði stóð vínflaska og tvö glös. Hann skenkti í annað glasið og bar fyrir hana. Hún tæmdi það, því að sjálfri fannst henni hún þurfa á hressingu að halda. „Ég ímynda mér, að ég geti gizkað á, um hvað þér ætlið að tala við mig,“ sagði hann í því sem hún setti frá sér glasið. „Það er um að ræða skilnað Kittenar, er það ekki?“ Hann brosti vingjarnlega við henni, eins og hann vildi hjálpa henni til að komast á sporið. 161

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.