Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.07.1965, Blaðsíða 31

Heimilisblaðið - 01.07.1965, Blaðsíða 31
var þegar á leið til dyra og barðist við grátinn, er Alek Wyman greip fast um handlegg hennar og hélt henni kyrri. „Það var ekki ætlun mín að stríða yður. Og þó, fari það og veri, ég hef víst ætlað mér það.“ Grá augu hans brostu við henni á þann hátt, að henni var allri lokið. „Það er bara svo fátt, sem hægt er að skemmta sér við nú á dögum. Og ef þér viljið lofa mér því að reiðast ekki, þótt ég segi það, þá gerir enginn hlutur mig eins tortrygg- inn og „fögur stúlka stödd í neyð“. I mín- um augum er það alltof viðkvæmnislegt til þess að geta verið pottþétt. En setjizt nú aftur og þiggið annað glas af sérrí. Ég skal reyna að hlusta kurteislega á yður, á meðan þér segið mér hvað þér haldið að ég geti gert í málinu.“ Sjálfri sér til mikillar furðu, fór Margie eftir tilmælum hans. Hann hafði einkenni- lega sterk áhrif á hana. „Það var heimskulegt af mér að verða svona reið,“ sagði hún lágt. „Síður en svo — ég skil yður mjög vel. Og ég er því alls ekki mótfallinn, að þér verðið reið. Þér lítið alveg prýðilega út einmitt þegar þér eruð bálvond.“ Aftur þaut blóðið fram í kinnar henni, en hún tók samt við sérríglasinu sem hann rétti henni, mótþróalaust. „Hvað kom yður til að halda, að ég gæti eitthvað gert?“ spurði nú Alek Wy- man. „Ég hef heyrt að þér séuð mjög móður vinur Kittenar.“ „En bezti vinur myndi aldrei blanda sér i mál af þessu tagi.“ Hann lyfti dökkum brúnunum og leit á hana með glettnisglampa í augum, „Þér hélduð þó ekki, að ég væri ástfang- inn af henni?“ Hún hikaði andartak. „Jú, það hélt ég þér væruð. Annars hefði ég ekki komið.“ „Jæja, það var og,“ sagði hann. Hann f\eygði hálfreyktri sigarettu í arininn og ték að ganga fram og aftur um gólfið. »Sannleikurinn er sá, að ég veit ekki sjálf- úr, hvort ég er ástfanginn af henni eða ekki,“ hélt hann áfram að lokum. „Hún er mjög fögur og gersamlega samvizku- i^Us. Hún er svo grímulaust eigingjörn ^EIMILISBLAÐIÐ og upptekin af sjálfri sér, að ég hef gam- an af því. Þér hafið máski tekið eftir því, að ég met ekkert eins mikið í veröldinni og það, að einhver hafi ofan af fyrir mér. Ég viðurkenni, að ég hef ánægju af því að vera samvistum við hana. Þegar maður kemur með henni inn á veitingastað, hefur maður á tilfinningunni að hver einasti karl- maður stari á hana og öfundi mann. Að undanförnu hef ég hugleitt, að líklega byggist hún við því, að ég giftist sér óðara og skilnaðurinn væri kominn í kring. Það er heldur alls ekki óhugsandi, að ég geri það.“ „En þá hljótið þér að elska hana,“ sagði Margie. Hann hristi höfuðið og brosti. „Hvað merkir það: að elska? Vitið þér það? Ég er viss um, að þér vitið það. Og sjálfur hélt ég einu sinni, að ég vissi það. En nú veit ég það ekki lengur. Ég hef oftar en einu sinni um ævina ímyndað mér, að ég væri ástfanginn, en það hefur aldrei staðið til lengdar. Ef ég kvænist, þá kvæn- ist ég stúlku sem ég geri mér engar grill- ur um, stúlku sem gleður auga mitt og skynjanir, en er ekki fær um að gera mér neitt illt.“ Hann hló við, þegar hann sá svipbrigðin á andliti hennar. „Yður bregð- ur. Ég er hræddur um, að þér séuð ein af þessum unglingum sem eiga hugsjónir, en kannski getur þetta skilnaðarmál hjálpað yður til að vaxa upp úr þeim; og ef það tekst, þá hefur það ekki orðið til einskis.“ „Finnst yður ekki, að maður eigi að eiga hugsjónir?" spurði hún undrandi. Hann beit saman vörum og hristi höf- uðið. „Á sömu stund og manni finnst einhver hugsjónin holdi klædd, verður maður sær- anlegur. Ef maður er það ekki, er maður miklu hamingjusamari í lífinu —“ „Hamingjusamari!“ greip hún fram í fyrir honum og var mikið niðri fyrir. „Nei, einmitt þannig getur maður alls ekki orðið hamingjusamur. ‘ ‘ Hann yppti öxlum. „Hugsazt getur, að þér hafið á réttu að standa, en ég fyrir mitt leyti finn enga hamingju í því að gefa mig fullkomlega á vMd náð og vorkunn ann- arrar manneskju — en það er einmitt það 163

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.