Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.07.1965, Blaðsíða 32

Heimilisblaðið - 01.07.1965, Blaðsíða 32
sem maður gerir, þegar maður verður ást- fanginn." Margie var illa við að viðurkenna, að þetta væri satt, en henni fannst eigi að síður, að hann hefði nokkuð til síns máls. Hún hafði elskað — elskað Dan af öllu hjarta. Hún hafði gefið sig á vald náð hans og manngæzku, en um leið og hann sýndi henni vantraust hafði hann hæft hana í hjartastað. Hafði sú hamingja, sem hún hafði áður notið í kynnum sínum við Dan, verið þess virði að gjalda hana með allri þeirri smán og sársauka, sem hún varð að þola nú? Alek Wyman hélt áfram: „Ég vissi, að Kitten myndi reyna að þvinga í gegn hjóna- skilnað, en mig grunaði ekki, að hún myndi blanda inn í málið einhverjum sem hún þekkti. Eg hélt nánast, að þetta væri eitt af þessum uppistöndum sem kunningj- ar manns eru alltaf að lenda í annað slagið. En mér finnst þetta nokkuð kindugt mál, verð ég að segja. Mér skilst, að Clive myndi vilja ganga inn á skilnað, er ekki svo?" Hún hikaði við að svara. „Ekki held ég það," svaraði hún að lokum. ,,Og þess vegna mun það hafa verið, sem hún reyndi að koma okkur að óvörum. Hann elskar hana nefnilega enn, skiljið þér. ..." „Ég hef ímyndað mér, að hann væri orð- inn þreyttur á henni og væri að skemmta sér upp á eigin spýtur." „En það er ekki tilfellið," svaraði hún uppnæm. „Clive hefur aldrei svo mikið sem litið á aðra konu." Hann brosti dauft. „Ekki einu sinni á yður?" Enn einu sinni þaut blóðið fram í kinnar henni. „Það — það er hlægilegt. Við höf- um þekkzt —" „Frá því þið voruð börn, já!" Rödd hans var ertin. „En það þarf ekki að hindra hann í að líta á yður sem konu — að auki sem mjög aðlaðandi konu. Ef hann neitaði Kitten um skilnað, er hann sjálfur ábyrg- ur fyrir afleiðingunum." Skyndilega smellti hann saman fingrum út í loftið og leit á hana eins og hann hefði fengið hugmynd. „Nú man ég! Sagði Kitten mér ekki einu 164 sinni, að þér væruð trúlofuð bróður henn- ar? Hann hlýtur þó að hafa eitthvað að segja í þessu máli." „Ég var trúlofuð Dan, en ég er það ekki lengur," svaraði Margie hátíðlega, en áður en henni tækist að líta undan hafði hann séð þjáninguna, sem lýsti sér í augnaráði hennar. Og honum skildist, að hún vildi fremur deyja en tjá tilfinningar sínar fyrir honum. Hann brá snöggt við og gekk burt frá henni. Hann skildi ekki sjálfur, hvers vegna hann hafði svona mikla samúð með þessari stúlku, sem ekki hafði nokkra minnstu þýðingu fyrir hann. Andartaki síðar sagði hann eins og ann- arshugar: „Jæja, svo þér hafið slitið trú- lofuninni? Þetta sannar einmitt hið óstöð- uga eðli ástarinnar. Að því er ég bezt fse skilið, viljið þér fá mig til að tala við Kitten, en finnst yður ekki, að þér ættuð heldur að tala fyrst við Clive og fá hann til að fallast á hjónaskilnað á ofur venju- legan hátt?" „Ég — ég gæti svo sem reynt það," svar- aði hún lágt. „Ef hann er sannur karlmaður, fellst hann á það," sagði hann. „Clive er prýðis maður," svaraði Margie og var strax búin að taka upp' hanzkann fyrir hann. Það varð stutt þögn. Hann gekk fast að henni, og það var annarlegur glampi l svörtum augum hans. „Það skyldi þó ekki vera, að þér væruð sjálf dálítið ástfangin af Clive?" „Nei." „Gott er nú það," sagði hann. „Ég vildi bara fá að vita það." Hann gekk aftur og fram um gólfið í nokkrar mínútur, en sagði svo að lokum: „Ágætt; ég ætla að vita, hvað ég get gert varðandi Kitten. Að sjálfsögðu get ég ekki lofað því, að hún hætti við skiln- aðarmálið, en ég ætla að biðja hana um að blanda yður ekki inn í það." Hún stóð á fætur. Varir hennar titruðu örlítið, þegar hún sagði: „Ég veit ekki, hvernig ég á að fara að því að þakka yður." „Ég myndi ofur einfaldlega ekki ksera mig um, að þér ættuð í brjósti þakklætis- HEIMILISBLAÐI5

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.