Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.07.1965, Síða 33

Heimilisblaðið - 01.07.1965, Síða 33
tilfinningu í minn garð. Slík tilfinning eyði- leggur sérhvern kunningsskap. Fólk verð- ur aldrei vinir, ef þakklætiskenndin er með í leiknum." Svo bætti hann við án alls há- tíðleika: „Mynduð þér kæra yður um að vera vinur minn?“ Margie var alls ekki Ijóst, hvort hún vildi verða vinur hans eða ekki. Stundum féll henni mjög vel við hann, en stundum fannst henni hún vera full tortryggni í hans garð. Sjónarmið hans öll voru svo gerólík hennar sjónarmiðum. „Þér treystið mér ekkert sérlega vel?“ spurði hann blíðlega, og þegar hún svaraði ekki um hæl, leið yfir varir hans dauft, kaldhæðnislegt bros. ,,Má vera, að þér haf- ið rétt fyrir yður. Engin kona ætti nokkru sinni að treysta karlmanni — að minnsta kosti ekki, ef hún lítur þokkalega út eða yel það. En hvað um það — viljið þér taka úhættunni?" „Gott og vel.“ Hún brosti við honum, °g af einhverri óskiljanlegri ástæðu létti henni stórum. „Heyrið mig, þér verðið að borða mið- dag með mér,“ sagði hann. „Hg er glor- hungraður, og ég er mjög hættulegur, þeg- ar ég er soltinn." „En ég bý hjá vinkonu minni,“ svaraði ^fargie. „Hvað um hana?“ „Vinkonur eru þekktar að því að sýna n*rgætni,“ svaraði hann og brosti. „Þarna er síminn, gjörið svo vel.“ Hún hikaði andartak, en ekki lengi. Eitt- hvað sem var sterkara allri skynsemi kom henni til að segja já. Hún gekk að síman- Um og valdi númer Mavis. „Ert það þú, Mavis?“ sagði hún. „Þú verður að hafa mig afsakaða, en það dregst svolítið að ég komi heim. Borða úti? Nei ■“ Hún sótroðnaði í framan. „Það er alls ekki um það að ræða.“ „Jú, það er nú einmitt það, sem um er að ræða,“ sagði Alek þegar hún lagði nið- yr tólið. „Þessi vinkona yðar, — það lítur Ut fyrir að hún sé gædd sæmilega heil- brigðri skynsemi."--------- . Þau snæddu miðdegisverð i veitingahús- lnn „Eftir kokkteilinn“. Þarna þurfti eng- an kvöldklæðnað, en samt var þetta ein- hver vistlegasti og dýrasti staður sem hægt ^EIMILISBLAÐIÐ var að snæða í miðdegisverð í allri Lund- únaborg. Klúbbur þessi var stofnaður af fá- mennum hópi í einskonar mótmælaskyni við alla þá dýru þar sem ekki mátti dansa nema í samkvæmisklæðnaði. Það var bæði hægt að dansa og borða í þessum stað. Og hann var tilvalinn fyrir fólk, sem hvorki hafði tíma eða löngun til að fara heim og skipta um föt eftir kokkteilboð í eftirmið- daginn. Fyrirtækinu hafði verið valinn staður í gömlu húsi í Mayfair, innréttuðu eftir nútíma kröfum. Árangurinn var vist- legt og skemmtilegt veitingahús, sem var orðlagt fyrir góðan og fjölbreyttan mat. Þarna voru mikil líkindi til að hitta ein- hvern sem maður kannaðist við. Alek var einn af stofnendum þessa húss. Hann hafði átt þátt í stofnun svo margra klúbba, að hann mundi það varla sjálfur. En „Eftir kokkteilinn“ var eigi að síður eftirlætis- klúbburinn hans. VI. KITTEN BREGÐUR 1 BRÚN Margie hafði heyrt getið um þetta veit- ingahús, og dapurleiki hennar rénaði til muna, þegar hinn svarti Bentley-bíll Alex sveigði upp að fornlegri innkeyrslunni framan við húsið. Glaðlegt og skrafhreifið fólk var á leið þangað inn. Áhrifin af staðn- um voru fremur í ætt við þau sem mað- ur á að venjast við heimahús en opin- bera staði. I gamaldags anddyrinu var komið fyrir rúmgóðum og snotrum bar. Smáborð stóðu hér og hvar eins og gor- kúlur, við barinn var röð af háum stól- um, máluðum í sterkum litum. Barþjónn- inn, klæddur tandurhvítum jakka, hristi kokkteilinn eins og væri það æðsti mun- aður lifs hans. Upp að barnum hallaðist einn þessara óhjákvæmilegu skemmtanaslævuðu ungu manna og reyndi að líta út eins og hann væri upp yfir allt hafinn, en sannleikur- inn var sá, að honum fannst hann vera botnlaust einmana. Það var hún sömuleiðis ríka konan úr hástéttinni, sem var allt of gömul og allt of feitlagin til að vera í sam- 165

x

Heimilisblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.