Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.07.1965, Blaðsíða 34

Heimilisblaðið - 01.07.1965, Blaðsíða 34
fylgd svo ungs manns — sem að auki var alltof vel klæddur og strokinn til að geta verið sjálfur úr hástéttinni. Þarna var sömuleiðis lífvarðarforinginn ungi og litla, sæta, Ijósleita kærastan hans úr sveitinni. Þarna var viðskiptajöfurinn með ofur- gnægð peninga og konu sina, sem eyddi mestum tíma sínum á snyrtistofum og í kjólaverkstæðum. Þau voru þarna öll, rétt eins og þau fyrirfinnast hvarvetna þar sem fínt fólk kemur saman á annað borð. Margie varð stórhrifin. Þetta var fyrsta skref hennar á braut hins glaðlega Lund- únalífs. Þau settust í djúpa hægindastóla. „Tvö glös sérrí,“ sagði Alek við þjóninn. Er þau höfðu dreypt á gullnu sérríinu, sagði Alek og brosti: „Skál fyrir vináttu okkar, Margie. Þér lítið svo ljómandi vel út með þennan roða í vöngunum, að það hryggir mig að það skuli aðeins vera vin- átta okkar sem ég get skálað fyrir. Segið mér nú eitthvað um yður sjálfa.“ Hún sagði honum frá Sturton-bæ, og frá föður mínum. Stuttu síðar gengu þau inn fyrir til að matast. Hann hóf máls á að ræða um nokkur leikrit, sem nýlega höfðu verið sett á svið, og varð mjög undrandi yfir því, að hún skyldi ekki hafa séð neitt þeirra. „Ég er ekki annað en sveitastelpa,“ sagði hún brosandi. „Að undantekinni þessari skyndiferð minni til borgarinnar á dögun- um, hef ég ekki komið hingað í meira en ár.“ „Það verður að verða breyting á því,“ sagði hann. „Ég hef í hyggju að ala yður svolítið upp, hvað þetta snertir, og sýna yður það sem er þess vert að sjá það í borg- inni.“ Hún brosti. „Ég er annars hrædd um, að þér fáið ekki tækifæri til þess. Ég er f jarska sjaldan hér í borginni." „Við getum allavega komið því í kring,“ sagði hann. Hann greip skyndilega i hönd hennar undir borðinu. „Viljið þér endilega, að ég þéri yður, Margie?“ Hún vissi, að þau voru komin út á hálan ís. Það var ekki aðeins það, hvað hann sagði, heldur hið innilega blik í augum 166 hans, hið fasta grip hans um hönd henn- ar undir borðinu. Óðara kom henni Dan til hugar, Dan, — sem hafði svikið hana svo smánarlega. Og í sömu andrá gerði hún sér grein fyrir því, að hún hataði Dan.... „Ég gæti kannski skroppið í borgina stöku sinnum,“ sagði hún hikandi. „Nei, — sjáið þér þarna!“ hvíslaði hún allt í einu. Kitten var komin inn í veit- ingasalinn í fylgd með öðrum. Hún var fegurri ásýndum en Margie hafði nokkru sinni séð hana. „Já, þarna höfum við sem sagt Kitten ljóslifandi," sagði Alek léttilega. Kitten stóð á miðju dansgólfinu og starði á þau, hvort um sig. Þegar fólk stóð a fætur og tók að dansa, gekk hún að borð- inu þangað sem þau Alek og Margie sátu. „Jæja,“ sagði hún. „Þetta kemur þó sann- arlega á óvænt.“ Alek reis úr sæti til hálfs. „Setztu hjá okkur, Kitten, og þiggðu glas af sérrí,' sagði hann. Hún hristi höfuðið. „Nei, ég þakka fyrir- Ég verð að vera með hinu fólkinu." Mavis stríðir Margie með því morgun- inn eftir, er hún hefur hlustað á sögu hinn- ar síðarnefndu, að hún sé ástfangin at Alek Wyman. En Margie sver og sárt við leggur, að það sé hún ekki. Og þó. Eftu því sem þær ræða lengur um þetta, kemst Margie ekki hjá því að viðurkenna fyrir_ sjálfri sér, að örlítið sannleikskorn var 1 þessu. Ástfangin — það var stórt orð, og kannski var hún það ekki; ekki ennþá, en hrifin. En svo hafði talið sveigzt a Dan. „Afsakaðu, ég gleymdi að þú ert ann- ars trúlofuð,“ sagði Mavis. „Ég sá hann víst þegar ég heimsótti þig í fyrrasumau var það ekki? Hár maður, myndarlegu1' en ekki laus við að vera montinn, ef man rétt. Nei, annars, það er ekki setlun mín að særa þig — en flestir karlmenn eru nú óneitanlega montnir.“ „Mér finnst Dan í rauninni ekki mon inn,“ svaraði Margie. „Annars get ég sag^ þér, að ég er ekki trúlofuð honum lengu1 • heimilisblaði£)

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.