Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.07.1965, Blaðsíða 35

Heimilisblaðið - 01.07.1965, Blaðsíða 35
„Jæja, hefur nú sletzt upp á vinskapinn," tautaði Mavis. „Þú hefur sem sagt verið að skemmta þér í gærkvöldi til þess að drekkja sorgum þínum?" „Nei, það var nú ekki þannig," svaraði Margie og roðnaði. „Ég kom í bæinn til að ¦— tala um viðskiptamál við herra Wy- man." „Viðskiptamál!" Mavis keyrði höfuðið aftur á bak og hló. „Ég verð að segja, að Pað hefur verið f jarska upplífgandi og ár- angursríkt viðskiptarabb. Það vildi ég °ska, að einhverjir af ritstjórunum, sem ég vinn fyrir, hefðu samskonar hátt á því að ræða um viðskiptamál. Ég býst við, að það toyndi hafa geysigóð áhrif á sköpunargáfu ttiína." Hún leit í kringum sig í vinnu- stofunni, þar sem allt var í megnustu óreiðu. >>En segðu mér annars eitthvað meira Urn þenna nýja vin þinn herra Wyman," sagði hún eftir stutta þögn. „Er honum alvara?" „Það er ekki um neitt slíkt að ræða, Mavis," svaraði Margie stutt í spuna. „Auk Pess er hann ástfanginn af annarri." >>Slíkt ætti nú aðeins að gera þig enn spenntari fyrir honum," skaut Mavis inn í. „Hvers vegna reynirðu ekki að keppa við hana um hann?" >>Það gæti ég ekki," svaraði Margie. Og skyndilega minntist hún þess, hve fögur asýndum Kitten hafði verið þegar hún Korn inn í salinn í síðum, grænum flauels- ^Jól, sem virtist vera óaðskiljanlegur hluti aí henni sjálfri. Hvernig ætti hún nokkru sinni að geta keppt við slíka konu um hylli ^arlmanns? — En Alek hafði reyndar ^yssthana í gærkvöldi. .. . »Þú ættir að taka inn höfuðskammt og .eSgja þig svolitla stund. Þú lítur verulega Ula út," sagði hún umbúðalaust. >>Það er þó ekkert móts við það, hvernig "^er líður," svaraði Margie aumlega. „En e§ verð að hringja fyrst, — því hafði ég ^stum gleymt." Henni tókst að ná sambandi við Clive aQUr en hann færi til skrifstofunnar. »Eg — ég verð að fá að tala við þig, Heimilisblaðið Clive. Gætum við ekki hittzt, áður en ég fer heim aftur?" „Já, að sjálfsögðu. Hvað segirðu um að snæða með mér hádegisverð ? Geturðu ekki hitt mig í veitingastofunni Iris? Þú veizt, hvar það er?" „Já." „Var það ekki Clive Roland, sem þú varst að tala við?" spurði Mavis, þegar Margie hafði lagt tólið á. „Ég man vel eftir honum. Ég hitti hann stöku sinnum í gamla daga, þegar ég heimsótti þig. Hann var ástfanginn af þér — en giftist svo annarri." „Hann hefur aldrei verið ástfanginn af mér," mótmælti Margie. „Hvaða vitleysa!" sagði Marvis. „Hann varð bara ringlaður þegar hann kynntist annarri, en hvernig gengur annars hjá þeim tveim?" „Það gengur alls ekki," svaraði Margie. „Hún vill fá skilnað." „Hamingjan góða!" Mavis lyfti höndum í fullkominni uppgjöf og skilningsleysi á þessu öllu saman. En það gladdi Margie, að hún kom ekki með neinar nánari spurningar um það mál. Hún tók inn tvo höfuðskammta, að und- irlagi Mavisar, og lagði sig á eftir. En hún hélt áfram að vera óvenju sljó og miður sín, og það var hún ennþá, er hún kom til fundar við Clive um eittleytið. VII. MlN EINA VON Clive var heldur ekki sem hraustlegast- ur. „En hvað það er gaman að hitta þig aft- ur, Margie," sagði hann. „Mig hefur lang- að til að sjá þig frá því ég sendi þér bréfið. Ég get ekki sagt þér nógu ljóst, hvað allt þetta hefur kvalið mig. Hvað sagði ann- ars faðir þinn?" Hann leit rannsakandi á hana. „Er hann mjög óánægður með mig?" „Auðvitað er hann alls ekki óánægður með þig, Clive," flýtti hún sér að svara. 167

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.