Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.07.1965, Blaðsíða 36

Heimilisblaðið - 01.07.1965, Blaðsíða 36
„Því ætti hann að vera það? Þetta er ekki þér að kenna." „Ég — ég sagði Dan þetta," mælti Mar- gie eftir stutta þögn. „Það er að segja, að ég gerði það ekki, því að Kitten var búin að því þegar." Ósjálfrátt hrökk hann í kút. „Kitten? Hvernig gat hún gert það? Þú fórst heim samdægurs." „Þegar ég kom heim, var hann farinn til London. Kitten hafði gert boð eftir hon- um. Ég — ég sá hann ekki fyrr en tveim dögum síðar." ,,Æ, elsku bezta!" Rödd Clives var hás af meðaumkvun. „Eg — ég veit ekki, hvað ég á að segja, Margie. En mér hefur aldrei á ævinni fundizt ég vera jafn bágborinn. En hvernig gat hann trúað því sem hún sagði, úr því hann þekkir þig jafn vel og hann gerir? Það er — það er óskiljanlegt með öllu. Og það er viðbjóðslegt —" „Þú mátt ekki segja meira, Clive," sagði hún bænarrómi. „Þetta er allt búið og gert. 1 rauninni ætti ég vist að vera þér þakk- lát. Úr því hann treysti mér ekki betur en þetta, hvernig hefðum við þá átt að geta orðið hamingjusöm í hjónabandi? Clive —" Hún hallaðist fram á borðið og bætti við í lágum hljóðum: „Ég fór út með Alek Wyman í gærkvöldi." Hann starði á hana eins og hann tryði henni ekki. Blóðið þaut út í gagnaugun og hamraði þar. „Ég er hræddur um, að ég skilji ekki, hvað þú ert að fara —" „Mér datt í hug, að hann gæti kannski talað af viti við Kitten," sagði hún. „Þú sagðir í bréfi þínu, að hann og Kitten væru miklir vinir. Ég hef aldrei sagt þér, að ég hitti hann þarna um morguninn heima í íbúðinni þinni. Hann kom þangað til að hitta Kitten að máli. Og þá spurði hann mig, hvort það væri nokkuð, sem hann gæti gert. Eins og á stóð gat ég ekki séð þá, að hann gæti nokkuð gert. En heima í Sturton fór ég að hugleiða, hvort hann gæti ekki þrátt fyrir allt orðið að liði, — ef ég gæti fengið hann til að tala við Kitten —" Það varð steinhljóð um stund. Clive sarg- aði allt hvað af tók með hnífnum steikar- 168 stykkið sem hann hafði fengið á diskinn. Skyndilega leit hann upp og spurði hásum rómi: „Einmitt. Og hvað sagði hann svoV „Hann — hann var þeirrar skoðunar, að bezt væri að þú samþykktir skilnað- inn. Hann — hann hélt hún myndi láta ógert að blanda mér í málið, ef þú sani- þykktir skilnað." „Della!" sagði hann stuttur í spuna. -— Hann starði ofan í diskinn og hélt áfram að skera kjötið. „Clive!" sagði hún í bænarrómi. ,,Ga?t- irðu ekki gert það? Það — það er ekki aðeins um mig eina að ræða. — Sjáðu til, það er — það er einnig hann faðir minn- Þessi bannsetta frænka hennar Kittenar, sem hefur borið þetta út um allt, og árang- urinn er sá, að sjúklingarnir hverfa í hóp- um frá pabba. Allt hans starf er í voða, og ég get ekki afborið það, að sökin skuli vera mín." „Það — er líka erfitt að hugsa sér það, svaraði hann. „Mig tæki það sárt, ef ann- að eins ætti sér stað, Margie. Þú veizt> hvað ég hef alltaf haft miklar mætur á föður þínum." „Viltu þá vera svo vænn að setja þig : samband við Kitten og fara eftir því sem hr. Wyman lagði til?" Hann þorði ekki að horfa framan í hana, en hélt áfram að berjast við steikarbitann á diskinum, enda þótt hann æti ekki bita af honum. .„Ég geri ekki ráð fyrir, að það gagnað1 neitt," sagði hann svo eftir stutta þögn- „1 einlægni, Margie, þá trúi ég því ekk1- Eina vonin um að fá Kitten til að láta málið niður falla er sú, að hægt sé að koina henni í skilning um, hvílíka sorg hún lel." ir yfir þig. Ég — ég get fengið hana tn að falla frá málssókn með því móti, °r; ugglega. Ef ég hinsvegar gef eftir hjona skilnað, grípur hún óðara tækifærið, °# þá hef ég misst alla von um að fá han nokkru sinni til mín aftur." ._ „Clive!" Hún horfði á hann yfir borðiö- full efa og kvíða. „Þú átt þó ekki við Þa9j að þú viljir heldur sjá mig flækjast inn þetta mál og á þennan hátt, en ganga inn á venjulegan skilnað?" „Það er ekki það, Margie," svaraði han heimilisblap10

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.