Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.07.1965, Síða 36

Heimilisblaðið - 01.07.1965, Síða 36
„Því ætti hann að vera það? Þetta er ekki þér að kenna.“ „Ég — ég sagði Dan þetta,“ mælti Mar- gie eftir stutta þögn. „Það er að segja, að ég gerði það ekki, því að Kitten var búin að því þegar.“ Ósjálfrátt hrökk hann í kút. „Kitten? Hvernig gat hún gert það? Þú fórst heim samdægurs." „Þegar ég kom heim, var hann farinn til London. Kitten hafði gert boð eftir hon- um. Ég — ég sá hann ekki fyrr en tveim dögum síðar.“ „Æ, elsku bezta!“ Rödd Clives var hás af meðaumkvun. „Ég — ég veit ekki, hvað ég á að segja, Margie. En mér hefur aldrei á ævinni fundizt ég vera jafn bágborinn. En hvernig gat hann trúað því sem hún sagði, úr því hann þekkir þig jafn vel og hann gerir? Það er — það er óskiljanlegt með öllu. Og það er viðbjóðslegt —“ „Þú mátt ekki segja meira, Clive,“ sagði hún bænarrómi. „Þetta er allt búið og gert. f rauninni ætti ég víst að vera þér þakk- lát. Úr því hann treysti mér ekki betur en þetta, hvernig hefðum við þá átt að geta orðið hamingjusöm í hjónabandi? Clive —“ Hún hallaðist fram á borðið og bætti við í lágum hljóðum: „Ég fór út með Alek Wyman í gærkvöldi.“ Hann starði á hana eins og hann tryði henni ekki. Blóðið þaut út í gagnaugun og hamraði þar. „Ég er hræddur um, að ég skilji ekki, hvað þú ert að fara —“ „Mér datt í hug, að hann gæti kannski talað af viti við Kitten,“ sagði hún. „Þú sagðir í bréfi þínu, að hann og Kitten væru miklir vinir. Ég hef aldrei sagt þér, að ég hitti hann þarna um morguninn heima í íbúðinni þinni. Hann kom þangað til að hitta Kitten að máli. Og þá spurði hann mig, hvort það væri nokkuð, sem hann gæti gert. Eins og á stóð gat ég ekki séð þá, að hann gæti nokkuð gert. En heima í Sturton fór ég að hugleiða, hvort hann gæti ekki þrátt fyrir allt orðið að liði, — ef ég gæti fengið hann til að tala við Kitten —“ Það varð steinhljóð um stund. Clive sarg- aði allt hvað af tók með hnífnum steikar- 168 stykkið sem hann hafði fengið á diskinn. Skyndilega leit hann upp og spurði hásum rómi: „Einmitt. Og hvað sagði hann svo?‘ „Hann — hann var þeirrar skoðunar, að bezt væri að þú samþykktir skilnað- inn. Hann — hann hélt hún myndi láta ógert að blanda mér í málið, ef þú sam- þykktir skilnað.“ „Della!“ sagði hann stuttur í spuna. —' Hann starði ofan í diskinn og hélt áfram að skera kjötið. „Clive!“ sagði hún í bænarrómi. „Gæt- irðu ekki gert það? Það — það er ekki aðeins um mig eina að ræða. — Sjáðu tik það er — það er einnig hann faðir minn. Þessi bannsetta frænka hennar Kittenar, sem hefur borið þetta út um allt, og árang- urinn er sá, að sjúklingarnir hverfa í hóp- um frá pabba. Allt hans starf er í voða, og ég get ekki afborið það, að sökin skuh vera mín.“ „Það — er líka erfitt að hugsa sér það, svaraði hann. „Mig tæki það sárt, ef ann- að eins ætti sér stað, Margie. Þú veizb hvað ég hef alltaf haft miklar mætur á föður þínum.“ „Viltu þá vera svo vænn að setja þig 1 samband við Kitten og fara eftir því sem hr. Wyman lagði til?“ Hann þorði ekki að horfa framan í hana, en hélt áfram að berjast við steikarbitann á diskinum, enda þótt hann æti ekki bita af honum. .„Ég geri ekki ráð fyrir, að það gagna^1 neitt,“ sagði hann svo eftir stutta þögn' „1 einlægni, Margie, þá trúi ég því ekkr Eina vonin um að fá Kitten til að láta málið niður falla er sú, að hægt sé að koma henni í skilning um, hvílika sorg hún lei ' ir yfir þig. Ég — ég get fengið hana ú að falla frá málssókn með því móti, ör- ugglega. Ef ég hinsvegar gef eftir hjóna skilnað, grípur hún óðara tækifærið, þá hef ég misst alla von um að fá hana nokkru sinni til mín aftur.“ „Clive!“ Hún horfði á hann yfir borðý full efa og kvíða. „Þú átt þó ekki við Þa ; að þú viljir heldur sjá mig flækjast inn þetta mál og á þennan hátt, en ganga inn á venjulegan skilnað?" „Það er ekki það, Margie,“ svaraði han heimilisblAÐ15

x

Heimilisblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.