Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.07.1965, Blaðsíða 38

Heimilisblaðið - 01.07.1965, Blaðsíða 38
Við, sem vinnum eldhússtörfin Á sumrin tæmast stóru bæirnir, allir sem vettlingi geta valdið fara í sumar- leyfi. Margir bregða sér út fyrir land- steinana, en ekki eru það færri, sem nota sumarleyfið sitt til þess að skoða landið og hitta ættingja og vini úti í sveitum og kauptúnum. Það er því oft mikill gesta- gangur hjá húsmæðrunum úti á landi á sumrin. Þær vilja gjarnan gera vel við gesti sína í mat sem öðru. Hér eru nokkrar uppskriftir af góðum og tiltölulega fljótlegum ábætum: Rauður ljónsungi. 3 blöð matarlím, 2 dl kirsuberjasaft, ca. 4 msk. sykur, 1 msk. vanillusykur, % 1 súrmjólk, 7 blöð matarlím, % 1 rjómi. Bleytið matarlímið og bræðið það í ofur- litlu af kirsuberjasaftinni og blandið í af- ganginn af saftinni og hellið þessu hlaupi í 4 lítil form eða tebolla, sem búið er að skola í köldu vatni. — Látið hlaupið verða stíft. Blandið á meðan sykri og vanillu- sykri í súrmjólkina, bleytið matarlímið og bræðið í 2—3 msk. af vatni og hellið því síðan ylvolgu í súrmjólkina og þeytið á meðan. Þegar súrmjólkin fer að þykkna, blandið þá þeytta rjómanum út í (bragðið á, hvort þurfi að bæta sykri út í). Hellið strax súrmjólkurábætinum yfir hitt hlaup- ið og látið á kaldan stað. Má skreyta með niðursoðnum kirsuberjum og þeyttum rjóma. Súkkulaðiábætir. 100 gr. dökkt súkkulaði, 3 blöð matarlím, 170 1 dl. rjómi, 2 eggjarauður 1 tsk. kaífiduft (ekki nauðsynlegt) % 1. rjómi, möndlur. Brjótið súkkulaðið í tvennt og látið út í bráðið matarlímið, takið af hitann og þeytið rjómann og síðan eggjarauðurnar og látið þær út í ásamt kaffiduftinu. Hellið síðan þeytta rjómanum út og látið ábæt- inn í skálar. Látið á kaldan stað í 1 klst. Skreytt með þeyttum rjóma og söxuðum möndlum. Ambrosíusarkökur með ananas. 150 gr. smjör, 2 dl. sykur, 2 egg, 2 dl. hveiti, % tsk. lyftiduft, 4 msk. sjóðandi ananassafi og ef til vill smábitar af 2 ananassneiðum. SKRAUT: Ananassneiðar, þeyttur rjómi, vínber. Hálfbræðið smjörið, þeytið það í þétta froðu, ásamt sykrinum, og þeytið síðan eggin út í. Blandið saman hveiti og lyfti- dufti í síu og síið yfir. Hrærið þetta létti- lega saman og bætið síðan heitum ananas- safanum og bitunum út í. Látið deigið i 4—6 litla forma og bakið kökurnar við hægan hita (150°—160°), ca. 45 mín. Þeg- ar kökurnar eru bakaðar, er þeim hvolft úr formunum og framreiddar með ananas- bitum, þeyttum rjóma og vínberjum. Súkkulaðigleði. 75—100 gr. dökkt súkkulaði, 1 dl. vatn, ca. 3 dl. þeyttur rjómi, 2—3 sneiðar af ananas eða 3—4 ferskjur. Bræðið súkkulaðið, þeytið vatnið út i og kælið þessa súkkulaðisósu. Blandið síö- an saman helmingnum af köldu súkkulaði- sósunni og helmingnum af rjómanurn og skiptið því í 5—6 mjó ábætisglös. Látiö helminginn af rjómanum ofan á og stingi° hálfri ananassneiðinni eða hálfri ferskju ofan í. Hellið afganginum af sósunni yfir rétt áður en ábætirinn er framreiddur »- kaldur. HEIMILISBLAÐ10

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.