Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.07.1965, Qupperneq 39

Heimilisblaðið - 01.07.1965, Qupperneq 39
HÁRH), okkar mesta prýði. Það eru gömul sannindi, að það er mjög ftiikið undir hárinu komið, hvort við lítum val út og erum snyrtiiegar. Ef hárið lafir slétt og feitt og druslulega niður á axlirnar a manni, þá finnst okkur við sjálfar vera Þreyttar og slappar, og allar konur þekkja Þau áhrif, sem það hefur á okkur, þegar við vitum að hárið fer vel og er eins og Það á að vera. Ef húðin og hárið á að vera fallegt, verðum við að gæta þess að fá retta fæðu með nægum vítamínum, eink- Um og sér í lagi B-vítamínum, steinefnum, kjöti, fiski, osti og eggjum og þar að auki kög af hreinu lofti. Þar að auki þarf auð- Vítað að halda hárinu vel hreinu og bursta það vel (en alls ekki með nylonbursta). Það er einnig mjög gott að nudda hár- svörðinn vel. . EF hárið er feitt: Þvoið það þá oft upp Ur hárþvottalegi, sem er sérstaklega gerð- Ur tyrir feitt hár, og látið ofurlítið af sít- ^puusafa eða ediki í síðasta skolvatnið. Hálfþurrkið hárið og nuddið nokkrum r°pum af Kölnarvatni í hársvörðinn áður en setjið rúllur í það. EP hárið er mjög þurrt: Áður en þér Pvoig yður um höfuðið, þá hitið þið hár- svörðinn þannig, að þið vindið handklæði uPp í mjög heitu vatni og vefjið um höf- . Skiptið síðan hárinu í 5 hluta: einn hverri hlið, einn í hnakkanum og 2 á virfiinum. Nuddið olivenolíu með baðm- arhnoðra í hvern hluta hársins og látið 1Una vera í hárinu í tvo klukkutíma áður ------------- en þið þvoið hárið upp úr hárþvottalegi, sem gerður er fyrir þurrt hár. Notið gjarna pylsner, þegar þið setjið rúllur í hárið. EF hárið er mjög fínt: Veljið þá stutta og einfalda hárgreiðslu, sem þér getið sjálf- ar ráðið við vegna þess að fínt hár þarfn- ast mikillar umhirðu. Fáið ykkur perma- nent, það auðveldar hárgreiðsluna. EF hárið er gróft: Það er yfirleitt mjög fallegt að láta klippa þetta hár stutt og í styttur. Það er yfirleitt auðvelt að eiga við það og óþarfi að setja í það permanent. Gætið þess að bursta það vel á hverjum degi. EF hárið er lint: Eruð þið vissar um að þið borðið rétta fæðu? Það er ekki ósenni- legt að það myndi hjálpa ykkur að borða B-vítamín. Það gæti einnig verið gott að þvo það upp úr eggjahárþvottalegi. STORMUR Á MATTERHORN Framh. af bls. llfl. hvað á. Hann er á leiðinni áfram niður fjallið." „Það var undarlegt —“ Hans gamli Sturmer, sem stóð nærri, hristist allur af hlátri. „Ég held, að sá herra sé farinn niður eftir til þess að kaupa kerti,“ sagði hann, „til að brenna þeim frammi fyrir Maríu mey, í þakkarskyni gagnvart einum, sem bjargaði honum úr miklum háska.“ Varir Pálu titruðu og angistarsvipur kom í augu hennar. Svo leit hún upp til manns síns og brosti vandræðalega. „Elsku, elsku vinur minn,“ hvíslaði hún, „ég er fegin, að hann er farinn. Ég — sé svo eftir — öllu þessu. Þegar ég lá þarna uppi í snjónum, rann það upp fyrir mér, að þú varst sá eini, sem hefur nokkurt gildi fyrir mig. Án þín væri lífið og heim- urinn ekki neitt.“ ilisblaðið 171

x

Heimilisblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.