Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.09.1965, Blaðsíða 6

Heimilisblaðið - 01.09.1965, Blaðsíða 6
grábjörn synda þvert yfir vatn, slá hramm- inum í bakkann fyrir handan og synda rakleitt til baka. I annað skipti hafði ég annan björn á hælunum á mér margra kílómetra vegalengd. En hann hafði ekk- ert illt í hyggju; hann var bara forvitinn. Sömuleiðis hef ég orðið fyrir þvi, að björn hefur stungið hausnum inn í tjaldið til mín og sleikt mig í framan.“ Og eftir stutta þögn bætti hann við: ,,Ef þú veizt, hverju grábjörn kann að taka upp á í næstu andrá, þá veiztu meira en hann sjálfur veit.“ Nú er svo komið, að örlög grábjarnarins hanga á bláþræði, því hann er eftirsóttasta veiðidýr í þessum heimshluta. Hann er orðinn friðlaus á þeim slóðum þar sem hann var áður einvaldur, þannig að nú eru ekki eftir nema um 20.000 í Alaska og áreiðanlega ekki nema um 500 í öðrum hlutum Bandaríkjanna. Hinir síðasttöldu eru svo til allir í þjóðgörðum landsins, þar sem ferðamenn geta virt fyrir sér þetta skapmikla rándýr, sem eitt sinn var ókrýndur konungur auðnanna, en gerir sér nú að góðu að róta í ruslakirnum þjóð- garðanna. Alvarlegasta ógnunin við grábjörninn eru þó hin nýju veiðifyrirmæli, þar sem hann er veiddur úr flugvélum. I litlum, snúningsliprum vélum er hann eltur uppi varnarlaus á víðavangi, síðan er lent í grennd við hann og ,,veiðimaðurinn“ á ofur auðvelt með að sigra hann með skot- vopni sínu. Heyrzt hefur einnig, að veið- in sé oft stunduð af tveim vélum sam- tímis. önnur vélin setur veiðimennina á land, en hin sveimar yfir svæðinu, eltir dýrið uppi, gefur mönnum upplýsingar um hvar það heldur sig, og björninn hefur ekki hið minnsta tækifæri til undankomu. Hvaðanæva úr heimi hafa dýrafræðing- ar og veiðimenn hvatt yfirvöld Alaska til að koma í veg fyrir það, að grábirninum verði eytt. Eins og komið er, hefur tekizt að banna slíkar veiðar úr lofti í einu af 26 eyðihéruðum landsins, og friðunartím- inn á vorin hefur verið lengdur, þannig að erfiðara er fyrir veiðibráðamenn að elta dýrin uppi með skíðaflugvélum. En þetta tryggir ekki björninn mót þeim stöðugt aukna fjölda veiðimanna, sem 182 fljúga yfir auðnir Alaska. 1 rauninni er aðeins um eina björgunarleið að ræða: Alaska verður að banna allar veiðar úr lofti, og yfirleitt gera veiðilögin strangari svo að um munar. Þegar grábirninum er borin á brýn skap- illska, stafar hún meðal annars af því, að dýrin verða einatt fyrir slysaskotum frá óreyndum veiðimönnum, sem ekki tekst að drepa þau, heldur aðeins særa þau; auk þess þjást dýrin einatt af sjúkdómum, oft út frá slíkum sárum. Tökum til dæmis „Gamla rum“, risastórt karldýr sem hafð- ist við á bökkum Unuk-fljóts í suðaustur- Alaska. Urrið í honum var svo yfirgengi- lega hátt og óhugnanlegt, að fæstir veiði- menn þorðu að leggja leið sína inn í eyði- dalinn, sem þó var orðlagður fyrir urriða- og laxagengd í ánni. Óðara og björninn varð mannaferða var, jók hann öskur sitt um allan helming. Smám saman komust menn að raun um» að dýrið var orðið vitstola. Það var hættu- legt mönnum, og sérhver taldi það skyldu sína að vinna á því. Og að lokum tókst það. Hin risastóra hauskúpa var höfð til sýnis, svo að allir gætu virt hana fyrir sér. En heldur betur sljákkaði í áhorfendum> er þeir sáu hvernig höfuðkúpan var leikm- Nú varð mönnum ljóst, hvers vegna „Gamh rumur“ hafði hatað mannveruna: Árum saman hafði björninn ætt um auðnirnai með riffilkúlu blýfasta djúpt í heilanum. „Hvers vegna er máfurinn að vappa þarna, mamma veiddi laxinn handa okkur." HEIMILISBLAP15

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.