Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.09.1965, Blaðsíða 7

Heimilisblaðið - 01.09.1965, Blaðsíða 7
aðeins K ■Mc-k***********.* W sous Eftir André Mycho. Stuttur gamansamur einþáttimgur, sem fer fram á götuhorni í París, Maribot lætur eins og hann hafi fengið einum of mikið, og segir við blaðasalann: oGóðan dag, monsieur, ég vil gjarna fá eitt dagblað.“ Blaðasalinn: „Dagblað? Hvaða dagblað?“ Maribot: „0, það er mér alveg sama. Láttu mig bara fá eitt. Það er orðið langt siðan ég sá dagblaðið síðast, og nú á ég af tilviljun 5 sous afgangs, og þar sem ég gat hvort sem er ekki fengið neitt annað tyrir þá, sagði ég við sjálfan mig: ,,Theo,“ Sagði ég sem sagt, „þig langar til þess að §era asnastrik.... já... . þig langar til þess ■ ■ • nú kaupir þú einhverja ritsmíð“.“ Blaðasalinn: „Prýðileg hugmynd, vinur ^ninn! Nú, hvaða dagblað ættum við að taka? (í vafa). Ég veit sannarlega ekki, nvað ég á að láta yður fá. Viljið þér fá faris-Express eða Le Reveil Francais? Ég Sel mest af þeim.“ Maribot: „Það er mér alveg sama, eins ég sagði áðan. Takið það, sem yður lnnst sjálfum betra.“ Blaðasalinn: „Það veit ég ekki. Það er hokkurn veginn sama hvort er. .. .“ Maribot (kreistir aftur annað augað): ” ^u> að hvoru þeirra er meira gaman?“ Blaðasalinn: „Meiragaman? Gamansem- -uj yerður þeim sannarlega ekki að meini. t>ér viljið fá eitthvað skoplegt, ætt- j bér heldur að kaupa Joyeux Lyron eða e Bamboucheur. En ég vil aðeins segja d -Ur ^ v°nar og vara, að þau eru JTar’i- Þau kosta 1 franka og 50.“ jMariböt (skelfdur): „1 franka og 50? — a dið þér, að ég sé amerískur milljóna- þé^in^ur, sem er snúinn heim? Heyrið r góðurinn minn, ef ég hefði svo 1 a Peninga til þess að eyða, haldið þér ttElJVtTT ------- þá, að ég mundi kaupa pappír með gamalli prentsvertu fyrir þá? Hafið þér eiginlega hugsað almennilega um það, hve mikið er hægt að kaupa fyrir 1 franka og 50?“ Blaðasalinn: „O, ég veit að minnsta kosti, að það er ekki hægt að kaupa herragarð fyrir þá.“ Maribot: „Að vísu ekki. En fyrir 30 sous er hægt að kaupa. . . .ja. . . . hvern þrem- ilinn er hægt að kaupa. . . . indælis steik- arsneið, ein axlabönd, hálft pund af baun- um, einn lítra af mjólk, einn pakka af eld- spýtum, svamp, tvær ferðir í hringekju, og....“ Blaðasalinn (grípur fram í óþolinmóð- ur): „Já. .. .takk. . . .þetta er allt gott og blessað. Ég neyði yður ekki til þess að kaupa. Takið eitt af blöðunum á 5 sous og Ijúkum þessu af. .. .“ Maribot (yfirlætislega): „Hó, hó! Þér skuluð ekki vera með nein ónot í minn garð. Að vísu er viðskiptavinur, sem kaup- ir aðeins fyrir 5 sous, aðeins lítill viðskipta- vinur, en það er þó verzlun, og hann er viðskiptavinur þrátt fyrir allt. Og hvað sjálfan mig snertir, hef ég að vísu ekki efni á að borga 1 franka og 50 fyrir pappírs- blað, en ég er heiðarlegur verkamaður, og get gert tilkall til þess, að meðbræður mín- ir sýni mér virðingu.“ Blaðasalinn (sækir í sig veðrið): „Ég er ekki heldur að halda öðru fram, er það? En þér getið eflaust skilið, að ég hef ekki tima til þess að rökræða svona lengi við hvern einstakan af. .. . “ Maribot: „Hvað segið þér? Rökræða? Ég er alls ekkert að rökræða. Nei, þvert á móti! Ég krefst ekki einu sinni þess að fá ákveðið blað, en ég læt mér nægja að taka það, sem þér veljið. .. . “ Blaðasalinn: „Gott. Kaupið þá Paris- Express.“ Maribot: „Andartak! Andartak! Áður en við festum kaupin, getið þér víst veitt mér nokkrar upplýsingar?“ Blaðasalinn (andvarpandi): „Auðvitað, talið bara!“ Maribot: „Allir hafa sínar eigin skoð- anir í stjórnmálum, þess vegna vil ég gjarna vita: Hvaða stefnu eða lit hefur þetta blað?“ ílisblaðið 183

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.