Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.09.1965, Blaðsíða 8

Heimilisblaðið - 01.09.1965, Blaðsíða 8
Blaðasalinn (undrandi): „Hvaða stefnu? Það hefur hvorki eina né aðra stefnu. Það held ég að minnsta kosti ekki. Það eina, sem ég get sagt yður er það, að það er stjórnarblað.“ Maribot (ógnandi): „Hvað? Hvað segið þér? Er það stjórnarblað. Þökk fyrir, þá skuluð þér ekki ausa neinu upp handa mér. Og þetta ætluðuð þér að bjóða mér! Er til nokkuð gagnslausara en ríkisstjórn? Eigið bara stjórnarblaðsnepilinn yðar sjálfur. Látið mig fá annað í skyndi.“ Blaðasalinn: „Hægra eða vinstra?" Maribot: „Vinstra! Vinstra! Það var þá eitthvað til að spyrja um. En ekki öfga- blað.... auðvitað. Ég er framfaramaður, eins og allir góðir borgarar, sem vilja gjarna að verkamannastéttinni líði vel — vilja gjarna fá umbætur. . . . “ Blaðasaiinn (geðillur): „Og svo fram- vegis! Og svo framvegis! Við skulum ekki vera með neinar rökræður." Maribot (með áherzlu): „Umbætur, já! En með skynsemi og umhugsun. 6 klukku- stundavinnudagur til að byrja með. öllum verkamönnum greitt orlof. Verðlækkun á brauði! Ódýr baðhús. .. . ég aðhyllist nefni- lega þrifnaðinn. . .. “ Blaðasalinn (frá sér af reiði): „Afsakið . . . .afsakið. .. .ég. ...!“ Maribot (heldur áfram, eins og ekkert hafi í skorizt): „Góð hjúkrunarkona fyrir gamla fólkið, rafmagn í þorpin.... og Blaðasalinn (öskuvondur): „Nú er nóg komið af prédikunum yðar! Þér hafið tafið mig í heilan stundarfjórðung vegna eins blaðsnepils. Hypjið yður burt með þessa 5 sous yðar! — Ég hef aldrei lent í öðru eins!“ Maribot (gremjulega): „Hvað? Það lít- ur út fyrir, að yður sé skollans sama um þessa 5 sous mína? Veslings, veslings mað- urinn. Þér hafið auðsjáanlega ekki hug- mynd um, hvað hægt er að kaupa fyrir 5 sous....“ Blaðasalinn (tortrygginn): „Neh, nei! Það hef ég enga hugmynd um. .. .“ Maribot (án þess að hreyfa sig): „Fyi’ir 5 sous er hægt að kaupa eitt bréf af títu- prjónum, eina sneið af lifrarkæfu, 6 flibba- hnappa, einn asperínskammt, frímerki, eitt bréf af pipar. .. .!“ Blaðasalinn (alveg viti sínu fjær): „Ætl- ið þér að halda yður saman eða ekki Maribot: „Hef ég kannski ekki rétt til þess að tala. . . .já. . . .eða nei?“ Blaðasalinn: „Haldið yður saman, segi ég! Hérna hafið þér eitt blað. . . .ókeypis . . . .Og þarna haf'ið þér 5 sous í ofanálag- En farið svo burt. . . .í Guðs bænum. ■ og látið það verða svolítið fljótt.“ Maribot (ánægður): „Jæja! Þér eruð þrátt fyrir allt ekki eins slæmur og Þer lítið út fyrir að vera.“ (Um leið og hann fer): „Þrenn viðskipti af þessu tagi. . • • Þa getur maður leyft sér að fá sér hress- ingu!“ Starfsmenn dýragarðanna í Englandi koma við og við í heimsókn hver til annars. — Nýlega voru nokkrir utan af landi í heimsókn í dýragarð- inum í Lundúnum, og fengu þá að koma á bak á úlfalda. 1.800 milljón alpahermenn hafa að undanförnu verið að æf- ingum í frönsku ölpunum. —■ Ný tæki og fatnaður hefur verið reyndur við þessar æf- ingar. Á myndinni er franskur Alpahermaður í fjöllunum við Sognan að reyna talstöð. 184 HEIMILISBLAðI£)

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.