Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.09.1965, Blaðsíða 12

Heimilisblaðið - 01.09.1965, Blaðsíða 12
Svo þagnaði píanóið uppi hjá Michael Challis einn morguninn, og hann gekk út, klæddur beztu fötunum sínum. Þegar hann kom aftur um sexleytið um kvöldið hljóp hann blístrandi upp tröppurnar. Millie heyrði í honum og sagði aftur við sjálfa sig: „Ég er glöð hans vegna — allshugar glöð.“ Hann kom aftur að matborðinu þetta kvöld og var mjög kátur. Það var auðséð, að eitthvað gleðilegt hafði komið fyrir hann, en hann talaði ekkert um það, en brosti aðeins. Um tíu-leytið að morgni, þrem dögum síðar, kom símskeyti til Challis, og Millie hljóp upp með það. Hún stóð í dyrunum, á meðan Michael opnaði það, og hún hugs- aði: „Nú er því lokið. Hann er mér tapað- ur. Ekki svo að skilja, að hann hafi nokk- urn tíma verið minn.... “ Michael varð fölur af geðshræringu, þeg- ar hann hafði lesið símskeytið. „Ég ætla að fara til Parísar," sagði hann, „í dag með áætlunarflugvélinni. Dale vill fá að tala við mig. Hann er í París sem stendur. Hann sendir ferðapeninga. Ham- ingjan góða — Dale!“ Millie hafði ekki hugmynd um, að þetta var nafnið á einum af hljómlistarkonung- um Ameriku, sem hann var að nefna. Hún var hagsýn að vanda og sagði: „Nú skal ég hjálpa yður að láta niður í töskuna.“ Klukkustundu síðar stóð Michael við opnar dyrnar á leigubíl og hélt í hönd Millie. „Ég kem aftur eins fljótt og ég get,“ sagði hann. „Það er ákaflega mikilvægt, að ég geti náð tali af þessum manni þegar í stað. En ég á eftir að gera upp reikninga við yður. Ég hef ekki gleymt því, hve þér hafið verið mér góð.... ég get alls ekki komið orðum að því. Ég kem aftur eins fljótt og ég get.“ „Ég hlakka til þess að sjá yður aftur og frétta af velgengni yðar,“ sagði Millie. En hjarta hennar hrópaði til hans: „Ég elska þig. Þú tekur sjálft líf mitt með þér. Þú ert eina hamingjan, sem ég hef nokkru sinni kynnzt!“ En hjörtu tala með óheyr- anlegri röddu.--------- Viku síðar kom bréf frá París til Millie. 188 Michael Challis skrifaði hrifinn, að dans- lagið hans hafði verið keypt til notkunar í óperettu, sem átti að leika í New York í næsta mánuði, og Dale hafði sagt, að lagið mundi verða eitt af aðaldægurlögum ársins. Michael mundi græða auð fjár. — Hann endurtók í bréfinu það, sem hann hafði sagt um daginn við leigubílinn: „Ég kem aftur eins fljótt og ég get.“ Millie var fegin, að hann sendi ekki pen- ingana, sem hann skuldaði henni. Hún vonaði, að hann mundi gleyma að borga þá. Hún mundi vera hamingjusöm það sem eftir væri ævinnar vegna þeirrar vitneskju, að hún hafði lagt eitthvað í sölurnar fyrir hann. Hún sagði Ednu Dawn og hinum leigj' endunum, að Michael Challis væri á leið- inni að verða auðugur maður á þessu dans- lagi, hann hefði fengið innblásturinn við að sjá Ednu í ljósa kjólnum. Þeim fannst öllum mikið til um það, og það var al- menn skoðun, að Challis mundi bera upP bónorð við Ednu, þegar hann kæmi aftur sem efnaður maður. Millie var sjálf ekki í vafa um, að þannig mundi það fara. Síðdegis, dag nokkurn í júní var Milke að taka til í svefnherbergi einu, þegar hringt var dyrabjöllunni. Hún fór úr slopp11' um í skyndi, strauk yfir hárið og fór út og opnaði dyrnar. Þarna stóð Michael Challis. Hjarta Millie fylltist gleði. Hann var svo hraustlegur útlits og vel til fara. Hann val gjörólíkur fátæklega búna unga mannm' um, sem hafði búið í einu af minnstu her' bergjum matsöluhússins og leikið á leig11' píanó. Hann greip hönd hennar og hélt henn1 fastri og hló að undrun hennar. „Getum við nokkurs staðar talað saman ótrufluð?" spurði hann. Þau gengu inn í dagstofuna. „ „Það gleður mig mjög að sjá yður’ sagði Millie, „og að gæfan hefur verið y ur hliðholl." „Já, það hefur hún verið. Ég hef ven einstaklega heppinn. Ég hafði aldrei kug^ að mér, að þess konar atburðir gætu gelZ ' Og sú, sem ég á þetta allt að þakka. • • • HEIMILISBLAE>iU

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.