Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.09.1965, Blaðsíða 15

Heimilisblaðið - 01.09.1965, Blaðsíða 15
BJÖRNINN OG REFURINN Ævintýri eftir V. Chr. Asbjörnsen. Það var einu sinni björn, sem flatmag- aði í sólskininu og svaf. Svo bar til, að ref- læddist þar framhjá og kom auga á björninn. „Liggur þú nú þarna og hvílir Þig, afi gamli,“ sagði refurinn. ,,Þú skalt bara gæta þess, að ég snoppungi þig ekki, t>ar sem þú átt þér einskis ills von,“ bætti hann við í hljóði. Síðan tíndi hann þrjár hagamýs, sem hann lagði frá sér á trjá- bút rétt við nefið á birninum. ,,Vaknaðu, bangsi! Pétur veiðimaður er a bak við tréð!“ hrópaði hann um leið inn 1 eyrað á birninum og tók til fótanna eins bratt og hann gat, langt inn í skóg. Björn glaðvaknaði þegar í stað. En þeg- ar hann sá mýsnar þrjár, varð hann svo gramur, að hann lyfti hramminum og ætl- aði að berja þær, því hann hélt það hefðu verið þær, sem æptu á hann. En þá kom hann auga á skott rebba, sem lá á gægjum a*< við tré, og nú spratt björninn á fætur pg tók á rás á eftir rebba, svo að brakaði ’ ol]um lágskóginum. — Gekk nú svo um r)ð, að refurinn hafði betur, en björninn Var rðtt á hæla hans, og fór svo um síðir, a hann náði taki á hægri afturfæti skolla 1 sem hann ætlaði að fara að skjótast ni úr í rótarholu. Og þar sat rebbi fastur, en Var samt ekki lengi að hugsa sér, hvern- stlflr’ baunirnar, koma í ljós, þaktir þunnri, í surgrárrÍ bimnu- Hann þurrkar þá aftur að° f. ninu °S nuggar kjörnunum saman til n H^rlœgjá þessa gagnsæju himnu. Því i l'ti fioi<iíar hann baunirnar og lætur þær a * 1.a P°ka. Kaupendurnir koma, og pok- j nn eru fju^jr u úlfaldabökum yfir tor- jJnr míóu fjailveganna til hafnarborgar- í*ar sem si<iP bíða eftir að flytja ^hð út í heim. hhlM I ig hann ætti að fara að því að losna. „Slepptu trjárótinni og taktu fast um refsfótinn!“ hrópaði hann. Björninn var nógu einfaldur til að láta blekkjast, — en þá var rebbi kominn langt inn í holuna og kallaði út: „Þarna tókst mér að narra þig enn einu sinni, afi gamli!“ „Ojá, en það er geymt en ekki gleymt,“ rumdi í birninum, því að hann var bál- reiður. „Þakka þér fyrir daginn i dag, við hitt- umst á morgun um sama leyti,“ tísti í refnum. Að morgni næsta dags kom bjössi kjag- andi með stórt svín, sem hann hafði fláð, og þar sem hann kom nú yfir mýrina með byrði sína sat rebbi uppi á háum steini við mýrarjaðarinn og hugsaði sér gott til glóð- arinnar. „Góðan dag, afi sæll,“ sagði hann. — „Hvaða góðgæti er það, sem þú heldur á?“ „Það er nú flesk,“ sagði björninn. „Og ég hef nú sitthvað gott í pokahorn- inu líka,“ mælti þá refurinn. „Og hvað þá?“ spurði björninn. „Það er sú stærsta og sætasta hunangs- kúpa, sem ég hef fundið um mína daga,“ svaraði refurinn. „Ja, það var lóðið,“ rumdi björninn, ið- aði allur og Ijómaði — því að hann gat svo vel hugsað sér að fá gómsæta hunangs- sleikju. „Eigum við kannski að bjóða hvor öðrum af eigu hins?“ sagði hann. „Nei, ekki vil ég það,“ anzaði refur. En eigi að síður komust þeir að samkomulagi um að fara í smá kappþraut. Áttu þeir að nefna hvor um sig þrjár tegundir af trjám. Ef refurinn yrði fljótari að telja þær upp, skyldi hann fá að bíta einu sinni í svins- fleskið; en ef björninn yrði fljótari, skyldi hann mega sjúga einu sinni úr hunangs- kúpunni. — Og björninn þóttist viss um að geta sogið allt hunangið i einum teyg, ef út í það færi. „Já,“ sagði refurinn, „þetta er nú allt gott og blessað; en það segi ég þér, að ef ég vinn, þá skaltu verða skyldur til að rífa burt hárin af svíninu þar sem ég vil fá að bíta.“ LISBLAÐIÐ 191

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.