Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.09.1965, Blaðsíða 18

Heimilisblaðið - 01.09.1965, Blaðsíða 18
útvegaði svo marga hluthafa, að Hatton, sem geðjaðist ekki að líkamlegri vinnu, ákvað að koma eins miklu í peninga og unnt væri í kyrrþey og hverfa svo á brott einhvern góðan veðurdag. Þetta varð honum því auðveldara, þar sem Buytrago ákvað dag nokkurn að fara í ferðalag til þess að hefja áróður fyrir fyrirtækinu. Hatton varð eftir með ketti sína, rottur og fáeina svarta aðstoðarmenn, sem höfðu það aðallega fyrir stafni að drekka romm. Hann ákvað þó að biða eftir, að félaginn kæmi aftur, þar sem hann kæmi áreiðanlega með talsverða fjár- muni með sér. Hann undirbjó allt til brott- fararinnar á meðan hann beið. En hann gerði ekki ráð fyrir loftslaginu. Einn morguninn kom hvirfilbylur að þeim óvörum, eins og oft á sér stað á hafinu umhverfis Antilla-eyjarnar. Hann geisaði ofsalega í tvo daga. Svertingjarnir, sem sátu eins og venjulega í hnapp og drukku romm, urðu bókstaflega sundurmarðir á staðnum. Múrveggirnir, sem aðskildu rotturnar og kettina, ultu um koll í fellibylnum, og öll dýrin drukknuðu í vatnsflóðinu. —■ Hatton hafði sjálfur leitað hælis í jarð- húsi hærra uppi á eynni og bjargaði lífi sínu.“ ,,Þá hefur hann líklega flýtt sér að finna nýja fjármálamenn til þess að koma á fót öðrum katta- og rottubúum?“ spurði Har- old. „Æ, nei! Enginn vildi treysta honum eftir þennan viðburð — þó að ekki væri unnt að ásaka hann fyrir, að hvirfilbyl- urinn eyðilagði allt saman. En hann ivefur annars komið sér upp nýrri atvinnugrein, sem stendur í sambandi við ketti — aðeins svolítið öðruvísi en áður. Hann ferðast um með fjölleikahúsi og kemur fram í einu atriði með tíu tamda ketti.“ Grant and- varpaði. „Hatton er nú vorkunn, hugmynd hans var í raun og veru afburða snjöll.“ 1 Englandi drekka allra stétta menn te, og hvorki stríð eða bítlar trufla Englendinga í te- drykkju. Árleg teneyzla Eng- lendinga er 250 milljón kg. Blöndun tesins er mjög ná- kvæm, og sérfræðingar bragða á hverri blöndu áður en hún fer frá verksmiðjunum. Holland er eins og Danmörk, land reiðhjólanna. Það er því skiljanlegt, að þegar mynd- höggvarinn Bayens gerði högg- myndina Faðir og sonur, hafði hann reiðhjól með. Myndin er úr bronsi og stendur í Eind- hoven. Einn af sýningargripunum & úrasafninu í Wuppertal 1 Þýzkalandi er þetta sólúr, sem var smíðað í Frakklandi án 1750. Um hádegið skín sóUn á stækkunarglerið og kveikn í púðrinu í byssunni, svo a hún hleypir af. 194 HEIMILISBLáÐI0

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.