Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.09.1965, Blaðsíða 24

Heimilisblaðið - 01.09.1965, Blaðsíða 24
AF HEILUM HUG Eftir JENNYFER GRAYSON „En það er nú einu sinni svo í þessum heimi, að maður verður fyrst og fremst að hugsa um sinn eiginn hag; þess vegna hvarflar ekki að mér að ásaka þig.“ „Þú hefur látið hana kjafta frá þér allt vit, Alek, með þessum barnalega og heimska þvættingi, sem hún segir!“ hreyttí Kitten út úr sér í æsingi. „Ég veit hún lítur út eins og sveitastelpa, sem varla hef- ur miðlungsgreind, en. . . .“ „Góða, bezta Kitten,“ greip hann fram í fyrir henni. „Hún lítur alls ekki út eins og sveitastelpa með tæpa miðlungsgreind, og það sem hún segir er alls ekki barna- legur þvættingur. Það sem meira er: hún hefur ágætlega þroskaða kímnigáfu.“ „Það gleður mig svo sannarlega að heyra, að hún skuli geta séð skemmtilegu hliðina við það að vera bendluð við hjóna- skilnaðarmál!“ „Ég viðurkenni að vísu, að kímnigáfa hennar gengur ekki þaö langt, en maður getur heldur ekki ætlazt til þess. En væri það ekki bezt, að þú reyndir að fá skiln- aðinn á ofur venjulegan hátt?“ „Clive neitar að gefa skilnaðinn eftir, það veiztu. Ég — ég neyddist til að grípa tækifærið þegar það gafst. Alek-------- Hún rétti höndina biðjandi í áttina til hans. „Þú ásakar mig þó ekki, er það? Viltu ekki, að ég skilji við Clive?“ Hann svaraði ekki strax. Hann leit lengi á hendur sínar og lézt ekki taka eftir fram- réttri hendi hennar. „Kemur skilnaður þinn nokkuð mér við, Kitten?“ spurði hann loks. Hún náfölnaði, en í næstu andrá varð hún sem blóðstykki í framan. „Ég — ég hélt, að —,“ stamaði hún, en snöggþagnaði og beit sig í vörina, svo að minnstu munaði að blæddi. „Við höfum verið vinir, Kitten, ágætir vinir,“ sagði hann rólega. „Mér hefur ekki eitt andartak dottið í hug að þú tækir það öðruvísi en sem góðan vinskap.“ Aftur varð hún föl sem nár. Það var líkast því sem hann hefði slegið hana. Hún var hrædd, hræddari en orð fá lýst, því að henni var ljóst, að ef hún héldi nú ekki vel á spilunum, væri allt glatað. „Já,“ svaraði hún, „við erum vinir, Alek. Og einmitt af því við erum vinir, getur þér varla fundizt skrítið, þótt mér líki það ekki að heyra þig taka málstað þeirrar konu, sem hefur stolið frá mér manninum mínum.“ „Finnst þér raunverulega, að hún hafi stolið manninum frá þér?“ Rödd hans bjó yfir niðurbældu spotti. „Ég elska Clive ekki,“ svaraði hún lágt- „Það veizt þú vel, Alek.“ Hún leit á hann stórum, fögrum bænaraugum. Hann gaf þjóninum merki. „Gjörið svo vel að rétta mér vínkortið," sagði hann. Þau áttu erfitt með að halda áfram sam- talinu. I fyrsta skipti á sinni aðdáunar- mettuðu ævi var Kitten komin í aðstöðu, sem hún var ekki maður til að standast. Hún hafði alltaf treyst því, að Alek vildi giftast henni óðara en skilnaðurinn væri kominn í kring. Hún gat ekki afborið þá tilhugsun, að hún væri að missa hann út úr höndunum á sér. Hún elskaði hann meira en hún hafði elskað nokkurn annan mann. Og svo voru það líka peningarnir hans. Hún varö að hafa nóg af peningum- Hún gat bókstaflega ekki lifað, ef hún hafði ekki næga peninga handa á milli- Alek var loðnari um lófana en nokkur sa maður sem hún hafði kynnzt. Alek kenndi í brjósti um hana, og hon- um leið illa í hvert sinn, sem hann neydd- ist til að vorkenna einhverjum. Hann sagði vingjarnlega: „Langar þig 200 HEIMILISBLAÐlP

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.