Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.09.1965, Blaðsíða 27

Heimilisblaðið - 01.09.1965, Blaðsíða 27
aði: „Ó, það er svo hlálegt, Rita! Eins og ég sagði þér í gærkvöldi, þá er þetta bara stelpa sem ég kannast við ofan úr sveit, og hann neyðist til að sýna henni London. Við Alek skemmtum okkur konunglega við hádegisverðinn í dag, þegar við ræddum um hana. Þú hefðir bara átt að vita. . . .“ Hún hló eins og hún skemmti sér við til- hugsun um eitthvað sem enginn vissi nema hún ein. „Jæja, þú ættir þá að láta mann heyra • ...“, sagði Rita dræmt. „Þú verður að afsaka, en ég er alltaf tortryggin gagn- vart leyndarmálum af því tagi, sem enginn má vita nema einn maður.“ Dick Percel lagði handlegginn yfir um Kitten. „Svona, út með það. Trúðu okkur fyrir því; við segjum engum neitt.“ „Það getur þó ekki verið neitt varðandi Alek?“ tautaði Rita í æsilega lágum tón. „Jú, það er nú einmitt varðandi Alek,“ svaraði Kitten. Nú fannst henni sín vera freistað eins mikið og hægt var. „Og ef þið heitið mér því að segja það engum, þá skal ég láta ykkur heyra það.... Við Alek ætl- um að gifta okkur strax, þegar skilnaðui’- inn er kominn í kring. Við urðum ásátt Um það yfir hádegisverðinum í dag.“ Andartak fann hún til sigurstolts. Því að þótt þetta væri ekki satt, hvað gerði það til? „Ykkur kom saman um þetta yfir há- degisverðinum í dag?“ spurði Dick Per- cell. „Það er næstum einum um of soi’g- iegt. Ég hafði einmitt hugsað mér að biðla til þín í kvöld, en nú er það of seint.“ Hann bærði höndina hálfvegis í soi’g, hálfvegis i spotti, eins og leikari á sviði, og allir ^ðrir ráku upp hlátur. Siðan gi'eip hann eldingssnöggt um Kitten, brá henni upp á öxl sér og sagði hátt: „Skál fyrir hinni fögru og verðandi brúði!“ Gestirnir drukku henni til, og Kitten skálaði við þá brosandi. Henni fannst hún enn bera sigurinn úr býtum, enda þótt yiss óró væri tekin að bæra á sér innst inni. Ef Alek frétti nú þetta —! En hvern- ætti það að geta gerzt? Enginn af við- stöddum heyrði til því fólki sem hann um- Sekkst. Og ekki neinn heldur, sem þekkti nokkurn í hennar eigin fjölskyldu. Reynd- ar að Maude Fenton undanskilinni, en móð- ir hennar bjó í grennd við frú Swaything, — en hún gat nú fengið Maude til að lofa því að halda sér saman. . . . Hún sneri sér að Maude og sagði: „Þú fei’ð ekki að segja henni mömmu þinni neitt, er það? Þú skilur, að þetta er al- gjört leyndarmál þar til síðar meir.“ „Elsku bezta, ég segi ekki orð,“ fullviss- aði Maude hana um. „Mér kæmi aldrei slíkt til hugar.“ En þetta sama kvöld, þegar hún hafði ekkert annað fyrir stafni, skrifaði hún móður sinni og sagði henni fréttirnar. . . . XI. KITTEN FER TIL STURTON Margie var mjög fámál um för sína til Lundúna. Jafnvel nærfærnar spurningar föður hennar gátu ekki leitt neitt í ljós. Hún og Dan hittust ekki — það er að segja: þau töluðust ekki við — en fyrir kom, að sportbíllinn hans ók á miklum hraða framhjá henni á götu, og ef Margie tók eftir honum í tæka tíð, flýtti hún sér að líta í aðra átt eins og hún sæi hann ekki. Dr. Noi’man var ljóst, að henni leið síður en svo vel. Hann vildi mjög gjarnan fá hana til að ferðast eitthvað um stund- arsakir, en þegar hann fitjaði upp á því við hana, kom í Ijós, að Mai'gie var þess alls ófús. „Ég veit vel, að það er heimskulegt að vera hér kyrr og reyna að afbera þetta,“ sagði hún. „Það er ekki nein hreysti, held- ur heimska. En ef ég fer, þá segja allir, að ég hafi hopað af hólmi — og halda, að ég skammist mín.“ „Ég bjóst við, að þú myndir hugsa þann- ig,“ sagði dr. Noi’man. „Það væri líka vit- urlegast af mér að selja læknisstofuna og atvinnurekstui'inn, — ef það væri þá eitt- hvað lengur til að selja.“ Rödd hans varð beizkai'i en hann hafði ætlað sér. „En ég ætla mér heldur ekki að selja. Ég hef gert það sem ég hef getað fyrir þetta fólk í aldarf jórðung. Ef það kærir sig ekki um HEIMILISBLAÐIÐ 203

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.