Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.09.1965, Blaðsíða 28

Heimilisblaðið - 01.09.1965, Blaðsíða 28
að notast við mig lengur, þá gott og vel .... það um það. Fátækustu sjúklingarnir mínir eru þó jafn tryggir við mig og jafn- an áður, og guð blessi þá fyrir það. Það eru aðeins þeir efnameiri.... Ég óttast það, Margie, að peningar forherði hjörtu mannanna — enda þarf hart hjarta til þess að afla þeirra.“ ,,Ég geri samt ekki ráð fyrir, að allt ríkt fólk sé jafn harðbrjósta,“ svaraði Margie með gætni. Henni varð hugsað til Aleks — sem henni hafði að undanförnu, og sér til mikillar furðu, orðið tíðhugsað um — og jafnan með nokkurri gleði. Hún hafði skemmt sér ágætlega kvöldið góða. Og hún iðraðist þess alls ekki — þótt hún væri hissa á sjálfri sér fyrir það — að hún hafði leyft honum að kyssa sig. Það var Nancy, sem sagði henni, að Kitten væri komin í heimsókn til frænku sinnar. Og Nancy vissi það vegna þess að hún þekkti einkabílstjóra frú Swaythings, sem hafði sótt Kitten á brautarstöðina. Sem sagt, Kitten var komin. I sjálfu sér hafði það enga þýðingu til eða frá, nema hvað það varð heldur til að auka á óþægindi andrúmsloftsins. Margie var ekki í neinum vafa um það, hvers vegna frú Swaything hafði boðið Kitten að dveljast hjá sér. Og hún hafði rétt fyrir sér. I Sturton lék Kitten hlutverk hinnar sviknu eigin- konu svo vel, að jafnvel frænka hennar hafði ekkert út á hana að setja. Hún gekk svartklædd og notaði ekki annan andlits- farða en þann sem hún bar á löng og dökk augnahárin, og svo rauðan varalitinn. Svipur hennar var svo alvarlegur og rauna- mæddur, að fólki rann til rifja; og þá sjald- an hún brosti, var það greinilegt, að hún þurfti mikið að sér að leggja til að geta það. „Hún Kitten er svo hugrökk," sagði frú Swaything. „Hún er ekki að ásaka einn né neinn. Það er næstum óskiljanlegt, eftir allt það sem hún hefur orðið að þola.“ Ekki er þó hægt að bera á móti því, að frú Swaything ruglaðist dálítið í ríminu daginn sem hún drakk teið hjá frú Fen- ton vinkonu sinni. „Vesalingurinn hún Kitten," mælti frú Swaything. „Þetta er allt svo hræðilega erfitt fyrir hana. Hún er ekki búin að vera gift nema í eitt ár, og þá kemur þessi drós, Margie Norman, og eyðileggur hjóna- bandið gjörsamlega.“ „Ojæja, hún er þó ekki sárhryggari en svo, að hún hefur tilburði í þá átt að giftast öðrum manni strax og skilnaðurinn er kom- inn í kring,“ sagði frú Fenton. Frú Swaything sperrtist fyrirvaralaust í sætinu og góndi á hana. „Hvað í ósköpunum eigið þér við?“ spurði hún og greip andann á lofti. „Það kemur alis ekki til greina, að Kitt- en hugsi til að giftast strax eftir skilnað- inn. Eftir því, hvernig þetta hefur haft áhrif á hana, myndi ég fremur halda, að hún giftist aldrei aftur.“ „Þvættingur!" gegndi frú Fenton ákveð- in. „Maude dóttir mín var í samkvæmi með þessari frænku yðar, og þar lýsti hún því beinlínis yfir í allra áheyrn, að hún ætlaði að giftast Alek Wyman strax og hún væri orðin laus.“ „Þér hljótið að hafa misskilið dóttur yðar.“ Frú Swaything var beinlínis orðið erfitt um andardrátt. „Ég fullvissa yður um, að ég hef ekki misskilið neitt,“ svaraði frú Fenton. „Ég get með ánægju sótt bréfið sem Maude skrifaði mér og iesið þetta upphátt fyrb’ yður.“ „Já, en góða bezta —“ sagði frú Swaý- thing með andköfum, er hún hafði heyrt greinargóða lýsingu á samkvæmi Dicks Percells. „Ég get bara ekki trúað því enn .... Ég verð strax að fara heim og tala um þetta við Kitten.“ Hún sló saman skaftgleraugunum sín- um harla ákveðin, svo að glumdi i, spratt á fætur og lagði af stað. Frú Fenton brosti við og horfði hin rólegasta á eftir henm hvar hún strunsaði burt. Það gladdi hana, að henni hafði loks tekizt að hagga ör- lítið við sjálfsöryggi frú Swaythings. Kitten sat í stórri og vistlegri setustof- unni, þegar frænka hennar gekk inn. Fru Swaything virti hana gaumgæfilega fyr11' 204 HEIMILISBLAÐIÖ

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.