Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.09.1965, Blaðsíða 36

Heimilisblaðið - 01.09.1965, Blaðsíða 36
flýtti hún sér að segja. ,,Ég vil fá skilnað- inn....“ „Ég kom til að segja þér, að þú þarft ekki að blanda Margie inn í það,“ svaraði hann. ,,Ég er algjörlega fús til að ganga inn á skilnað og skal sjá um það allt við lögfræðinginn þinn.“ Hún góndi á hann. „Ert — ertu fús til að ganga inn á skiln- að?“ „Ef við getum látið Margie standa fyrir utan málið, þá geng ég inn á skilnað." „Ég man ekki betur en þú segðir, að þú vildir heldur deyja en fallast á skilnað?“ sagði hún æst og rauð í vöngum. „Maður getur skipt um skoðun, er það ekki? Að minnsta kosti urðu tilfinningar þínar aðrar í minn garð eftir að við gift- umst.“ „Já — já, þær urðu það.“ Hún beit á vör sér og gekk fjær honum með kaldar hendurnar samanfléttaðar. Hún vissi alls ekki, hvernig hún átti að taka þessu nýja viðhorfi hans og þeirri þróun, sem málin höfðu tekið. — Hún var alls ekki viss um, að sér félli við þetta eins og komið var. „Það er fjarska fallegt af þér að taka til- lit til hamingju minnar umfram allt ann- að, Clive,“ sagði hún loks lágt. „Og það er fjarska vingjarnlegt af þér að álíta, að mér gangi svo gott til einvörð- ungu, Kitten.“ Þetta hljómaði eins og hæðn- ishlátur. „En ég verð að játa, að ég hugsa ekki síður um mína eigin hamingju.“ Hún snarsneri sér við og starði á hann. Hún var orðin blóðrauð í framan. „Jæja, svo þú hugsar um þína eigin hamingju?" Hún pírði fögur augun. „Ertu viss um, að það sé ekki þessi stelpugála, sem þú ert að hugsa um?“ spurði hún reiðilega. „Má vera,“ svaraði hann blátt áfram. „Það væri að minnsta kosti ósköp bjána- legt af þér að blanda Margie inn í þetta, úr því þú getur fengið fram það sem þú vilt á miklu auðveldari hátt. En að sjálf- sögðu — ef þú ferð fram eins og þú hefur hingað til gert, þá mun ég gera hvað ég get til þess að bæta henni upp það sem við höfum gert á hlut hennar.“ „Munt þú gera það sem þú getur!“ hvísl- aði hún. — „En, Clive — ég — ég hélt ekki. .. . “ Hann brosti kaldhæðnislega við henni. „Þú hélzt aldrei, að það væri neitt á milli okkar, var það? Nei, auðvitað hélztu það ekki, Kitten. En enda þótt ekkert hafi ver- ið á milli mín og hennar hingað til, er það engin trygging fyrir því, að þannig verði alltaf. Hún hefur reynzt mér alveg sér- staklega vel í öllu þessu, sem komið hefur fyrir. Það er sama, hvað ég kann að gera fyrir hana síðar, að ég mun aldrei launa henni eins vel og hún á skilið.“ „Fyrir alla muni hættu!“ sagði hún æst og setti hendurnar fyrir eyrun. „Ég er dauðþreytt á því að heyra sýknt og heilagt talað um þessa stelpu. En það er svo sem gaman að heyra, að þú vilt allt í einu fyrir alla muni verða laus við mig!“ Hann ætlaði að svara þessu, en hætti við það og sagði: „Úr því við ætlum nú á annað borð að skilja, er bezt fyrir alla aðila að koma því í kring eins fljótt og hægt er.“ Svo rétti hann fram höndina. „Vertu sæb Kitten, ég verð að fara núna.“ XIV. CLIVE KEMUR MEÐ AFSÖKUN Harla óvenjulegt samtal, hugsaði hann, er hann stuttu síðar var kominn út undii’ bert loft. Hann var ósegjanlega ánægðui’ með það, hvernig hann hafði tekið á mál' unum og talað við Kitten. Hann hélt göngu sinni áfram, unz hann kom að húsi dr. Normans. Læknirinn vai’ að heiman, en Margie var inni. Þegar ÞaU heilsuðust, var það ekki á þann kumpáu- lega hátt og áður; auðfundin var sú spenna, sem lá í loftinu. „Hvernig — hvernig líður þér, Clive- Ertu kominn til að heimsækja hana ömmu þína?“ Hann kinkaði kolli. „Já.“ „Það gleður hana áreiðanlega mikið ap sjá þig. Það er orðið svo langt síðan Þu hefur verið hér, og ég veit hún saknar Þin mikið.“ 212 HEIMILISBLAÐlP

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.