Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.09.1965, Blaðsíða 37

Heimilisblaðið - 01.09.1965, Blaðsíða 37
Tal Margiear var óvenjulega þvingað og tilgerðarlegt, eins og hún ætlaðist til, að hann stæði sem stytzt við. Hann fann fyrir óbærilegri sektarkennd. Henni fannst auð- sjáanlega hann hafa hagað sér illa, og hún hafði óefað ástæðu til þess. „Heyrðu, Margie,“ sagði hann hásum rómi. ,,í rauninni er ég kominn til að segja þér, að ég skammast mín fyrir, hvað ég kom illa og heimskulega fram þennan dag sem við borðuðum saman. Ég — ég skil ekki, hvað gekk að mér. Ég var að tala við Kitten áðan og sagði henni, að ég vildi fallast á skilnað og muni koma honum í kring eins fljótt og ég get. Ég — ég hefði átt að gera þetta fyrir löngu, Margie.“ Hann gekk alveg að henni, lagði hendum- ar á axlir henni og reyndi að fá hana til að líta framan í sig. „Geturðu fyrirgefið mér?“ „Ó, Clive!“ Hún sneri sér að honum og hallaði höfðinu að öxl hans með ekka. ,,Ég er svo glöð.“ Hún varð vandræðaleg og skammaðist sín, en hún gat ekki stillt sig um að tárast. ,,Ég skil, að það verður léttir fyrir þig að blandast ekki inn í málið,“ sagði hann hægt. „Það er ekki það.“ Hún gerði hvað hún gat til að þerra burt tárin. „Ég var að því komin að glata trúnni á allt það sem ég hef treyst á um dagana. Mig tók það svo sárt að missa trúna á þig, Clive. Við höfum allt- af verið svo góðir vinir. Ég gerði mér ekki grein fyrir því, 'nve mikils virði vinátta þín var mér, fyrr en ég hélt ég hefði glat- að henni.“ „Margie.“ Hendur hans þrýstu ögn fast- ar að öxlum hennar. „Hvað get ég gert til að koma þér í skilning um, hversu innilega ég skammast mín? Aðeins ef ég gæti á einn eða annan hátt launað þér fyrir það hug- rekki og þolgæði, sem þú hefur sýnt í öllu bessu máli. Allavega verðum við að fá tækifæri til að tala í einlægni saman um Þetta allt, rétt eins og í gamla daga. Þess vegna ætla ég að koma hingað aftur í fyrramálið og fara með þig i langa göngu- för. Við skulum vera saman allan daginn °g njóta lífsins eins og við nutum þess — einu sinni!“ Margie fannst hugmyndin prýðisgóð, og næsta morgun lögðu þau af stað eins og ánægð og saklaus börn. Þar eð frú Swaything var nú einu sinni kona sem gætti þess að fá vitneskju um hvað eina strax eftir að það gerðist — og hafði frá fornu fari verið af þeirri gerð- inni — barst henni að sjálfsögðu til eyrna þegar í stað, að þau Margie og Clive hefðu lagt af stað í göngu árla dags. Við morgunverðarborðið gat hún þegar sagt Kitten, hvað hún hafði heyrt. „Æ, hættu þessu, frænka, heyrirðu það,“ svaraði Kitten með hálfkæfðri röddu. „Ég er viss um, að þú hefur algjörlega á röngu að standa varðandi Clive og Margie.“ „Ég er nú hrædd um ekki,“ mótmælti frú Swaything gremjuþrungin. „Hef ég það kannski ekki frá Susie, sem heyrði það hjá------“ „Það er ekki það, sem ég átti við,“ sagði Kitten. „Ég átti aðeins við það, að þú hef- ur á röngu að standa, þegar þú heldur að Clive kæri sig eitthvað um Margie. Ég — ég held ég fari bara upp til mín núna, ef þér er sama. Ég er með höfuðverk." Þegar upp í herbergið kom, lagðist Kitt- en endilöng ofan á rúmið og starði upp í loftið, Hún grét ekki. Hún var allt of reið til þess að geta grátið. Andlitsdrættir henn- ar voru stirðnaðir, og hendur hennar voru krepptar. Hún hafði haldið, rétt eins og fleiri, að Clive væri fyrst og fremst kom- inn til að heimsækja hana. Eftir að Alek hafði valdið henni vonbrigðum, hafði hún treyst á óbifanlega auðsveipni Clives. Það hafði ekki hvarflað að henni andartak, að hann væri í rauninni ástfanginn af Margie, en nú rann það skyndilega upp fyrir henni, að það gat svo ósköp vel átt sér stað. Hún skildi það ekki sjálf, hvers vegna það hafði önnur eins áhrif á hana; hvers vegna henni fannst hún vera svo innilega særð og beizk. Nú tók hún að skilja, að það hafði verið fram úr máta heimskulegt af henni að reyna að spilla fyrir trúlofun bróður hennar og Margiear. Ef Margie hefði haldið áfram að vera ástfangin af Dan, myndi Alek að líkindum ekki hafa fengið hinn minnsta áhuga á henni.... Framhald HEIMILISBLAÐIÐ 213

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.