Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.09.1965, Blaðsíða 39

Heimilisblaðið - 01.09.1965, Blaðsíða 39
lokum möndlunum, sem hakkaðar eru í möndlukvörn. Bakað í tvennu eða þrennu lagi við 150° hita. KREM: Smjöri og flórsykri þeytt sam- an, eggjarauða látin út í og þeytt með. Brætt suðusúkkulaðið og kaffið látið út í. Kremið er látið á milli laga og einnig yfir alla tertuna. Kókosterta. 3 bollar hveiti, 1% bolli kalt smjörlíki. FYLLING: 1 bolli kókosmjöl, 1 boli grófsaxaðar möndlur, 1 bolli sykur, 1 tsk. lyftiduft, 4 tsk. egg. SMJÖRKREM: 8 msk. smjörliki, 3 bollar flórsykur, Safi úr % sítrónu. Deigið er hnoðað og bakað í 20—25 mín. við 170°—200c hita. Kókosmjöli, möndl- um, sykri og lyftidufti blandað saman. — Eggin eru þeytt og þau hrærð út í kókos- blönduna. Kakan tekin andartak úr ofn- inum og kókosmassinn látinn ofan á og bakað í 15—20 mín. FÖT IIA.MIA STÖItU STÍJLKUNUM Það getur oft verið hálfgert vandamál að velja rétt föt handa stóru stúlkunum, sem eru 11, 12 og 13 ára. Hér fylgja mynd- ir af skokk og tveim kjólum, sem eru mjög fallegir og klæðir flestar telpur á þessum aldri hvort sem þær eru litlar eða stórar, þreknar eða grannar. Takið líka eftir hárgreiðslunni, hún er bæði falleg og snyrtileg. Og svo er hér mynd af búningi, sem flestar telpur, einnig þær, sem komn- ar eru yfir fermingu, vilja helzt ganga í: hversdagsföt, síðbuxur og falleg blússa. Okkur veitir ekki af góðum skjólfötum hér á islandi yfir veturinn, og ekki höfum við neitt á móti því að fötin séu falleg. 215 Heimilisblaðið

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.