Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.09.1965, Blaðsíða 41

Heimilisblaðið - 01.09.1965, Blaðsíða 41
„Góði Jumbó, af hverju ertu að gráta?" spyrja Kalli og Paili litla fílinn, sem grætur svo átakan- lega. Það kom í Ijós að hann hafði verið of for- vitinn og rekið ranann í kaktus, en birnirnir tóku kaktusnálarnar úr rananum, og þá hætti hann að gráta. „Þökk fyrir hjálpina, Kalli og Palli“. „En nú er bezt að vita, hvort raninn er þéttur," segja birnirnir og sækja fullan bala af vatni. Hann er ekki þéttur, hann lekur bara mikið, og Jumbo ætlar að fara að gráta aftur, því það er ekki gott fyrir fíl að vera með lekan rana. „Við lögum þetta líka,“ segja birnirnir hughreystandi. Þeir sækja sjúkrakassann og setja plástra yfir götin, og fíllinn er hinn ánægðasti með ranann sinn. Þarna kemur Palli, hann er á leið til kaupmanns- >ns. Hann var svo hygginn að taka með sér regn- hlif, af því að það leit út fyrir rigningu. „Hvað Set ég gert fyrir þig í dag, Palli?“ spyr kaup- hiaðurinn. Og Palli stendur þarna þungt hugsandi, Því að hann er búinn að gleyma, hvað það var sem hann átti að kaupa. Hann getur ekki munað hvað það var. „Æ, hvað það var leiðinlegt, ég get ómögulega munað hvað það var,“ segir hann vandræðalega. „Jæja, við sjáumst þá aftur," segir kaupmaðurinn vingjarnlega. Og Palli verður að labba heim. „Kalli verður alveg fokvondur, þegar ég kem heim. Æ, það verður rigning. Upp með regnhlifina, en hún lekur. Nú man ég hvað ég átti að kaupa. Það voru mölkúlur."

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.